Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 4
Rttstjðrar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjómarfuii. trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900*14903 — Auglýöingasími: 14000. Aösetur Aiþýöubúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Pr«ntsniiðja Alþýðu blfiCsins. — Askriftargjald kr. 95.00 — X lausásölu kr. 7.00 elntakiO, titgefandl Aiþýðufiokkurlnfl. Námskeið í sjúkra i HAGRÆÐING í útvarpsumræðunum um fjárlagafrumvarpið í síð- ustu viku, hélt ræðumaður Alþýðubandalagsins því blákalt fram, að kaupmáttur tímakaups Dagsbrúnar hefði hinn 1. október síðastliðinn verið minni, en var 1. október 1959, og að það væru alrangar staðhæfing- ar, að verkafólk hefði fengið sinn hlut af auknum þjóðartekjum undanfarinna ára, hvort sem litið væri á kaupmátt tímakaups,' eða heildartekjur, án tillits til vinnutíma. Þessi spaki maður lét það fylgja með, að í stjórnartíð viðreisnarstjórnarinnar hefði mjög verið gengið á hlut verkafólks. Það er ekki óalgengt, að menn hagræði tölum til stuðnings málstað sínum og ákveði fyrst, hvaða nið- urstöðu þeir vilja komast að og hagræði svo tölun- um þannig að sú niðurstaða fáist. Þannig hefur þessi þingmaður gert, og jafnframt gert sig sekan um gróf- legar falsanir og rangfærslur. Til þess að fá þá niðurstöðu, að gengið hafi verið á hlut verkafólks hefur þingmaðurinn, sleppt með öllu að taka tillit til þess að stórir starfshópar hafa færzt milli launataxta, og að tekin hafa verið upp í samningi ákvæði um aldurshækkanir. Breytingar hafa átt sér stað á yfirvinnutöxtum, orlofsfé og greidd um frídögum. Einnig þessu sleppir fjármálaspeking- ur Alþýðubandalagsins, enda henta þessar staðreyndir ekki niðurstöðum hans. Svo fleiri dæmi séu nefnd um útreikninga þingmannsins, þá notar hann ranga tölu fyrir ráðstöfunartekjur ársins 1964 og árinu 1965 sleppir hann algjörlega úr, en bæði þessi ár hækkuðu ráðstöfunartekjur verkamanna veruléga í hlutfalli við þjóðartekjur. Það kann að vera að fullyrðingar þingmannsins hafi einhverja blekkt, en þeir eru áreiðanlega ekki margir. Þótt tölum sé snúið á 'alla lund, tölum sleppt og rangar tölur notaðar til þess að freista þess að fá fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu, þá breytir það ekki þeirri staðreynd, að almenn velmegun er hér nú meiri en áður hefur verið. Það er sama hvar borið er niður, enginn vill hverfa aftur til ársins 1959 eða 1958, nema þingmenn stjórnarandstöðunn- ar, sem telja, að þá hafi ástand aldrei verið betra í hvívetna. í skýrslu Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs og í tilkynningu forsætisráðuneytisins í tilefni fyrr- greindra ummæla' þingmanns Alþýðubandalagsins er sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að hlutdeild verkafólks í þjóðartekjunum hefur fullkomlega hald- izt í hendur við aukningu þeirra og hlutur verkafólks hefur ekki verið skertur á neinn hátt. Þþð er alveg sama hvað tölur stjórnarandstæðingar nefna málflutningi sínum til stuðnings, það breytir ekki þeirri staðreynd að almenn lífskjör á íslandi eru betri en þau hafa verið nokkru sinni fyrr. 4 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Borgarspítalanu m Námskeið í sjúkrahjálp á vegum Borgarspítalans hefst