Alþýðublaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 10
Opna Framhald úr opnu. laus eSa harma hið mikla rang- læti tilverunnar þegar við lítum á jarðlífið sem áfanga á miklu leugri leið sem nær út fyrir hlið fæðingar og dauða.“ Þessir tveir höfundar eru sem sagt dæmi Morguns þessu sinni um „vísindalega" frömuði anda- trúar. ★ ÓGRYNNI eru rituð og birt á íslenzku hvert ár um „dulræn efni“ svokölluð. Því miður er há- vaðinn af þessu ómengaður hjá- trúarþvættingur og ber varla við að um slík efni sé fjallað á fræði- legan, fordómalausan hátt. Eina dæmið sem ég kem fyrir mig í svip er bók norska sálfræðingsins Harald Schjelderups, Furður sál- arlífsins, sem Almenna bókafélag- ið ,gaf út 1963; þar er fjallað á fróðlegan og forvitnilegan hátt um dulvitað sálarlíf og dularsál- fræði og hvergi skirrzt við að viðurkenna að í þessum fræðum yerði sitthvað fyrir sem vísindin kunni enga skýringu á; hitt má vera að S.chjelderup sé með köfl- Um full-ginnkeyptur fyrir því J,dulræna.“ Schjelderup gagnrýn- ir vanahugsun og fordóma sál- fræðinga sem vísi öllum svoköll- uðum „dulrænum" fyrirbærum á bug rannsóknarlaust, en hann þafnar að sjálfsögðu frumstæðri ándahyggju spíritista og sýnir ljóslega fram á hve vandasamt sé að meta réttilega miðilshæfileik- ana og þau fyrirbæri, sem þeim eru tengd að því leyti, sem þau ■séu ósvikin. Engu að síður ,gér hann sálfræðingi opnast ný og f? heillandi rannsóknarsvið á mork- um mannlegrar þekkingar þar sem sé margháttuð yfirskilvitleg röynsla. Rit þetta munu ís- lenzkir andatrúarmenn hafa reynt að affæra sínum málstað til framdráttar — en aldrei verð- Jur þess vart, að þeir né félags- skapur þeirra beiti sér fyrir rannsóknum í þeim anda sem Schjelderup boðar. Sálarrann- sóknafélagið er sem kunnugt er trúfélag en ekki rannsókna. — ÞÖgar „undrin" urðu á Saurum sæliar minningar kom féiagið á vettvang og sló þegar upp anda- fundi — en enginn orðaði að þarna væri að réttu lagi viðfangs efni sálfræðinga og félagsfræð- inga. Haraid Schjelderup segir í bók iSinni að í þremur iöndum heims |sé spíritisminn með mestum blóma, í Puerto Rico. Braziiíu og á íslandi. Ekki er þessi fróðlega fullyrðing rökstudd né rædd nán- ar í bókinni, en engum mun blandast hugur um það að spírit- isminn hefur verið furðulega sterk og áhrifamikil hreyfing hér á landi aila þessa öld; verður það merkilegur kafli í menningarsögu íslendinga þar sem þetta fyrir- bæri verður kannað nánar. Að einhverju leyti kann skýringar- ^ ianar að vera að leita í þörf manna að samræma trú sína, eða trúarvon, skynseminni; sú hug- trúarvon, skynseminni, gervifræði andatrúarmanna stafa af heims- bræðingi. Sú hugmynd séra Benja míns Kristjánssonar að trúarbrögð séu að réttu lagi einhvers konar „visindi" mun henni skyld. Og andatrú nútímans stend- ur föstum fótum í rótgrón- um íslenzkum þjóðtrúar- arfi; draugasögur munu vera blómlegri þjóðsagnagrein hér á landi en með nokkurri annarri þjóð. Einhver ástæða mun vera fyrir öllu þessu — og væri það mál verðugra viðfangsefni íslenzk- um „sálarrannsóknamönnum“ en þýðingar upp