Alþýðublaðið - 02.10.1966, Page 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. október 1966
Vofara frá Soho
Óhemju spennandi CinemaScope
kvikmynd byggð á sögu Edgar
Wallace.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5.
YILLISVANIRNIR
Sýnd kl. 3.
. Aukamynd: með Bítlunum.
Ný tékknesk, fögur Litmynd í
CinemaScope, hlaut þrenn verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í
Cánnes.
Leikstjóri: Vojtech Jasny.
Sýnd kl. fi.45 og 9.
HOLLENDINGURINN
FLJÚGANDI
Sýnd kl. 5.
SÖFUS FRÆNDI FRÁ
TÉXAS
Sýnd kl. 3.
Dr. Goldfoot og bikinivélin.
Sprenghlægileg ný amerísk gam
ahmynd í litum og Panavision
með Vincent Price og Frankie
Ávalon.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
/
I
Hljóð er í öllu lífi. Við erum stöðugt
umleikin hljómum og hávaða, sem náttúr
an fremur, og allt er á hreyfingu. í þúsund
ir ára hefur maðurinn talað og sungið,
og svo er eyranu, hinu undirsamlega
byggða líffæri fyrir að þakka, að við get
um heyrt, þótt við greinum ekki nema lít-
inn hluta allra þeirra hljóða, sem fyllir
alheiminn.
Börn, hvar sem er 1 heiminum, eru
fædd með tónlistarhæfileika, en það er und
ir skapi, uppeldi, þjóðerni, kynstofni og öðr
um aðstæðum komið, hvað úr þeim verður.
Náttúran sjálf er full af hljóðum, tón
um. Tónar hljómuðu milljónum ára, áður
en mannlégt eyi-a var tií, sem gat heyrt
þá: Niður vatnsins, þrumugnýrinn, ríslið
í laufinu, sem bærist fyrir vindinum, og
hver veit hvað. Ef til vill hafa fyrstu sólar
geislarnir í árdaga sungið, er þeir vermdu
hin ungu fjöll, eins og þeir syngja enn í
styttu Amenhoteps III. á bökkum Nílar.
Frá ómunatíð hefur orgelið í Fingalshellin
um ómað, löngu áður en Keltar gáfu hon
um nafnið Llaimh Binn, Tónhellir, ennþá
fyrr en Mendellsöhn, tónskáldið róman
tíska, samdi tónverkið „Úr Fingalshelli“,
sem endurómar tónlist hellisins. Enn mætti
nefna hið undarleiga „Eyra Dionysosar“ á
Sikiley. Það hefur magnað öll hljóð, sem
það nemur, löngu áður en maðurinn skildi
þetta furðuverk.
Maðurinn er borinn í hljóðaheim. Þrum
an fyllti:hanh ótta og varð tákn yfirnáttúru
legra máttarvalda. í orgi stormsins heyrði
hann raddir djöflanna. Strandbúar réðu
skaplyndi siávarguðanna af hljóðum hafs-
ins. Bergmálið var spásvarið, hlóð dýranna
guðlfeg opinberun. Trúarathafnir og tón
list mynduðu órjúfanleg tengsl í dögun
mannkynsins.
Vald tónlistarinnar yfir manninum hefur
verið mikið frá fyrstu-tíð. Frummaðurinn
hafði fá orð á valdi sinu. Hlutirnir, sem
hann sá, höfðu einir nöfn. Hann notaði
hljóð til þess að tjá tilfinningar sínar, þau
beindu honum inn á braut tónlistarinnar.
Með henni gat hann látið í ljós fögnuð sinn
dansgleði, sorg sína, ást, bardagahvöt og
trú á æðri mátt. Tónlistin varð Hluti af
lífi hans, frá því að vöggulagið ómaði fyrir
eyrum hans, þar til sorgarsöngurinn hljöm
aði yfir náinn.
