Alþýðublaðið - 02.11.1966, Page 10

Alþýðublaðið - 02.11.1966, Page 10
noVVuS £ rfáru,n6v" ;óg-or8í á \eW- ?; A» «?* ;nVaía V vltril'«'f t,reg8a fréttaVíirU'' Bækur Framhald úr opnu. önnur hús að venda nema þeir haldi kyrru fyrir einhvers staðar. Þá bjóðast tækifærin til góðra kynna oftar en margan kann að igruna. Það er fjarri mér að kasta steinum á þá hermenn er til slíkra kvenna leita, sem ég gat um, né á þær, og þeir sem það ástunda vita ekki hvað þeir gera sem stafar aftur af .því að skilninginn skortir á því hvað liggur til grund- vallar fyrir þvi hvað örlög manna geta verið raunaleg stundum, enda mun það svo að þeir sem slíku lífi lifa fá oft að kenna á alvarlegum afleiðingum lífernis síns. Dómur lífsins sjálfs er þeim nógu strangur. Ég treysti mér hvorki til að áfellast eða dæma, en heilbrigð skynsemi segir mér að óráðlegt sé að fara út fyrir þau mörk, sem að framan var vik- ið að, og ég tel þær samvistir einar, hvort sem þær eru skamm- ar eða langar, eiga rétt á sér sem byggjast á gagnkvæmri ást.” Bókin er lítt vönduð að frá- gangi, prentvillur yfrið margar og málvillur ber fyrir. Skringi- legt er til dæmis að orðið „hlið- stæður” er þrásinnis notað í merkingunni „hliðhollur,” „hag- stæður” eða þvílíkt. Rökkur nefndist timarit sem Axel Thorsteinsson gaf út um langt skeið, fyrst í Kanada en síðan hér heima. Fyrsti árgang- urinn hefur nú verið gefinn út á ný, en sumt fellt niður úr hon- um og sumu að líkindum vikið við. Hér eru þrjár frumsamdar smásögur, tvær þýddar og nokk- ur frumort kvæði, nokkrar grein- ar. Markverðast af þessu efni virðist erindið Silfurhærur vegna lýsingar' sinnar á hversdagslífi Steingríms skálds, föður höfund- arins, en hans eigin skáldskapur vekur ekki áhuga. Virðist að öllu samanlögðu mjög viðunandi dóm- ur Trygga Olesons um ritið í Sögu Vestur fslendinga, sem höf- undur getur í eftirmála: fremur var það fátæklegt. En Rökkur er betur úr garði gert en smásagna- bókin. — Ó.J. KastSjós Framhald úr opnu. áætlana stjórna landanna um þjóð féiagslegar umbætur. Beztu dæmin um þessar um bætur eru CHILE, MEXICO og URUGUAY. Þar fá byltingaráætl anir castróista engan hljómgrunn vegna þjóðfélagsumbóta ríkis stjórnanna. .*. En það eru einmitt möguleik arnir á því að leysa vandamálin án blóðsúthellinga, sem komið hef ur annars konar sundrungu af stað í röðum kommúnista. Hinir virku skæruliðar eru oft á önd verðum meiði við Iiina eiginlegu kommúnistaflokka. Þeir eru að langmestu leyti ungir menntamenn sem fyllzt hafa hrifningu á bylt ingu Castros, og kommúnistaflokk arnir orka á þá sem „öldunga flokkar”, þar sem þeir gera sig ánægða með að fylgja Moskvulín unni um friðsamlega sambúð. Kommú^staflokka|r Rómönsku Ameríku eru þannig ekki einvörð ungu klofnir í Peking- og Moskvu sinna heldur einnig ’í byltingar sinna og hægfara eastrosinna og „rétttrúáoa kommúni,ista“. Þetta ’hefur gert það að verkum, að „rauða hættan“ hefur dvínað og heldur áfram að dvína svo fremi að kommúnistar neyðist ekki til að snúa bökum saman þar sem hóp ar þeir, sem samvinnufúsir eru, verða útilokaðir frá stjórnmálalíf inu. — (Aktuelt). Athugasemd Framhald af 6. síðu. ir til að lýsa afstöðu sinni til bráðabirgðalaganna í sama tölu- blaði Morgunblaðsins. Það er athyglisvert að veit- ingamennirnir tveir eru hæst- ánægðir með bráðabirgðalögin og lausir við þann ótta, sem virðist þjaka ráðherrann, að gerðardóm- ur í deilunni kunni að verða veit- ingamönnum óhagstæður. — Það hvarflar að -okkur að það hafi í raun og veru verið veitingamenn, sem báðu um bráðabirgðalögin á sínum tíma og ráöherrann hafi nánast gerzt erindreki þeirra í málinu. í annarri forystugrein Morg- unblaðsins hinn 27 f. m. er svo enn fjallað um þetta mál og lýst þeirra skoðun höfundar, að bráðabirgðalögin muni hljóta samþykki Alþingis og sé það hverj um þeim þingmanni er greiðir því [ atkvæði, til sóma. Við gerum okkur ljóst, að þessi er skoðun Eyjólfs Konráðs Jónsson ar ritstjóra og hluthafa í Nausti hf., en berum hins vegar það traust til þeirra þingmanna í Sjálfstæðisflokknum, sem eih- hvern skilning hafa á málefnum launþega, að þeir felli frumvarp- ið um staðfestingu bráðabirgða- lagarma. Virðingarfyllst. F.h. Félags framreiðslumanna. Jún Maríasson, form. Samhijóða bréf hefur í dag verið sent öðrum dagblöðum borgarinnar. 40 ára Framhald af 7. síffu. mæli í fébrúar sl. verður þessara afmæla minnzt síðar í vetur á verðu'gan hátt. Er Héðinn Valdimarsson klauf sig út úr flokknum, hafði það engin áhrif á flokksfólk hér á ísafirði, en Hannibal Valdimais- son hjó skarð í raðir okkar, er hann tók þá ömurlegu ákvörðun að hefja samvinnu við kommún- ista. En nú er flokkurinn á ísafirði aftur að rétta sig úr kútnum, þcir sem fylgdu Hannibal í fyrstu, eru að koma aftur, og ungu kjósend- urnir í bænum fylgja Alþýðu- flokknum; þetta sanna síðustu bæjarstjórnarkosningar, þar sem flokkurinn hlaut meira fylgi en andstæðingarnir spáðu fyrir kosn- ingar, en listi flokksins var skip- aður ungum og dugmiklum mönn- um, sem vænta má mikils af í framtíðinni, svo það er bjart yfir félaginu á þessum tímamótum, og við horfum sigurreifir til þing- kosninganna að sumri. Að þessu sinni verður ekki frekar rakin saga Alþýðuflokksins á ísafirði, en saga félagsins er nátengd, öllu lífi og starfi ísfirð- inga frá stofnun félagsins vegna mikils og góðs starfs Alþýðu- flokksmanna í bæjarstjórn, á Al- þingi og í verkalýðshreyfingunni. Gunnlaugur Guðmundsson. 10 2. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.