Alþýðublaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 5
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. október 1966
s
Ritstjórar. Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Éiður Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900.14903 — Auglýsingasími: I490G. Aðsetur Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskriftargjald kr. 95.00 — í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
TOGARAÚTGERÐ
MARGVÍSLEGIR og sívaxandi erfiSleikar hafa
steðjað að íslenzkri togaraútgerð um langt ára-
bil. Rekstursörðugleikar togaraútgerðarinnar eiga
sér margar orsakir og flóknar, þótt Þjóðviljinn
telji alla þessa erfiðleika aðeins stafa af skiln-
ingsleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart útgerðinni.
í því sambandi nægir að minna á, að ekki
virtist Lúðvík Jósepsson á sínum tíma kunna
nein töfrabrögð til að leysa vanda togaraútgerð-
arinnar meðan hann gegndi embætti sjávarút-
ívegsmálaráðherra. Og í því sambandi mætti
gjarnan spyrja, hvort þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins sé á cinu máli núna um úrræði til að
aðstoða togaríjilotann?
Síðan það var hafa togararnir misst mörg af
sinum beztu veiðisvæðum við útfærslu landhelg-'
innar, afli hefur almennt minnkað á þeim slóð-
um sem þeir helzt sækja á vegna aukinnar á_
sóknar og loks liefur kostnaður aukizt á ýms-
um sviðum, en verðlag erlendis ekki alltaf
haldizt í liendur við þá aukningu.
Nefnd hefur um skeið setið á rökstólum til að
kanna hvað gera mætti til úrbóta fyrir togar-
ana, en allir eru sammála um að freista beri
þess af fremsta megni að halda áfram útgerð
togara, sem eru meðal stórvirkustu atvinnutækja
sem við eigum, og hafa skapað okkur mikinn
auð og velsæld, þótt nú halli undan fæti um
sinn að minnsta kosti.
Meðal þeirra leiða, sem nefndar hafa verið til
þess að létta undir með togurunum er sú, að
þeir fái takmörkuð veiðiréttindi innan núgildandi
landhelgislínu. Um þetta eru mjög skiptar skoð-
anir.
Þá hefur einnig verið stungið upp á því, að
fækkað yrði í áhöfnum togaranna og olíuverð til
þeirra lækkað, svo nokkuð sé nefnt af þeim ráð-
stöfunum sem til grcina eru taldar koma. Allt
eru þetta viðkvæm og vandasöm mál sem yfir-
leitt eru ákveðin í löggjöf frá Alþingi og verður
ekki breytt nema með nýjum lögum, og nánu
samstarfi við sjómannafélögin.
Vonandi er að nefndin, sem nú fjallar um þessi
vandamál, komist þar að einhverjum ákveðnum
niðurstöðum um leiðir til úrbóta, en engin þarf
að vonast til að þar finnist ný töfralausn, sem
leysi allan vanda togaraflotans í einni svipan.
.Slík lausn er ekki til á svo flóknu og marg-
slungnu vandamáli.
Okkar á milli sagt...
■fe MIKIÐ er rætt um þessar mundir hver muni verða eftir-
maður Hanr.ibals Valdimarssonar, sem forseta Alþýðusambands
íslands, en Hannibal mun hafa ákveðið að gefa ekki kost á
sér til endurkjörs. Hannibal hefur sem kunnugt er fengið til
ábúðar jörð í Arnarfirði og hefur flutt lögheimili sitt þangað
og getur því ekki samkvæmt lögum ASÍ átt sæti í miðstjórn
sambandsins. Ýmis nöfn heyrast nefnd í sambandi við eftir-
mann, einkum þó Eðvarð Sigurðsson, og Björn Jónsson, en allt
er á huldu hvað verður í þessum efnum.
IÍEYRZT hefur að hinn nýi bæjarstjórnarmeirihluti í
Hafnarfirði ætli að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum,
að leggja Bæjarútgerð Hafnarfjarðar niður, selja skip hennar
og leigja frystihús og fiskiðjuver. Hefur Loftur Bjarnason út-
gerðarmaður heyrzt nefndur, sem hugsanlegur leigutaki.
