Alþýðublaðið - 25.10.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Page 6
Hvað skyldi Jósep segja ? Jóhannes úr Kötlum: MANNSSONURINN Heimsl ringla, Reykjavík 1966 64 bls. I ALLA tíð síðan ég las bók- ina fyrst hef ég haft mætur á Eiiífðar smáblómum Jóhannesar úr Kötlum. í veraldarstríðinu miðju leggar hann frá sér lúður spámannsir s, en tekur í staðinn sitt ljóðr<ona langspil ofan af hillu; í staðinn fyrir grafaralvöru fyrri bóka er hér komin blessuð kímni, hlý og græskulaus gaman- semí, þó hún hafi á stöku stað dáiítið kaldranalegan undirtón. Þessir tónar voru að vísu ekki nýir í skáldskap Jóhannesar, sjálfsagt á* kapaðir honum, — en þeir höfðu ekki ómað nema strjált og stopult í bókum hans til þessa, aldrei með jafn-sam- felidum þokka og í þessari í Eilífðar smáblómum voru tvö kvæði um biblíuefni með öðr- um, Maríuvers og í Getsemane; þar var kveðið dálítið gálauslega um hluti sem ekki eru hafðir í sKimpingum að jafnaði: Ástleitni guðsins ofurseld ævintýrið það sama kveld syrgði hin sæla meyja: Almáttugur) Ég held . . .ég held — hvað skyldi Jósep segja? \ Nú kemur upp úr kafinu að þessi kvæði heyra til heilum flokki sem Jóhannes úr Kötlum hefur ort út af biblíusögunum sínum og hafa þau nú verið gefin út í bók, þrjátíu ára gömul og þaðan af eldri. í Mannssyninum eru fimmtán kvæði, öll nema inn- gangssálmur um alkunnug efni úr guðspjöllunum. En eftirsjá er a6 því að í þessari útgáfu skuli vera sleppt kvæðunum góðu úr Eilífð- ar smáblóm sem hefðu sómt sér mætavel með sínum félögum í flokknum; þar eru engin kvæði betur gerð en sum til muna lak- ar. En vegna þess að þeim er sleppt er flokkurinn ekki heill þrátt fyrir þessa útgáfu. Jóhannes úr Kötlum kveður kviðlinga sína um mannssoninn kveðna „á kreppuárunum sælu, þegar flestar hugmyndir manna um jarðneska tilveru lentu í deiglunni, þar á meðal hin há- tíðlegu trúarviðhorf uppvaxtar- áranna.” Þín háleita skynjun heillar mig — en hvar á ég þá að standa í dag til að þóknast þér? Þinn dýrðlegi óður varð ekki mín endurlausn — því er nú ver, f segir í upphafskvæði flokksins, Sálmi heiðingjans, skáldsins sem týnt hefur trú sinni. Barnatrúin er sem sé undir- staðan undir kvæðunum; trúlaus maður frá æsku mundi varla yrkja með þessum hætti. En skáld- ið er engan veginn að gera „upp- reisn” gegn trúarbrögðum æsku sinnar né ber hann við að „guð- - 'nirfir**** AD RÍÐA GRÁU Heiðrekur Guðmundsson: MANNHEIMAR Kvæði Bókaútgáfan Sindur, Akureyri 1966. 96 bls. SKÁLDSKAPUR Heiðreks Guðmunds'onar, en Mannheimar er fjórða kvæðabók hans auðkenn ist fyrst og fremst af sléttri og felldri hagmælsku, hefðbundinni kveðandi. í fyrri bókum sínum tókst honum stundum að hafa sig upp í töluverða mælsku, en hefur nú lagt það að mestu niður; og er engln eftirsjá að henni út af fyrir sig. En í Mannheimum fær ádeila hans mestan hljóm í hringhend- um Rökkurrímu: Titt er slcálað, tíma sóað. Trú er stál og rökin blý. Þjóðarsálin sefur þó að syrti í ál og hrannist ský. • ! j Margir bera í brjósti ótta, )arma sér og girnast fé. ! 3jóðin er á flakki og flótta ’rá því her á landið sté. Stjórnin rann frá stórum orðum. iterkum granna lúta í smán : liðjar manna’ er flúðu forðum : relsisbann og konungs rán. )■ l /aldsmenn gleyma eðli okkar í ér þá dveymir vopn og her. *%*.**■ *"- ■ : r;:3 _____ , _ 35? Vestur1 í heimi vígabokkar vefja þeim um fingur sér. Gullið lokkar, sæmdin síður. Senn er okkar brostin von. Geyst í flokki gráu ríður gissur nokkur þorvaldsson. Öðrum ádeilukvæðum Heiðreks Guðmundssonar í þessari bók auðnast ekki sami þungi, sami broddur og þessu; skoðanir þeirra eru að jafnaði kunnuglegar en höfundi lánast ekki að orða þær svo að veki athygli upp á nýtt. Mörg fyrri kvæði hans voru frá- sögur, framsettar með mælsku og andhita sem alténd gaf kvæðun- um svip; frá því lagi hefur hann nú horfið að mestu, stefnir sýni- lega að yfirbragðsminni, inni- legri framsetningu, en án þess sú viðleitni takist að neinu gagni í þessum kvæðum. Ádeilukvæðin eru einkum í öðrum kafla bókarinnar, en 1 þeim fyrsta kvæði af ýmsum efn- um og er sá hluti hennar að lík- indum lakastur. í þriðja kafla eru hins vegar nokkur kvæði þar sem ,,raunsæisaðgerð“ Heiðreks vekur eftirtekt, flest þeirra náttúrulýs- ingar, að líkindum sprottnar af bernskuminningum skáldsins. Þessi kvæði segja enga sögu, stað- næmast við eina lýsingu; þau orka einatt æins og brot, hvort öðru tengd innbyrðis: • Fellur