Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 8
Myndirnar, sem hér birtast eru frá snyrtivörusýningunni er hald- in var í Hótel Sögu á miSviku- dagskvöld. Kynntar voru vörur frá Dorothy Gray og kynnti vörurnar sérfræðingur í snyrtivörum frá fyrirtækinu í London, frú Stevens. Sýningar á snyrtivörum eru ákaf- lega vinsæiar meðal kvenþjóðar- innar og þar gefst konum kostur á að fræðast um notkun ýmissa snyrtivara, en eins og frú Stevens sagði er rétt notkun snyrtivara nauðsynleg til að fá góðan árang- ur. Það er ekki nóg að klessa einhverju framan í sig, heldur verður að velja snyrtivörurnar með gaumgæfni og ekki á það sama við allar húðgerðir, sérstök krem eru fyrr þurra húð, sér stök krem fyrir feita og svo enn önnur fyrir húð,.sem er bæði þurr og feit, en slíkt er líka til. Þá er húðin þurr á kinnum og enni, en feit á höku og í kringum nef og þá eru til sérstök krem til lag- færingar á því. Þessa fræðslu veita snyrtivörusérfræðingarnir. Á snyrtisýningunni í Sögu snyrti frú Stevens tvær konur, aðra unga og hina „líka unga” eins og hún sagði, því að eink- unnarorð . fyrirtækisins eru „Snyrtivörur fyrir ungar konur á öllum aldri.“ Eftir að frú Stevens hafði snyrt frúrnar las Guðbjörg Þorbjarnardóttir upp tvö Ijóð eftir Davíð Stefánsson og síðan kom fram Ómar Ragnarsson og skemmti viðstöddum. Ékki má svo gleyma að telja upp fröken Óm- oru, sem skemmti með söng og mjaðmasveiflum. Að síðustu fengu svo konurnar að skoða snyrtivörur fyrirtækis- ins Dorothy Gray, en þær voru til sýnis á stóru borði í salnum. Frú Stevens og afgreiðslustúlkur Ingólfs-Apóteks ráðlögðu hverri konu um notkun snyrtivaranna. Kynnir á sýningu þessari var Brynja Benediktsdóttir leikkona. Hún þýddi jafnóðum útskýr- ingar frú Stevens við snyrtingr- una, til þess að allir viðstaddir hefðu gagn af því sem fram fór. Og svo eru hérna þrjár regl- ur úr leiðbeiningabók Dorothy Gray: 1) Að hreinsa húðina er nauð- synlegt, ekki er alltaf nóg að nota vatn og sápu. Óhreinindi og n'ake-up nást ekki nema með góðu lireinsunarkremi. 2) Andlitsvatn er mikilvægt að nota á eftir að lireinsunarkrem hefur verið notað. ÞÍið lokar svitaholunum, styrkir andlits- vöðvana og heldur húðinni ferskri. 3) Næringarkrem er nauðsyn- iegt til að húðin haldi/t fersk og ungleg. Konurnar fylgdust ahugasamar með snyrtingunni. Fröken Omara a sviðinu. Ekki var tekið fram, hvaða snyrti- vörur hún notar. g 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.