Br. juris, Gunnar Schram fyrrum ritstjóri Vísis hefur nú
verið ráðinn. fulitrúi 1. flokks í utanríkisráðuneytinu með starfs
heitinu ráðunautur í utanríkisráðuneytinu. í ráði mun að ráða
pólitízkan ritstjóra að Vísi við hlið Jónasar Kristjánssonar, sem
hú er einn ritstjóri blaðsins. Hefur Styrmir Gunnarsson á
Morgunblaðinu heyrzt nefndur í því sambandi, en annars
munu eigendur blaðsins enn á höttum eftir manni til að sjá
um stjórnmálaskrif blaðsins.
■^ MIKIÐ er nú rætt um væntanlegar jólabækur. Meðal bóka
sem Setberg gefur út að þessu sinni eru Endurminningar Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar, ritaðar af honum sjálfum, ævisaga
Þórarins Guðmundssonar tónskálds, skráð af Ingólfi Kristjáns
syni, og ævisaga Brynjólfs Jóhannessonar leikara, sem Ólafur
Jónsson hefur fært í letur.
Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra:
Innan skamms tíma ,eða
nánar tilgreint í nóvember
n. k. halda verkalýðssam-
tökin þing sitt, sem ef að
líkum lætur verður vel sótt.
Það hefur verið ábyrgum
niBnnum innan alþýðusamtak-
anna vaxandi áhyggjuefni, hve
miklir erfiðleikar eru orðnir á
þessu þinghaldi á 2ja ára fresti,
þótt ekki væri vegna annars, en
fulltrúafjöldans sem leiðir af
nánast óbreyttu skipulagi sam-
takanna í þau 50 ár sem þau
eiga nú að baki.
Talið er að fulltrúafjöldi
næsta þings A. S. í. geti orðið
hátt á fjórða hundrað og má af
þeirri tölu ljóst vera, að mikl-
um erfiðleikum hlýtur að vera
bundið, að skapa jafn fjölmenn
um hóp viðunanleg starfsskil-
yrði í góðum húsakynnum. Auk
sjálfs húsnæðisvandans. risa
mörg önnur vandamál samfara
jafn fjölmennu þinghaldi, sem
ekki skulu upp talin hér, en
eru flestum kunnug, sem kom-
izt hafa í snertingu við sjálf
þingstörfin. «
Oft hefur þessi vandi verið
ræddur á vettvangi samtakanna,
mikil og tímafrek störf verið af
hendi leyst í mörgum milli-
þinganefndum, sem um þessi
mál hafa fjallað, án bess að
fullnægjandi árangur hafi af
þeim sést í sjálfu starfi þeirra.
Á síðustu árum hafa þó ýms
ar breytingar átt sér stað, sem
ættu að auðvelda áframhald-
andi samstarf um nauðsvnlegar
og aðkallandi breytingar á starfs
háttum samtakanna.
Minni opinber stjórnmálaátök,
eru nú innan verkalýðshreyf-
ingarinnar en verið hafa undan-
farin 1% áratug, en talið hefur
verið, að faglegu atriðin í starfi
samtakanna hafi of oft vikið til
hliðar, vegna þessara átaka.
Möguleikar á víðtæku samstarfi
um breytt skipulag og um meiri
varanleik þess, ættu því að vera
meiri og betri nú en áður.
Með hliðsjón af framansögðu,
verður það vart talin ótímabær
ósk til væntanlegs Alþýðusam-
bandsþings, að óska þess að því
megi nú á þessum merku starfs
tímamótum, auðnast að marka
ný og heilladrjúg spor að nýj
um og breyttum skipulagshátt-
um.
Þegar litið er um öxl, hálfa
öld aftur í tímann og aðstæður
brautryðjendanna rétt metnar,
þá gegnir það furðu, hve vel
þeim héfur tekizt að móta sam
tökin, án þess að þau yrðu
vegna slcipulagslegra ágalla, fyr
ir áföllum.