dögg í dúnalogni, dignar slægja og hrífa þyngist. Mosinn dúar milli flekkja, mýrin andar hvítri gufu. Blár og myrkur hálfur himinn. Hörkufrost og kul af jöklum. Roði yfir austurbrúnum. ísalög á mýri og tjörnum. Bognar sperrur, biti þversum, brunninn nær til hálfs í miðju. Skuggi manns við lampaljósið langur, dökkur á mig fellur. Framhald á 14. síffu. lasta”; hann rifjar bara upp helgisögur æskunnar sem hann sér nú manlegri, hlýlegri skop- sýn, hið hálelta orðið hversdags- legt; óhjákvæmilega fá þær I minningunni keim af þeim tíma, því umhverfi þar sem þær voru teknar í alvöru: Helzt vll ég mega horfa á þig í hógværu koluljósi við baul frá blessuðum kúm, því fyrst fann ég líf þitt leika um mig í litlu hrörlegu fjósi innan um skran og skúm, segir enn í Sálmi heiðingjans. En skopfærsla efnisins er afar- vægileg, og gamansemin ristir raunar ekki djúpt alls staðar. Sums staðar staðnæmist hún við dálítið kúnstugt rim („óþefs/ Jósefs”, „galílei/spéi”) og sums staðar er alls ekkert gaman borið við svo sem í kvæðunum um Mariu Magdalenu eða Maríu móð- ur Jósefs eftir krossfestinguna. Það síðastnefnda er raunar „al- vörukvæði“ í hinum skrúðmála stíl sem Jóhannesi úr Kötlum var löngum tamur; Nardus er eigin- lega ófullgerð sonnett^ sem skáld- ið hefur ekki ort til enda. Þannig er margt í þessari bók stílæfing- ar, leikur með form og efni í meiri eða minni hálfkæringi. Bezt þykir mér þau sem tekst hóf- leg staðfærsla efnisins, alvaran þokast fjær, helgisagan snýst til fulls upp í gamansögu. Svona er til að mynda lýst fæðingu frels- arans: En Jósef á hnyðju við hurðina sat með hismi í skegginu og nótt- inni kveið: hann langaði í hlýju, hann langaði í mat og lúinn og syfjaður átekta beið. i Loks hreif hann úr dvalanum voðalegt vein — hin viðkvæma ástmær í stoð ema sparn. Og beint inn um túðuna tungls- ljósið skein og tunglsljósið skein nú á dá- lítið barn,- Er það ekki fjárhústúðan, þetta heimamannlega orð, sem full- komnar þessa óhátíðlegu mynd? Skemmtilegt er líka kvæðið um atvinnubyltingu þá, sem varð við Genesaret-vatn, þegar frelsarinn barst þangað og leysti fiskikarla undan sínu leiðinlega netaslarki við þorsk og ýsu: Var sem óvænt elding þyti inn í brjóstin þreytt og særð, fyrri lögmál lífsins bryti, lyfti af bátnuin dauðans værð. Eins og skot þeir lögðu að landi, lentu í gulum fjörusandi — það var hlaupinn í þá andi. Upp frá því var aldrei næði. Andrés góndi, Símon blés, Jakob rak í óðs manns æði olnbogann í Jóhannes, er þeir sáu englasveiminn eins og fugla þjóta um geiminn. — Fóru svo að frelsa heimina. Fjörusandurinn guli er sjálf- sagt upprunninn á biblíumyndum og fleira er af því tagi í nátt- úrulýsingu kvæðanna; þessi and- varalausi samruni helgimyndar og heimasveitar er einn fóturinn fyrir þokka þeirra. En því miður er þeim ekki fylgt verulega eftir, sjálf gamansemin tæpast tekin í nægilegri alvöru. Því verður þessi flokkur að sönnu ekki nema smá- munir — en -skemmtilegir, geð- felldir smásmunir. En úr því farið er aö tala um Jóhannes úr Kötlum, get ég nú ekki stillt mig um að lýsa um leið aðdáun minni á útvarpsþætti hans um skáld 19du aldar sem fluttur hefur verið öðru hverju í sumar og haust, síðast um Ein- ar Benediktsson. Kvæðin voru jafnan valin með vönduðum smekk, og Jóhannes les meistara- lega svo að hvert orð lifnar eigin lifi á vörum hans; hann tranar aldrei sjálfum sér milli lilustand- ans og kvæðanna. En það er skilningur sem hverjum leikara virðist ofvaxinn að í upplestri er það orð skáldsins sem skiptir máli, ekki meint „tilfinning” lesarans. Þar fyrir leggur góður lesari sinn eigin skilning í kvæðin, gæðir þau lífi og hita af sjálfum sér, og sú list auðnaðist Jóhannesi úr Kötl- um með fágætum hætti þau skipti sem ég lieyrði upplestur hans. Hitt var skaði, að hann skyldi ekki spjalla sjálfur um skáldin á und- an upplestrinum. Þetta er ekki sagt þeim góðu mönnum til lasts sem inngangsorð fluttu, en það kynni að hafa reynzt forvitnilegt um Jóhannes sjálfan að heyra viðhorf hans við skáldunum sem hann las. Ef til vill ekki miður forvitnilegt en flokkur hans um Mannssoninn, en kviðlingar þeir eru gefnir út „vegna þeirra sem enn kynnu að luma á einhverri forvitni um ljóðferil minn,” segir skáldið í formála bókarinnar. Mannssonurinn er nosturslega og fallega gefin út, gerð að for- sögn Hafsteins Guðmundsson- ar. — Ó.J. 6 25. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.