Alþýðublaðið - 25.10.1966, Síða 16

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Síða 16
Áfengismál eru enn á dagskrá og hljóta að verða það, meðan áfengi er á dagskrá meðal al- mennings. Ábyrgum aðilum kem- ur saman um að grípa verði til einhverra aðgerða til að draga úr drykkjuskap, þótt þeim komi hins vegar ekki alltaf saman um, íiverjar þær aðgerðir eigi að vera. í gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um I reytingar á áfengislögum og eru |>ar tekin upp ýmis nýmæli. Bak eiðan telur þó að frumvarn þetta pangi alltof skammt, og verða nú t ilin upp nokkur ákvæði, sem Itún telur rétt að séu tekin upp í ný áfengislög. 1. Vínveitingahúsum skal ó- heimilt að selja áfengi mönnum á aldrinum 40—45 ára, sem eru komnir með vísi að skalla og/ eða ístru nema á fimmtudögum milli klukkan 19 og 23,30 síð- degis. Þó skal undantekning gerð með menn ó þessum aldri, sem fæddir eru á ■ Austurlandi, enda sanni þeir uppruna sinii með nafnskírteini eða á annan sann- anlegan hátt. Þessi undantekning skal þó einungis ná til vínveit- ingahúsa ó Akureyri. 2. Fólki eldra en 65 ára skal ekki heimill aðgangur að vín- veitingahúsum eftir klukkan 21 að kvöldi, nema í fylgd með ÞINGMANNAVlSUR Einar Olgeirsson Austr fórk of mar, svá’s mitt of far. Tókst ek glaðr á loft. Þat geri ek opt. Því varð fljót mín för, at ek flaug sem ör, unz rak ek tá í Rússíá. Vask fylltr móð. Einn morgin ek stóð við it Rauða torg í Rússlands borg. Sá ek vítt of þat ok ei þagat gat. Kvað ek hilmi lof. Þat vas hvergi um of. börnum sínum og / eða ibarnabörn um. 3. Heimilt skal lögreglustjór- um að banna afgreiðslu á áfeng- issendingum í pósti, enda hafi þær komið til ákvörðunarstaðar : með skipspósti. Áfengissending- I ar í flugpósti skulu hins vegar | skilyrðislaust afhentar þegar í ) stað. 4. Á fimmtudögum skal vín- veitingahúsum óheimilt að selja aðrar áfengistegundir en viskí og koníak, á föstudögum brennivín og sénever og á sunnudögum messuvín. Ráðuneytið getur þó heimilað undanþágur frá þess- um ákvæðum, enda komi gjald fyrir, en þó skulu slíkar undan- þágur ekki leyfðar varðandi messuvín á sunnudögum, nema vínveitingar hafi ekki farið fram í því veitingahúsi, sem um slíkt leyfi sækir, kvöldið fyi’ir þann sunnudag, sem leyfið á að gilda. 5. Vínveitingahúsum skal ó- heimilt að blanda ófengi í aðra gosdrykki en þá, sem löggiltir verða til áfengisblöndunar. Ráðu neytið mun að undangenginni rannsókn gefa út reglugerð um blöndunarhæfni einstakra gos- drykkja tegunda og varða brot ó þeirri reglugerð sektum, sem nánar verður kveðið á um í reglu gerðinni sjálfri. 6. Leigubílstjórum skal óheim- ilt að aka miðaldra mönnum drukknum lieim til sín. Hins vegar er þeim heimilt að aka þeim í hús annarra manna, nema um sé að ræða menn fædda seint í mánuði eða fyrri- hluta dags, og skal mönnum skylt að sanna fæðingarstund sína, ef bílstjórar fara fram á það. Hér hafa aðeins verið nefnd fáein atriði sem sjálfsagt er að lögfesta til að hamla gegn drykkjuskap. Öll þessi ákvæði er liægt að rökstyðja á marg- víslegan hátt, en vegna rúmleys- is verður nánari greinargerð þó að bíða að þessu sinni. Þér hafið á réttu að standa, þetta er fyrsta flokks linsa. Ég sé greinilega, verzlun neðar í götunni þar sem þeir selja alveg eins linsu 250 krónum ódýrari. Samkoma kl. 8 um kvöldið. Jóhann Pálsson talar í síðasta sinn í þetta skipti. Morgunblaðið. I Nú á að selja Hamrafellið úr landi. Væri ekki nær að ein- hver ferðaskrifstofan keypti skipið og gerði það út sem skemmtiferðaskip fyrir íslend- inga. Þar ætti að vera nóg geymslupláss fyrir vökvann. Við erum að koma upp sveit rauðra varðliða í skólannm, os þá mega kennarablækurnar fara að vara sig. Off enn eykst áfcnglssalan. Ekki er að spyrja að rudda- skapnum í þessum karlmönn- um.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.