Þrátt fyrir þessa framsýni
frumherjanna, væri enn furðu
legra ef ekki væri nú orðin
brýn nauðsyn á breytingum þar
á, þegar hliðsjón er höfð af þeim
byltingum, sem átt hafa sér
stað í öllum atvinnuháttum
landsmanna á þessum áratug-
um. — Viðnám gegn enn einni
tilraun til athugunar og sem víð
tækast samstarfs um þessa
hluti, yrði áreiðanlega rétt
metin sem mikil skammsýni í
samanburði við framsýni frum-
herjanna, að ekki sé minnzt á
aðstöðuniuninn.
ar er nauðsynlegt og skylt
að verklýðssamtökin sem
og önnur samtök og reynd
ar ekki síður einstakling
ar, horfi fram á veginn og reyni
að laga sig breyttum staðhátt-
um, ef tryggja. á framhald raun
hæfra árangra. — Engu að síð
ur draga þær skyldur ekki úr
þeirri ábyrgð, sem samtökin (og
einstaklingar sem þau mynda),
bera á því er fyrirrennararnir
fengu þeim til varðveizlu. —
Hér á ég við þá árangra sem
náðst hafa við samningaborðið
og með lagasetningum.
í þessu efni hefur nokkuð
skort á að vel væri á verði stað
ið. Rangt væri að bera nokkum
þeim sökum að hann eða hún
bæri þar alla ábyrgð, til þess er
sökin of almenn. — Ég minni
hér aðeins á eitt atriði, en því
miður eru þau fleiri.
Verkalýðshreyfingin sem heild
fagnaði setningu „Orlofslag-
anna“ svonefndu og voru þau tal
In meðal þess bezta sem þá
hafði af löggjafans liálfu verið
staðfest, af baráttumálum verka
lýðshreyfingarinnar. — Tryggja
átti að greiðsla orlofsfjárins
yrði innt af hendi einu sinni
á ári, en greidd launtaka
hverju sinni i sérstökum merkj
um. — Þannig var þá gengið
frá þessum málum, til að
tryggja að orlofsféð yrði á á-
kveðnum árstíma til ráðstöfun
ar fyrir hlutaðeigandi.
Ljóst er að í vaxandi mæli
hafá þessi ákvæði verið snið-
gengin, m. a. með því að greiða
orlofsfé í peningum með hverri
láunagreiðslu. — Þetta býður
þeirri hættu heim að orlofsfé
verði daglegur eyðslueyrir og
því ekki fyrir hendi á þeim
árstíma, sem menn vildu helzt
taka sér frí frá daglegri önn.
— Opinberlega er rætt um að
tímakaup þessara starfsgreina sé
þetta og hitt „orlofsfé innifal-
ið“. Þannig er því slegið föstu
að orlofsfé sé bein launagreiðsla
er eyðist með daglegu neyzlufé.
Hér skal ekki nú um það rætt
hvort finna hefði mátt, eða
mætti nú finna, öruggari trygg
ingu fyrir sjálfri framkvæmd
laganna, — það er til athugun
ar ásamt málinu í lieild hjá
sérstakri nefnd sem Félagsmála
ráðuneytið fól það verkefni. —
Hitt ætti öllum að vera ljós{;
að verði þarna ekki breyting
á, er þessi merki áfangi í stórri
hættu. — Það er því vissulega
ástæða fyrir hin einstöku verka
lýðsfélög og samtökin sem heild,
að íhuga ástand þessara mála
hvert í sínu umdæmi. Það rcyp
ist stundum erfiðara að gæta
fengins fjár, en afla þess, — hið
sama gildir um þá árangra,
sem náðst hafa. Það væru sannaf
lega óverðskulduð laun til allra
þeirra sem lagt hafa fram aHf
sem þeir máttu, til að ná þess
um áföngum, ef við eyðum þeim
og glötum í værukærð líðandi
stundar.
Breyttir tímar og aðstæður
krefjast breyttra starfsaðferða
og breytinga á lögum og regl-
um. Slíkar nauðsynlegar breytT
ingar eiga ekki að eyða sjálfu
takmarkinu, sem upphaflega
var náð, heldur fullkomna það,
sem áður ávannst.
Sunnudags Alþýðublaðið
mun framvegis birta á þess
um stað greinar um sjórn-
mál. Eggert G. Þorsteinsson
félagsmálaráðherra ritar
fyrstu greinina, og er hún
skrifuð í tilefni af vænan-
legu Alþýðusambandsþingi.