Er fram liðu stundir, urðu áhrif tónlist
arinnar á manninn veikari. Þó greinir sag
an frá valdi tónlistarinnar yfir mönnum frá
fornöld til vorra dága. Davíð lék á hörpuna
til að reka á brott illar hugsanir Sáls. Far
inelli notaði tónlist til að lækna Filipus V.
af hugarangri sínu. Timotheus kunni eitt
lag til að æsa reiði Alexanders mikla og
annað til að blíðka skap hans með: Keltn
eskir prestar göfguðu hin frumstæðu sókn
arbörn sín með tónlist. Heilagur Agústín
us segir frá smaladreng, sem fólkið gerði
að konungi sinum, af því áð hann lék svo
falleg lög. Nútíma sálfræðibókmenntir segja
tónlistiha það áfl, sem knýi fram hinar
sterkustu geðshræringar. Ef undan er skil
inn „Werther'1 Goethes, þá hefur ekkert
skáldverk orsakað jafn magnaðá öldu þung
lyndis og sjálfsmorða og „Tristan" Wagn
ers.
Tónlistin hefur jafnt áhrif á einstakl
inga sfem fjöldann ,það þekkjum við frá
byítingar- og striðstímum. Maðurinn hef
ur notfært sér kynngimátt tónanna. Þeir
getá láðað fram göfugustu tilfinningar sem
hinar lægstu hvatir. Við heyrum muninn
á nýtízku danslögum og tíðasöng munkanna
barnagælunni og hersöngnum, ástaróðnum,
sem berst með vornæturblænum og grað
hestamúsikkinni, sem á að auka afköstin
á vinnustöðum. Við þekkjum ótöluleg til
brigði tónlistar: þrítóna, síendurtekna tón-
list Indj'ána og symfóníur mikilla meistara
hofdansalög frá Austurlöndum og nýjustu
ópérur, gregorianskan messusöng og jazz
Allar þessar tegundir eru tíðkaðar í heim
inum í dag undir einu nafni, tónlist. Við
sögðum, að hljóð væri í öllu lífi, því að
líf er hreyfing og hljóðið verður til af
hreyfingu. Oft hefur verið gerður greinar
munur á hljómum og hávaða, eftir þvl
hvört hljóðbylgjurnar eru reglulegar eða
óroglulegar. Tónlistin félli undir fyrri skil
greininguna. Um þetta má þó þrátta. Ýmis
hljóðfæri, sem nauðsynleg erú í nýtízku sym
fóniuhljómsveit, framleiða fremur hávaða
en tóna. Nefna mætti þríhyrhinga, trurpb
ur, kastan^ttnr, tamburih og hlemma.THvað
er þá tónlist? Ættum við að segja, að þjún
væri upphafning sálarinnar, sem uppfyííir
drauma og þrá?
(Úr bók Kurt Paklens, Music of the
World). G. P.
Frá
Gagnfræðskóla Garðahrepps
Innritun í 1., 2. og 3. bekk fer fram í Bama-
skólanum máliudaginn 3. október kl. 3—5.
Áríðandi er að nemendur mæti sjálfír.
Skóíastjóri.
I. DEILD
Laugardalsvöllur
í dag kl. 3
/. B. K.
Urslib
Valur
Dómari: Magnús V. Pétursson.
Síðast skildu liðin jöfn! - Hvort liðið sigrar nú?
Þetta er léikurinn, sem allir bíðá eftir.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 1.
MÓTANEFND.
Útboð á hita- og hreinlætislögnum
Tilboð óskast í hita- og hreinlætislagnir fsrirhugaðra póst-
og símahúsa á Hellu, Brúarlandi, Bfldudal og Suðureyri.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu símatæknideildar, Lands-
símahúsinu, 4. hæð, eða til viðkomandl símstjóra.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu símatæknideildar mið-
vikudaginn 12. október 1966 kl. 11:
Póst- off símamálastjórnin
30. 9. 1966.
ÚTBOÐ Á RAFLÖGNUM
Tilboð óskast I raflagnir fyrirhugaðra póst- og símaliúsa á
Hellu, Bíldudal off Suðureyri.
ÚtBbðsgagna má vitja á skrifstofu símatæknideildar, Lanos-
símahúsinu, 4. hæð, eða til viðkomandi símstjóra.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu símatæknideildar mið-
vikudaginn 12. október 1966 kl. 11.
Póst- off símamálastjórnin.
30. 9. 1966.
HAFNARFJÖRÐUR
2 herbergi
til leigu í suðurbænum. Aðeins fyrir einhleypa. I
Upplýsingar í síma 50370, kl. 6—8 næstu kvöld."