Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 5
 VEL KVEÐIÐ En upp frá brjósti barns, er laut og þagði, steig bæn um ljós. Og bak við myrkrið mælti guð og sagði: Ver'ði ljós. Og það varð ljós. Gestur Guðfinnsson. Utvarp 7,00 Morgunútvairp. ■ 12,00 Hádegisútvarp. 13,15 Við vinnuna 14.40 Við sem heima sitjum 15,00 Miðdegisútvarp. 16,00 Síðdegisútvarp 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Ingi og Edda leysa vand- ann“ eftir Þóri Guðbergs son, liöfundur les (1). 17,00 Fréttir Framburðarkennsla í dönsku og ensku_ 17.20 Þingfréttir 18,00 Tilkynningar. Tónleikar 18.20 Veðurfregnir. 18,55 Dagskrá kvöldsins og veð urfregnir. 19,00 Fréttir 19,20 Tilkynningar 19.30 Skóld 19. aldar: Guðmund ur Friðjónsson Jóhaimes úr Kötlum les úr kvæðum skáldsins. Óskar Halldórs- son flytur forspjali. 19,50 Lög unga fólksins. 20.30 Útvaa-pssalgan: „Fiskimer.Ji irnir“ eftir Hans Kirk. Ás laug Ámadóttir þýddi, Þor steinn Hannesson les sögu lokin. 21,00 Fréttir og veðurfregnir 21.30 Víðsjá: Þáttur um menn og menntir_ 21,45 Einleikssvíta nr. 1 í G-dúr fyrir selló eftir Bach. 22,00 Staðhæfingar og staðreynd ir. Árni Gunnarsson frétta maður talar um morðið á Kennedy forseta Bandaríkj anna. 22,20 Ballettmúsik eftir Minkus, Drigo og Auber. 22,50 Fréttir í stuttu máli. Á hljóðbergi Björn Th. Björnsson listfræðingur vel ur efnið og kýnnir. 23,45 Dagskrárlok. Flugvélar LOFTLEIÐIR: Vilhjálmur Stefánsson er væntan tegur frá New York kl. 11.00 Heldur áfram til Luxemburgar kl. 12.00 Er væntanlegur til baka frá Luxemburg ki. 02.45. Heldur áfram t.il New York kl. 03.45. Snorri Þorfinnsson fer til Oslóar og Helsingfors kl. 10:15. SkÍD SKIPADEILD S.Í.S. Arnai-fell er í Hamborg. Jökulfell er í Reykjavík. Dísarfell fer í dag frá Shoreham til Stettin. Litlafell er í olíuflutningum á Fáxaflóa. Helgafell fer á morgun frá Vasa til Englands. TTfmrnfell er í Const nza. Stapafell er A Austfjörð Mælifell fór 20 þ.m. frá Növa Scotia til Hollands. Aztek væntanlegt til Austfjarða 26. þ.m. Baker tvíburarnir skemmta í Glaumbæ Tvíburasysturnar Susan og Jennifer sem þekktar eru und ir nafnina „The Baker Twins“ skemmta I veitingahúsinu Glauinbæ næsta hálfa inánuð- inn eða svo. Þær hafa komið fram í mörgum kvikmvndum og sjónvarpsþáttum, þóit þær séu aðeins tvítugar að aldri, því að- þær hófu feril sinn fjögurra 'ára gamlar, þá sem ljósmyndafyrirsætur. Fimmtán ára gamlar léku þær dætur Anthonys Newley í söngleikn- um „Stöðvið Iieiminn". Þær voru með lionum í London í átján mánuði, en fóru þá með honum til New York þar sem þau voru á Broadway í fimmtán mánuði. Síðan voru þær , á London Paliadium í hálft ár. Að því loknu léku þær í kvikmynd- iijni „Every Day is a Holi- day“ sem sýnd var í Tóna- bíói í fyrra og tóku síðan að sér fasta þætti í Brezka sjón- varpinu um nokkurra mánaða skeið. Fyrir ári síðan léku þær í kvikmyndinni „On The Way To The Forum“ sem bráð lega verður frumsýnd í Lon- don, og strax á .eftir í James Bond myndinni Casino Royale þar sem