Alþýðublaðið - 02.10.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 02.10.1966, Side 16
<Stut/uu£aqt [MCS Ymsar merkilegar nýjungar Eins og allt- af hófst vikan með fylliríi. Ölvun var með almesta móti um helgina eins og alltaf um helgar, en þó fundust 21 alls gáður bílstjóri til að taka þátt í fjölskyldugóðaksturskeppni Bind indisfélags ökumanna, sem hald in var á sunnudag. Þessi keppni var að því leyti nýjung, að nú áttu ökumenn að taka fjölskyld ur sínar með í keppnina, og þótt sumum þó nokkuð djarft teflt að stofna þannig fleirum í hættu en ökumönnunum einum. Ýmsar fleiri nýjungar voru til kynntar í vikubyrjun. Nýr menntaskóli hóf göngu sína, og Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi nýtt leikrit, nýtt og betra síldar verð var ákveðið og veitinga Ihúsið Lídó tilkynnti, að von væri á nýrri söngkonu. Þetta síðasta er greinilega gert í samkeppni við þá nýjung, sem annars hef ur þótt mesta nýlunda í vikunni en það er SJÓNVARPXÐ, sem hefur verið að hefja göngu sína dögum saman í blöðunum, og gerði það iá föstudagskvöldið á sjónvarpstækjum þeirra sjáenda, sem voru búnir að láta stilla tæki sín upp. En það voru alls ekki allir búnir að gera, því að stillingarmennirnir höfðu svo mikið að gera, að þeir komust ekki yfir það allt saman, en þeir óforsjálu, sem drógu að fá Frétta- yfirlit vikunnar Orððbók háðskólans ERFÐASYND: Þegar ættingjar manns láta ekkert eftir sig. LÝÐRÆÐi: Stjórnarform, þar sem almenningi er talin trú um að hann ráði einhverju. : SKÓLl: Staður þar sem fullorðnir menn (sem kallast kennarar) og krakkar (sem kallast nemendur) hrella hvorir aðra. SPARIFÉ: Inneign, sem hækkar að krónutölu, en minnkar að verð- gildi VERKFALL: Þegar menn eru í annarri vinnu en þeirri venjulegu. stillingarmenn, verða bara að sýna stillingu, meðan þeir bíða eftir stillingu á tækjunum. Og enn verður að geta merki legs atburðar, sem gerðist í vikunni. Templarar fiuttu inn skröltorma frá útlöndum, eins og ekki væri nóg af skellinöðr um fyrir i landinu. En þessi templaraskröltormur reyndist ekki einsamall, og var ekki fyrr kominn til landsins, en hann gaut hvorki meira né mina en 24 ungiun. Þetta virðist hafa kom ið fólki mjög á óvart, og þó verður að gera ráð fyrir að ein (hver aðdragandi hafi verið að fæðingunni. En hún hefur kannski orðið fyrri en ella vegna þess að skröltormurinn þurfti að skrölta hingað til iands til að skrölta fyrir templara. Það hefur oft þótt gott ráð þegar fæð ing hefur dregizt á langinn, að j skrölta um í bfl, og vel má vera að skröltið verki jafnt á skrölt orma sem aðrar lífverur. Og þegar leið að lokum vik unnar byrjaði Sjónvarpið. Þar1 með hefur sá draumur rætzt að íslendingar kæmu sér upp eig in sjónvarpi og þá geta menn far ið að láta sig langa í eitthvað annað og nýrra. Annars var þetta opnunarkvöld merkilegt að mörgu leyti, á vissan hátt ekki ósvipað jólunum, eða kannski væri réttara að líkja því við áramót. Fólk hvarf af götunum inn í hús. í gær var að skilja að menn hefðu ekki orðið fyrir vonbrigðum með sjónvarpsset- una, enda verður því ekki á móti mælt, að sumir þeirra, sem þar komu fram, grettu sig svo að hreinasta yndi var á að horfa. Félagssöngur sjónvarpsáhugamanna Vér grátum, vér getum ei annað. Ó, Guð, hve vor reynsla er hörð! Nú er oss að ósekju bannað það yndi, sem bezt er á jörð. Frelsið er fótum troðið á ferlega grófan hátt. Þótt orðalagið sé loðið er ljóst svosem við hvað er átt. Sextíu sérvitringspokar sigri nú fagua af því, að innan skamms aðmíráll lokar oss úti frá sínu TIVí. Þá verður oss meinað að mæna á menningar uppsprettulind. Sá ribbaldaháttur að ræna oss rétti er skömm bæði og synd! Vér bjuggumst þó við hinu bezta, því buddan er aldregi klén röksemd, og fjármuni festa í Filips vér höfðum og Sen. Þeim kössum vér ætluðum öllum að auka sjónarhring vorn, en ekki að útvarpa köllum eins og Vilhjálmi Þom. ; En nú á að negla á oss hlekki, og nú era dýr ráðin góð, því mótfallinn Emil var ekki eins og í bréfi hans stóð. Því skulum vér hefja upp vor hjörtu í hljóðri og auðmjúkri bæn og óska að úr útliti svörtu everything soon •wili be fine. SÉRA SIGMUNDUR. Skopmynd vikunnar Rikisstjórn Vestur Þýzíkalands hefur að undanförnu sætt harðri gagn rýni, aðallega vegna hermála. Á myndinni héa- til hliðar sést hvernig tciknari við danskt blað lítur á þær á rásir, sem Erliard hefur orðið fyrir. Sá spaki segir... Munurinn á Bæjar sjóðj Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er sá, að annar er alltaf tóm ur, en enginn pening ur til í hinum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.