úr Hjemmet og eig- in þjóðsagnasöfnun þótt bið muni á að því verði sinnt. Og enn í dag stendur andatrú- in með blóma þó vonandi sé að henni taki nú senn að slota. Það er að visu lægra ris, minni fyrir- ferð á hreyfingunni en meðan hún naut forustumanna eins og Einars Kvaran og Haraldar Níels- sonar. En andafundir af ýmsu tagi eru alþýðleg skemmtun á borð við bingó eða framsóknar- vist, og andatrú af ýmsu tagi virðist búa um sig með ólíkleg- ustu mönnum. í sinni ruddaleg- ustu, forheimskuðustu mynd birtist hún í auglýsingum Morg- uns sem hér hafa verið endur- teknar ókeypis. Ásamt þelm er svo Morgunn sjálfur til vitnis um andlegt ásigkomulag hreyfingar- innar. — Ó.J. Óbreytt stefna Pekingstjórnar Ekkert virðist benda til þess að Kínverjar hyggi á stefnubreytingu og muni fallast á samninga um lausn á Vietnamdeilunni svo að Bandarikjamenn verða því enn að treysta á mátt sinn, að því er sagt er af opinberri hálfu í Washing- ton. Valdið hefur vonbrigðum, að ekk ert miðar í samkomulagsátt, en jafnframt eru menn þeirrar skoð unar að ekkert bendi til þess að Kínverjar hyggist blanda sér inn í átökin. Ekkert bendir heldur til þess, að Kínverjar muni ögra Bandar'kjamönnum einhvers stað- ar annars staðar í Asíu, seigja heim ildirnar. 14©snirsg:a. Framhald af bls. 1 í gær út falsaða yfirlýsingu í nafni einingarkirkju búddatrúarmanna, hvatti til allsherjarverkfálls og skoraði á landsmenn að hundsa kosningarnar. Formælandi búdda kirkjunnar, sem hefur áður skor að á búddatrúarmenn að kjósa ekki, neitar að hafa hvatt til alls herjarverkfalls. Forseti Suður-Vi etnam, Nguyen Van Thieu hers- höfðingi, skoraði á þjóðina í út varpsræðu í morgun' að fjöl- menna á kjörstað, en mikill vafi leikur á því hve kjörsókn verð feröatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR PÓSTHÚSSTRÆTI SÍMI 17700 9 a ur mikil. Margir kjósendur munu halda kyrru fyrir og hlýða áskorun búddatrúarmanna og aðrir mæta ekki á kjörstað af ótta við hótan ir Vietconig um skemmdarverk og sprengjutilræði, að því er kunn ugir segja. Bandarískar T hu nder gh ief-þ ot- þotur aðeins 50 kílómetra frá landamærum Norður-Vietnam og Kína. Bandarískar flugvélar hafa aðeins tvisvar eða þrisvar sinn um áður hætt sér svo nærri kín verksu landamærunum. Thunder- chief-þotumar hörfuðu fyrir MIG þotunum í gær, cg allar þoturn- ar snéru ólaskaðar til stöðva sinna. Bandarískar flugvélar réðust í gær á stöðvar Vietcongmanna aðeins 3 km. frá borgarmörkum Saigon. Bandarískar hersveitir áttu í höggi við skæruliðasveitir rétt norðan við höfuðborgina í igær, og varð mikið mannfall í liði Bandaríkjamanna. Glugginn Framhald af 6. síðu það, að morð getur í rauninni ver- ið mjög ánægjulegt — einnig fyr- ir fórnardýrið — ef umhverfið er aðlaðandi og morðinginn annað hvort sannur heiðursmaður eða fögur kona! — Þetta skyldu menn hafa hug- fast, þegar þeir horfa næst á Hitehcock-hugvekju í sjónvarpinu. fangelsinu í Palermo, en áður en lögreglan gæti uppfyllt loforð sín var hann myrtur á þann hátt, að strykníni var blandað í kaffi hans. Hver gerði það og hvernig það var gert, hefur aldrei verið upplýst. Það sem gerir bók Pan- teleones athyglisverða eru þær upplýsingar, að frá því árið 1948 hefur verið náið samband á milli Mafíunnar og kristilega demó- krataflokksins. