Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 8
Bifreiðar með rafmagns- vél innan tíu ára? Gamall rafmagnsknúinn vagn, sem sóttur hefur verið frá forn- minjasafni. Þær fréttir hafa borizt frá Ford-bílasmiðjunum í Dear- born í Bandaríkjunum, að unn- ið sé að gerð nýrrar kröftugrar rafhlöðu, sem muni í framtíð- inni knýja áfram fyrstu bifreið arnar með rafmagnsvél. Segir í tilkynningunni, að fyrstu bif reiðarnar með þannig rafhlöðu muni komast í gagnið innan tíu ára. Rafgeymirinn saman- stendur af þrem efnum: Kera- misku efni, natrísku efni og brennisteini; efni sem auðvelt og ódýrt er að framleiða. Hins vegar er ekki getið um hversu hratt þessir rafmagnsbílar muni komast, né heldur hve langt þeir geta ekið, áður en fylla þarf rafhlöðurnar að nýju. Jafnframt rafhlöðunni verð- ur einnig framleiddur raf- magnsmótor, og er áætlað, að hann verði mjög auðveldur í meðförum. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma, er gert ráð fyrir að fyrsti eiginlegi raf- magnsbíllinn verði reyndur að vori komandi. Mun hann rúma tvo fullorðna og tvö börn. Mikill áhugi hefur verið sýndur á þessari hugmynd Ford-smiðjunnar og ætla aðr- ar bílasmiðjur að fylgja þessu fordæmi. Breytingarnar, sem verða við tilkomu rafmagns- knúðu bifreiðanna eru áber- andi: Lítið rúm, mikill drif- kraftur, enginn útblástur, auk engrar gírskiptingar. í rauninni er rafmagnsbif- reiðin gömul uppfinning. Fyrsta rafmagnsknúða bifreið in ók hljóðlega gegnum fá- mennar umferðaræðarnar rétt fyrir siðustu aldamót. Það var þó einn meiriháttar ókostur við hana. Hún komst nefnilega ekki nema stuttan vegarspotta, áður en íylla þurfti rafhlöð- urnar að nýju. Meðal fyrstu rafmagnsbifreiðanna var hinn enski Brougham, hinn banda- ríski Pope Waverley og eftir aldamótin komu svo örfáar raf magnsknúðar bifreiðir af Stude baker gerð. Hvað sem líður öllu kostum og löstum rafmagnsbifreiðar- innar, mun tilkoma þeirra ef- laust leysa hið alvarlega vanda- mál með útblásturinn frá bif- reiðunum í dag, sem nú þegar er talið mjög skaðvænlegt. Franski Jeontaud-rafmagnsbíllinn, sem árið 1899 komst upp í 105 km. hraða á klst. og setti þar með nýtt hraðamet. WAm&R BL&ÐByHBAH- FÚLK I EFTIRTALIN BWEItFIs MIÐBÆ, I. OG II. HVEBFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSIIOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN IIRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SELTJARNARNES, I SÍMI 14900. g 8. nóvember 1966 - AI.ÞÝÐUELAÐIÐ KASTLJÓS Gullsmygl h tekjulind Lai Uppreisn sú, sem hermenn gerðu í Laos nýlega en kæfð var í fæðingunni hefur aftur beint athygli manna að þessu fátæka grannlandi Vietnam. Efnahagskerfi landsins er senni lega eitt hið furðulegasta sem um igetur í heiminum. Þrír homstein ar þess eru kommúnistar, ópíum qjt rr ^lcmvel. Efnahagsaðstoff' sína fær Laos frá Kommúnistaríkjum, og nemur hún um 500 milljónum dollara á ári, en beinar tekjur ríkisins nema aðeins 10 milijónum dollara á ári. Ómögulegt er um það að segja thve tekjur ríkisins af ópíum er miklar, því að ópíumrækt og sala á ópíum eru ólögleg. Ópíumrækt heldur áfram engu að síður, en stjórnin getur nú ekki skattlagt hana. ★ STANDA FRAMAR MACAO Aftur á móti eru til alláreiðan- legar tölur um gullsmygiið, sem orðið er -helzta tekjulind stjórnar innar innanlands. Innflutnings- tollarnir, sem eru 6,5% af verð mæti gullsins, eru nú um 40% allra tolla tekna stjórnarinnar og um það bil fjórðungur allra tekna ríkisins, ef aðstoð erlendra ríkja er undanskilin. Rúmlega ein lest gullstanga er nú flutt flugleiðis til ihöfuðborgar Laos, Vientiane í viku hverri, og siðan skýtur gullinu upp í grann- löndunum, þar sem innflutnings- hömlur eru s'jrangari og hærra verð á gulli. Stríðið í Vietnam og verðbólgan sem af því leiðir, hafa orðið gull- smyglurum frá Laos hrein „gull- náma“. Það -er síðan Vietnamstríð ið brauzt út að gullsmygl hefur orðið verulega umfangsmikið í Laos, og hefur smyglið náð há- marki á þessu ári. Að sögn „Far Eastern Economic Review“ er La- os nú helzta viðskipt-aþjóðin með gull í fjarlægari Austurlöndum, og fór fram úr portúgölsku nýlend- unni Macao við suðurströnd Kína á þessu sviði á fyrra helmingi þessa árs, en Macao er ein helzta miðstöð smyglara í heiminum. Fyrrihluta þessa árs fluttu Laos- menn ijin gull að verðmæti 32 milljónir dollara -en til Macao var flutt gull að verðmætum 29 mill- jónir dollara á sama tíma. Flóttamenn á Krukkusléttu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.