þær voru með Peter Sellers, David Niven og fleiri heimsfrægum leikurum. Þeg- ar þeirri kvikmyndatpku var lokið komu þær fram í ýms- um skemmtiþáttum þar til þær komu til íslands. Héðan fara þær svo til Las Vegas þar sem þær taka að sér skemmti þátt næstu fjóra mánuðina. Sögur af frægu fólki Franz Joseph Austurríkiskanzlari var dag nokkurn á villi- svínaveiðum. Veiðiferðin hafði verið vel umlirbúin og á réttum tíma kom í ijós, að göltur var á skotsvæðinu. Keisarinn skaut strax, en honum tókst aðeins að særa liann. Svínið stóð kyrrt augnablik, en þaut svo ofsalega reitt i átt að keisaranum. — Ástandið var alvarlegt, konungurinn var i lífshættu. Veiðistjór- inn tók snögga ákvörðun, lyjti byssunni, skaut á göltinn, og hann féll til jarhar. — Það varð anaartaks þögn. Veiðistjórinn andaði léttar og beið eftir þakklætisvotti frá konunginum. En Franz Joseph, sem hafði staðið Við hlið hans tilbúinn til að skjóta, lét nú byssuna síga aftur. Svo snéri hann sér að veiðistjóranum og sagði — og lagði þunga áherzlu á hvert orð: — Hver er hér að skemmta sér, þér eða ég ? RIKISSKIP: Hekla fer frá Reykjavík kl. 13,00 í dag austur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyj um kl. 21.00 í kvöld til Reykjavík ur. Blikur er á Norðurlandshöfn um á vesturleið. Baldur fer til Snæfellsness og Breiðafjarðar- hafna á fimmtudag. Kvenfélag Háteigssóknar. Hinn ár legi bazar Kvenfélags Háteigssókn ar verður haldinn mánudaginn 7. nóv. n.k. í „Guttó" eins og venju 'ega og hefst kl. 2 e.h. Félagskon ur og aðrir velunnarar félagsins eru beðnir að koma gjöfum til Láru Böðvarsdóttur Barmahlíð 54 Vilhelmínu Vilhelmsdóttur Stiga hlíð 4, Sólveigar Jónsdóttur Stór holti 17, Maríu Hálfdánardóttur Barmahlíð 36, Línu Gröndal Flóka götu 58, Laufeyjar Guðjónsdóttur Safamýri 34. — Nefndin. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur bazar þriðjudag inn 1. nóv. kl. 2 eh. í Góðtempl arahúsinu uppi. Félagskonur og aðrir vel^nnarpi' FrQtLrkjunnar eru beðnir að koma gjöfum til Bryndísar Þórarinsdóttur Melhaga 3, Kiústjönu Ámadóttur Lauga vegi 39, Lóu Kristjánsdóttur Hjarð arhaga 19. Elínar Þorkeisfdóttur Freyjugötu 46. Konur í kvenfélagi Kópavogs munið skemmtifundinn í tilefni af afmæli félagsins fimmtudaginn 27 október kl. 20,30 i Félagsheim ili Kópavogs uppi. Skemmtiþáttur verður undir stjórn Ágústu Björns dóttur. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. —Stjórnin. ÍÞRÓTTAKENNARAR. Munið fræðslufundinn föstudag 28. okt. og laugardag 29. okt., sem hefst í Hótel Sögu kl. 9. ÍKÍ BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir kvikmyndina í fótspor Zorros. Myndin er gerð á Ítalíu en er með ensku tali og dönskum texta. Aðallilutverk leikur Sean Flynn en hann er sonur hins kunna kvikmyndaleikara Errols Flynn, sem lézt fyrir nokkrum árum. Þetta er ævintýramynd í cinemascope og litum. Myndin er úr kvikmyndinni og eru á henni ítalski leikarinn Folco Lulli og Sean Flynn. > 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.