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar hafa verið myrtir eða orðið fyrir árásum, þeirra á meðal höfundur bókar- innar. Til þess að útrýma megi Mafí- unni eru tvö skref nauðsynleg, segir Pantaleone. í fyrsta lagi verður stjórnin í Róm að taka af skarið, eins og Mussolini forð- um, eini galiinn var sá, að hann notaði sömu útrýmingaraðferðir og sjálf Mafían. í öðru lagi verð- ur almenningsálitið að snúast gegn Mafíunni. „Því aðeins verður baráttan gegn henni árangursrík, að blöð- in geti komið því til ’leiðar, að allir Sikileyjarbúar fái skömm á Mafíunni og svokölluðum „hug- sjónum” hennar — það má og á að beita stolti Síkileyjarbúa í baráttunni gegn Mafíunni.” Þetta hefur Pantaleone tekizt betur en nokkrum öðrum, og hin áhrifamikla bók hans er snar þáttur í þeirri viðleitni. leiðni berglaga djúpt í jörðu og hagnýtingu slíkra aðferða í leit að jarðhita. Þórey J. Sigurjónsdóttir læknir 35 þús. kr. til að ljúka framhalds námi í barnalækningum við Mayo Graduate School of Medicine, Roch ester, Bandaríkjunum. Þorgeir Pálsson B. Sc. 40 þús. kr. til framhaldsnáms í flugvélaverk fræði við Massachusetts Insitute of Thechnology, Cambridge í Bandaríkjunum. Þorlákur Sævar Halldórsson, lækn ir 40 þús. kr. til framhaldsnáms í barnaiækningum við Massachus- etts General Hospital, Boston, Bandaríkjunum. Menntamálaráðuneytið 6. sept. 1966. Glugginn Framhald. af 6. síðu. sinni og einkaritara það eftir að sinna gestinum enn um hríð. Það var ekkert móðgandi við þessa framkomu hans. Allir vissu að Einstein hafði fengið einhverja hugmynd og að hann „varð að vinna.“ Það virtist engu líkara en honum hefði borizt skipun ein hvers staðar frá, og hann fylgdi henni þegar í stað í þeirri von að viðstaddir sýndu honum velvilj- aðan skilning. Mafían Framhald af 3. síðu. þetta leyti var skorin upp herör gegn henni í Bandaríkjunum. En eins og venjulega þá vantaði allt af höfuðvitnið gegn hinum ill- ræmdu fjöldamorðingjum til þess að þá mætti dæma og því var gripið til þess ráðs að vísa þeim úr landi sem „óæskilegum út- lendingum” og flestir þeirra höfn- uðu á Sikiley. Fræg nöfn í undirheimum Bandaríkjanna urðu aftur kunn í föðurlandi Mgfíunnar, svo sem Lucky Luciano, Frank Coppola, Joseph de Luca, Nicola Gentile og mörg fleiri. Og þessir menn innleiddu jafnframt á Ítalíu alla þá tækni sem glæpamenn í Bandaríkjunum ikunnu skil á. — Bezta sönnun þess, hve tækni glæpamannanna var á háu stigi eru örlög Guilianos. Pantaleone segir ítarlega frá ævi og dauða þessa Mafíumanns í bók sinni. Yfirvöldin reyndu að eigna sér heiðurinn af því að hafa hand- samað Guiliano, en sá, sem raun- veruiega brá fæti fyrir hann og kom honum fyrir kattarnef, var bezti vinur hans, Pisciotta, sem lögreglan lofaði frelsi og upp- gjöf saka, ef hann gæti veitt vin sinn í net réttvísinnar. Pisciotta var hafður í haldi í Styrkir Framhald af 