Alþýðublaðið - 02.11.1966, Page 7
Gunníaugur Ó. Guömundsson:
Alþýðuflokksfélagið
á ísafirði 40 ára
Þrið.iudaginn 2. nóvember 1926
mættu þrettán manns, karlar og
konur, í Bæjarþinghúsinu, til að
ræða um stofnun jafnaðarmanna-
félags á ísafirði. Ingólfur Jóns-
son var fundarstjóri og skýrði frá
tilgangi fundarboðsins. Aðrir sem
til máls tóku á þessum fyrsta
fundi, voru: Finnur Jónsson,
Stefán Stefánsson og Jón M.
Pétursson. Gengið var frá lögum
fyrir félagið og því gefið nafn-
ið Jafnaðarmannafélag ísafjarð-
ar. Fyrstu stjórn skipuðu: Ingólf-
ur Jónsson, formaður, Eyjólfur
Arnason, ritari, Finnur Jónsson,
gjaldkeri, Jón M. Pétursson, vara-
formaður, Sigurður Guðjónsson,
varaí-ltári, Magnús Jónsson, vara-
gjaldkeri. Endurskoðendur voru
kjörnir Stcfán Stefánsson og
Halldór Ólafsson frá Gjögri, og
Halldór var fundarritari á þess-
um fyrsta fundi.
Á fyrstu árunum kom út skrif-
að blað innan félagsins, er hét
„Lenin”, en hvar það blað er nú
niðurkomið er ókunnugt.
Aðalumræðuefni á fundum fé-
lagsins hafa verið verkalýðsmál,
og mál, sem eru tengd verkalýðs-
hreyfingunni, eins og húsnæðis-
mál, öflun atvinnutækja til bæj-
arins, stofnun sjúkrasamlags,
skólamál og alþýðufræðsla svo
eitthvað sé nefnt. Auk þess voru
rædd skipulagsmál félagsins og
flokksins svo og að sjálfsögðu
bæjar- og þjóð-mál.
í byrjun árs 1930 eru félagar
30 talsins, 26 karlar og 4 konur,
en á fundum voru auk félags-
manna alltaf gestir. Um haustið
ganga í félagið 37 félagar og í
ársbyrjun 1931 ganga 26 í félagið
og félagatalan þá komin yfir 100
manns.
Á aðalfundi 1931 ber Vilmund-
ur Jónsson fram tillögu, sem er
samþykkt með 42 atkvæðum gegn
20 undir dagskrárliðnum: „Af-
staða félagsins til Alþýðuflokks-
ins”. Finnur Jónsson hafði liaft
' framsögu um málið, tillagan fel-
ur í sér að þeir félagar, sem hafa
gengið í anrian stjórnmálaflokk
hérlendis eða erlendis, þar á með-
al í Kommúnistaflokk íslands,
geta ekki talizt félagar í Jafnað-
armannafélagi ísafjarðar, og er
öllum félögum gert skylt að und-
irrita með drengskaparheiti, iög
og stefnuskrá Alþýðuflokksins,
ef þeir ætli að vera áfram félag-
ar. Á fundinum undirrita 46 fé-
lagar hina nýju skuldbindingu.
Eftir þessa samþykkt er þeirra
manna ekki frekar getið, sem á-
netjuðust kommúnistaflokknum.
Árið 1934 er nafni félagsins
breytt í Félag Alþýðuflokksins á
ísafirði, og aftur 1948 í Alþýðu-
flokksfélag ísafjarðar.
Formenn í féiaginu hafa verið:
Ingólfur Jónsson 1926 — 1930
Halldór Ólafsson 1930—1931
Sig. Guðm. 1931—1933
Guðm. G. Hagalín 1933—1934
Grímur Kristg. 1934—1935
Guðm. Kristj. 1935-1937
og aftur 1937 — 1938
Finnur Jónsson 1938 — 1940
Hannibal Vald. 1940 — 1944
Sverrir Guðm. 1944—1947
Jón Guðjónsson 1947 — 1949
og aftur 1949—1950
Birgir Finnsson 1950 — 1952
Björgvin Sighv. 1952 — 1960
Finnur Finnsson 1960 — 1961
^Gunnl. Ó. Guðm. síðan 1961
Stjórn félagsins skipa nú :
Gunnl. Ó. Guðmundsson, form.
Páll Sigurðsson, varaform.
Óli J. Sigm. ritari,
Þórður Einarsson, gjaldkeri,
Níels Guðmundss. meðstj.
í varastjórn eru :
Guðm. Guðmundsson,
Kristm. Bjarnason — og
Jens Markússon.
Núverandi stjórn Alþyðuflokksfélagsins á ísafiröi. Sitjandi frá v_: Óli
J. Sigmundsson ritari, Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, formaður, Þórð
ur Einarsson, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Niels Guðmundsson,
meðstjórnandi, Páll Sigurðsson, varaformaður, og Guðmundur Guð-
mundsson, í varastjórn.
Endurskoðendur : . i ísafirði Kvenfélag Alþýðuflokks-
Björgvin Sighvatsson — og \ ins, og fluttust þá þær konur er
Jón Guðjónsson —og til vara: ' voru i Alþýðuflokksfélaginu í þaS
Snorri Hermannsson. I félag, átti Kvenfélagið 20 ára af-
24. febrúar 1946 var stofnað á i Framhald á bls. 10.
■■
Næsti dráttur í Happdrætti Alþýðubiaðsins verður 23. des-
emher. Þá eru hvorki meira né minna en þjár bifreiðir í boði,
hver annarri giæsiiegri: Hslmann Imp. Vauxhall Viva og volks
wagen. Miðinn kostar aðeins £00 kr. og er hér því um ein-
stætt tækifæri atS ræða. Skrifstofan er að Hverfisgötu 4 og
síminn er 22710.
Látið ekki HAB úr hendi sleppa
■
2. nóvember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ T
F