Alþýðublaðið - 30.09.1966, Side 15
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 11. síðu.
óslóvakíu 143 - 91 í landskeppni
lcarla í Dresden og 75-43 í kvenna
keppninni. Þrátt fyrir óhagstætt
veður náðist góður árangur í
keppninni. Nordwig, AÞ sigraði
í stangarstökki meö 5,15 m. og
Ruckborn AÞ í þrístökki með
16.29 m. Danek Tékkóslóvakíu
sigraði í kringlukasti með 61,42.
FALKLANDSEYJAR
Framhald af 3. síðu
Jose Maria Guzman aðmíráll, sem
er landsstjóri í fylki því, sem nær
yfir Eldlandið og eyjar þær á
Atlantshafi og Suður-íshafi, er til
heyra Argentínu. Annar saklaus
farþegi er hnefaleikarinn Ovidio
America, sem var á leið til keppni
í suðurhluta landsins þegar flug-
vélinni var rænt. Innrásarherinn
tók fimm eyjarskeggja í gíslingu,
en þeim hefur nú verið sleppt.
Lögreglan á Falklandseyjum hef
Ur enga tilraun gert til að afvopna
hina öfgasinnuðu ævintýramenn
frá Argentínu og getur það naum
ast þar sem aðeins sjö menn eru
í lögreglunni. En framtíðarhorf-
ur innrásarhersins eru ekki glæsi
legar, þar sem Juan Carlos Ong-
ania Argentínuforseti lýsti því yf
ir í dag, að innrásarmennirnir
yrðu dregnir fyrir rétt og dæmd-
ir þyngstu refsingu fyrir tilraun
þeirra til að leggja Falklandseyj-
ar uhdir Argentínu.
Stjórnmálafréttaritarar í Buen-
os Aires telja, að innrásin geti orð
ið stjórn Ongania að falíi, en
hún hefur verið við völd í þrjá
mánuði. Ýmsir stjórnmálamenn og
herforngjar hafa greinilega samúð
með innrásarliðinu og blöð, stjórn
málasamtök og verkalýðshrevfing-
in hafa yfirleitt lvst yfir stuðn
ingi við innrásarliðið. Sagt er,
að innrásarmönnum verði fagn-
að sem þ.ióðhetjum þegar þeir
snúa aftur og ef Ongania tekur
hart á þeim getur hann bakað
sér óvild mnrgra, sem hann hefur
stuðzt við til þessa.
ÞOTA F.f.
Framhald af 3. síðu
þjálfaðir í því að stjóma raf-
eindaheilanum.
Svo skemmtilega vill til, að
Borge Boeskov er hálfíslenzk-
ur aö ætt. Móðir hans er ís-
lenzk, en faðir danskur. Borge
er fæddur hér á landi og ólst
upp hér í Mosfellssveitinni til
10 ára aldurs, en þá flutti hann
til Danmerkur og síðan til
Bandaríkjanna. Hann er flug-
vélaverkfræðingur að mennt.
Síðan hann lauk námi hefur
hann starfað hjá Boeing flug
vélaverksmiðjunum. Borge tal-
ar íslenzku reiprennandi og
kvaðst alltaf hafa haldið henni
við meðan hann dvaldist erlend
is. Hann sagðist hafa verið
mjög hissa, þegar hann frétti,
að F. í. ætlaði að nota Kefla-
víkurflugvöll fyrir þotuna, og
sagðist hann vita til þess, að
flugfélag nokkur> í Bandaríkj-
unum, Beatman félagið, yrði
að notast við mun minni völl
en Reykjavíkurflugvöll.
Borge tjáði fréttamanni að
hann hefði átt hér á landi mjög
ánægjulega dvöl og langaði
hann að koma hingað brátt
aftur. o
UTBOÐ
Fjármálaráðherra hefur á-
kveðið að nota heimild í
lögum frá 6. maí 1966 til
þess að bjóða út 50 milljón
króna innlent lán ríkis-
sjóðs með eftirfarandi skil-
málum:
töldum voxtum og- vaxta-
vöxtum:
SKILMALAR
fyrir verðtryggðum spari-
skírteinum ríkissjóðs, sem
gefin eru út samkvæmt
lögum nr. '27 frá 6. maí
1966 um heimild fyrir rík-
isstjórnina til lántöku
vegna framkvæmdaáætl-
unar fyrir árið 1966.
1. gr. Hlutdeildarbréf láns-
ins eru nefnd spariskír-
teini, og eru þau öll gefin
út til handhafa. Þau eru í
tveimur stærðuin, 1.000
og 10.000 krónum, og eru
gefin út í töluröð eins og
segir í aðalskuldabréfi.