7. síðu. landi í Dýrafræðisafninu í Kaup mannahöfn. Brynjólfur Sandholt, héraðsdýra læknir, 25 þús. kr. til að sækja námskeið i matvælaeftirliti við | Dýralækna- og landbúnaðarháskól I ann í Kaupmannahöfn. Axel V. Magnússon garðyrkju skólakennari, 40 þús. kr. til fram haldsnáms í jarðvegs- og jurtaefna greiningu við Landbúnaðarháskól ann í Kaupmannahöfn, svo og til að kynna sér starfsemi ýmissa er lendra tilraunastöðva og efnagrein ingastofnana á svið landbúnaðar. Jón Stefán Arnórsson B. Sc., 40 þús. kr. til framhaldsnáms í jarð efnafræði við Lundúnah'áskóla. Magnús Óttar Maignússon læknir 25 þús. kr. til framhaldsnáms í lyflæknisfræði, sérstaklega nýrna sjúkdómum og meðferð og starf rækslu gervinýrna, við The Mem orial Hospital, Worcester, Banda- ríkjunum. Ólafur Örn Arnarson, læknir 25 þús. kr. tii framhaldsnáms í þvag færalækningum við The Cleveland Clinjc Educational Foundation, Cleveiand, Bandaríkjunum. Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræð ingur 40 þús. kr., til námsdval ar í Bandaríkjunum til að kynna sér aðferðir til mælinga á raf Vietcosflor Framhald af 7. síðu. ekki talið ólíklegt að ástæðan sé sú, að hann óttist að úrslit kosn inganna verði áfall fyrir stjórn- málabaráttu búddatrúarmanna. Athyglisvert er. að öfgasinnaðir búddatrúarmenn liafa aðeins einn frambjóðanda f Saigon, en þar er kosið um 16 þingsæti. ★ HVER FÆR VÖLDIN. Enginn getur sagt fyrir um lír slit kosninganna með vissu — og það hefur janfvel ekki verið víst hvort af þeim gæti orðið. En ef þær verða haldnar bendir margt til þess, að öfgasinnarnir, „kaki flokkur” liðsforingianna og hin ir herskáu búddatrúarmenn, kom ist í minnihluta á stiórnlagaþing inu. Sennilega verða bað hófsam ir menn sem vilja fara bil beagja er setja svip sinn á samkunduna og ef til vill verða áhrif kaþólskra manna miög mikil. enda standa áhrif þeirra traustum fótum. Þetta kann að boða erfiðleika fyrir Ky-stjórnina. Flestir fram- bjóðendumir hafa ráðizt á það á kvæði stjórnarskrárunnkastsins er gerir herforingiastiórninni kleift að gera breytingar á stjórnar skránni. Til þess að koma í veg fyrir slíkar brevtinear barf tvo ! þriðju meirihiu’a atkvæða á lög ! gjafarsamkundunni. F.kki er lík legt að slíkur me'rihluti verði fyrir hendi oe ekki er heldur lík legt að anðvelt verði fvrir her foringjastjómina að knvia fram viiia sinn. en framtiðin mun leiða í ljós hvort s1fk vandamál og þar með nviar deilur munu rísa. Ef kosningunum lyk+ar með sigri þeirra afla, sem hafna ekki af dráttarlausum samningaviðræðum og máiamiðlun, og óisigri öfga sinna undir forvstu Kys og Tri Quangs kann nvtt afl að koma til sögunnar í taflirm um framtíð Vietnam og gæti hið nvja þing iúlkað vonir oe érkir suður-viet namisku þióðarinnar ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNI UM Athugið, oð merki I þetta sé á húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 1 02542 FRAMI flÐANDI í V NO. |l||yK|HÚSGAGH AM El STARA fi agi reykjavíkur s L HIJSGA6NAMEISTARAFÉLAG REYKJAVIKUR 11. september 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.