þann 6. janúar 1967. Námskeiðið, sem stendur í 8 mánuði, byrjar með 4ra vikna forskóla, en síðan fer starfsþjálfun fram á sjúkrahúsum, og lýkur með prófi. Laun sjúkraliða eru samkv. reglum um laun opin- berra starfsmanna. Nemendur í sjúkrahjálp fá 60% af launum sjúkraliða. Umsækjendur skulu hafa lok- ið prófi skyldunámsstigsins og vera ekki yngri en 17 og ekki eldri en 50 ára. Umsóknareyðublöð fást í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur og hjá forstöðukonu Borgarspítalans í Foss- vogi, sem lætur í té frekari upplýsingar, sími 41520. Umsóknir skulu hafa borizt Sjúkrahúsnefnd Reykja- víkur Heilsuverndarstöðinni, fyrir 18. nóvember 1966. Reykjavík 24/10 1966. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR. 4/jbýðub/oð/ð vantar útburðarbörn í: Nýbýlavegshverfi, Kópavogi. Alþýðublaðið Sími 40753. Jéi Finmson br§. j LögíræSiskrlfstofa Sölvhólssata 4 (Samhandshíarií) Síraai’: 23338 og 12343. Kaupum hreinar tuskur. Bó!sturi$jan Freyjugötu 14. ★ STYRKIR OG LÁN. Þingfréttaritari Ríkisútvarpsins var nú í kvöld (17. október) að lesa aðalkafla frumvarps, sem lagt hefur verið fram á Alþingi og hljóðar um námsstyrki, námslán o. fl. Er þetta sjálfsagt nauð- synlegt mál og sjálfsagt að hjálpa þeim námsmönn- um, sem efnilegir eru, reglusamir og eiga erfitt með að halda áfram námi, nema þeim sé veitt aðstoð í einhverri mynd. En það sem mér finnst vanta í frumvarp þetta, það eru strangari skilyrði íyrir lánveitingu eða styrk. Það er nú vitað að ís- lenzka þjóðin hefur undanfarin ár að einhverju leyti lijálpað námsmönnum í einu og öðru formi til að ljúka háskólanámi, en margir þessara útlærðu háskólamanna hafa farið til annarra landa, jafnvel í aðrar heimsálfur og landið okkar lítils eða einskis notið þeirra lærdóms. Fjöldi þessara manna mun nú búsettur erlendis og vafasamt hvort þeir líta nokkurn tíma heim til íslands aftur til að starfa hér. Og hér er einmitt um þó stétt manna að ræða, sem hefur samkvæmt opinberum skýrslum allra næst laun í landinu. En spyrja má: Er það að öllu leyti sanngjarnt að við berum stóran kostnað af útlærðum háskólamönnum, sem setjast í starf vest- ur í Bandaríkjum Norður-Ameríku eða í Svíþjóð, en þetta eru einliverjar ríkustu þjóðir heims? Ég held, að þótt við séum góðhjartaðir, þá sé hér of langt gengið í rausninni. j , ' ★ SKILYRÐI VANTAR. ( Mér finnst að þessum opinberu styrkjum til námsmanna, þurfi að fylgja sú kvöð, að setjist styrkþegi að í erlendu landi til langdvalar, falli allur styrkurinn í gjalddaga og endurgreiðist eftir vissum reglum, sem þar um mætti setja. Þetta á vitanlega ekki við þá, sem fara til starfs erlendis til að fullkomna sig, til þess síðar að geta látið íöðurland sitt njóta ávaxtanna. Þá mætti líjca setja læknanemum það skilyrði, að þeir störfuðu úti í strjálbýlinu tvö þrjú ár eða jafnvel lengur, sem eitt skilyrði fyrir lánum eða styrkjum. Ég veit að hinn afbragðsduglegi menntamála- ráðherra meinar allt gott með flutningi þessa frum- varps, enda liggur margt gott og margt stórverkið eftir hann í aðgerðum við menntastétt landsins og við almenna fræðslu í landinu, eigi að síður held ég að þessi ábending hér að ofan eigi full- kominn rétt á sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.