2. gr. Skírteinin eru lengst
til 12 ára, en frá 15. jan-
úar 1970 er handhafa í
sjálfsvald sett, hvenær
hann fær skírteini inn-
leyst. Vextir greiðast eftir
á og í einu lagi við inn-
lausn. Fyrstu 4 árin nema
þeir 5% á ári, en meðal-
talsvextir fyrir allan láns-
tímann eru 6% á ári. Inn-
lausnarverð skírteinis tvö-
faldast á 12 árum og verð-
ur sem hér segir að með-
Skírteini 1.000 10.000
kr. kr.
Eftir 3 ár 1158 11580
— 4 ár 1216 12160
—- 5 ár 1284 12840
— 6 ár 1359 13590
— 7 ár 1443 14430
~ 8 ár 1535 15350
— 9 ár 1636 16360
— 10 ár 1749 17490
— 11 ár 1874 18740
— 12 ár 2000 20000
Við þetta bætast verðbæt-
ur samkvæmt 3. gr.
3. gr. Við innlausn skír-
teinis greiðir ríkissjóður
verðbætur á höfuðstól,
vexti og vaxtavexti í hlut-
falli við þá hækkun, sem
kann að hafa orðið á vísi-
tölu byggingarkostnaðar
frá útgáfudegi skírteinis
til gjalddaga þess (sbr. 4.
gr.). Hagstofa Islands
reiknar vísitölu bygging-
arkostnaðar, og eru nú-
gildandi lög um hana nr.
25 frá 24. apríl 1957. Spafi-
skírteinin ákulu innleyst á
nafnverði aulc vaxta, þótt
vísitala byggingarkostnað-
ar lækki á tímabilinu frá
útgáfudegi til gjalddaga.
Skírteini verða ekki inn-
leyst að hluta.
4. gr. Fastir gjalddagar
skírteina eru 15. janúar
ár hvert, í fyrsta sinn
15. janúar 1970. Inn-
lausnarfjárhæð skírteinis,
sem er höfuðstóií, vextir
og vaxtavextir auk verð-
bóta, skal auglýst í nóvem-
ber ár hvert í Lögbirtinga-
blaði, útvarpi og dagblöð-
um, í fyrsta sinn fyrir nóv-
emberlok 1969. Gildir hin
auglýsta innlausnarfjár-
hæð óbreytt frá og með 15.
janúar þar á eftir í 12 mán-
uði fram að næsta gjald-
daga fyrir öll skírteini, sem
innleyst eru á tímabilinu.
5. gr. Nú rís ágreiningur
um framkvæmd ákvæða 3.
gr. um greiðslu verðbóta á
höfuðstól og vexti, og skal
þá málinu vísað til nefnd-
ar þriggja manna, er skal
þannig skipuð: Seðíabanki
Islands tilnefnir einn
nefndarmanna, Hæstirétt-
ur annan, en hagstofu-
stjóri skal vera formaður
nefndarinnar. Nefndin fell-
ir fullnaðarúrskurð í á-
greiningsmálum, sem hún
fær til meðferðar. Ef
breyting verður gerð á
grundvelli vísitölu bygg-
ingarkostnaðar, skal nefnd
þessi koma. saman og
ákveða, hvernig vísitölur
samkvæmt nýjum eða
breyttum grundvelli skuli
tengdar eldri vísitölum.
Skulu slíkar ákvarðanir
nefndarinnar vera fullnað-
arúrskurðir.
6. gr. Skírteini þetta er
undanþegið framtalsskyldu
og er skattfrjálst á sama
liátt og sparifé, samkvæmt
heimild í nefndum lögum
um lántöku þessa.
7. gr. Handhafar geta
fehgið spariskírteini sín
nafnskráð í Seðlabanka Is-
lands gegn framvísun
þeirra og öðrum skilríkj-
um um eignarrétt, sem
bankinn kann að áskilja.
8. gr. Innlausn sþariskír-
teina fer fram í Seðlá-
banka Islands. Eftir loka-
gjalddaga greiðast ekki
vextir af skírteinum, og
engar verðbætur eru
greiddar vegna hækkunar
vísitölu byggingarkostn-
aðar eftir 15. janúar
1979.
9. gr. Allar kröfur sam-
kvæmt skírteini þessu
fyrnast, sé þeim ekki lýst
hjá Seðlabanka Islands
innan 10 ára, talið frá 15.
janúar 1979.
10. gr. Aðalskuldabréf
lánsins er geymt hjá Seðla-
banka Islands.
Spariskírteinin verða til
sölu í viðskiptabönkum,
bankaútibúum, stærri
sparisjóðum og hjá nokkr-
um verðbréfasölum í
Reykjavík. Vakin er at-
hygli á því, að spariskír-
teini eru einnig seld í
afgreiðslu Seðlabankans,
Ingólfshvoli, Hafnarstræti
14. Salan hefst 3. okt. n.k.
INNLENT LÁN
RlKISSJÓÐS ISLANDS1966,2.F1
30. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐID |_5