Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 9
lelzta Dsbúa ★ EINFÖLD VIÐSKIPTI Kílóið að gullinu kostar nú 1250 dollara með 6,5% tollum í Vietnam. Hver sem er hefur rétt til að flytja inn eins mikið af gulli og 'hann vill. Pantanir eru sendar til franska Indó-Kína bankans í Vietnam, sem venjulega getur ábyrgzt, að gullið sé sent innan 72 klukkustunda frá Sviss eða London. Gullið er flutt flugleiðis til Wattaryaflugvallar í grennd við Vietnam, og þar tekur fulltrúi Banque de Tlndochine á móti því. Gullkassarnir eru bornir frá flug vélunum á undan öllum öðrum farmi og komið fyrir í bifreið Frakkans. Síðan ekur hann 50 metra að tollstöðinni, 'þar sem viðskiptamenn hans bíða hans. Tollvörðurinn opnar kassana, og gullstöngunum er dreift meðal viðskiptavinanna, sem bera þá síðan heim til sín í skjalatöskum, körfum eða öðru sem þeir hafa handbært. Þessi viðskipti eru því mjög einföld. ★ MEGNIÐ TIL SAIGON Frá þeirri stundu sem yfirvöld Kortið sýnir Laos. Laos hafa innheimt innflutnings tollana, hverfur áhugi þeirra á því, hvað af gullinu verður. Nokkrum hluta gullsins er smyglað í sömu mynd og það bárst til landsins, það er í stöng- um, sem vega eitt kíló. En tals- vert magn er brætt og úr því bún ar til hálsfestar eða armbönd. Þeir, sem þetta gera, eru vietnam skir gullsmiðir, en við tvær lielztu götur Vientiane úir og grúir af gullsmíðavinrfustofum. Þaðan eru svo munirnir fluttir úr landi af farþegum flugvéla, venju lega til Saigon. Allt þar til fyrir nokkrum mán uðum var fyllilega löglegt að flytja allt að hálfu kilói af skart- gripum til Suður-Vietnam. Við- skiptin voru svo ábatasöm, að kaupmenn í Vietnam réðu til sín fólk buðu því í skemmtiferð til Saigon, borguðu farmiðana, gáfu því peninga til að skemmta sér fyrir og högnuðust þó gífurlega af gulli því, sem þessir „skemmti ferðamenn“. hötfðu með sór og seldu í Saigon. í maí sl. herti suður-vietnamska stjórnin á ákvæðum um innflutn ing gullmuna. En þetta leiddi til þéss ,að gull hækkaði igífurlega í verði á svörtum markaði í Sai gon, og afleiðingin varð sú, að þótt laótískum gullsmyglurum væri gert erfiðara fyrir en áður að flytja gull til landsins. Þá högn uðust þeir miklum mun meira en áðqr á smyglinu. Og þegar stjórn in í Thailandi setti í sumar strang ar hömlur á gullviðskipti opnaðist nýr og arðvænlegur markaður fyr ir Laosbúa. SÝNING Á MOKKA Nýlega hefur verið opnuð sýn- ing i Mokka á verkum ungs aust urrísks listamanns, Erieh Skrleta og mun Jiún standa yfir í tvær vikur. Samanstendur sýning þessi af 6 svartlistarmyndum, 4 mál verkum og 6 teikningum. Eru öll þéssi verk til sölu og er verð þeirra frá 1000 kr. upp í 5000 kr. Erich Skrleta er aðeins 23 ára gamall og hefur gengið í mynd listarskóla í Vínarborg, en áhugi almennings á myndlist í Austur ríki er talsverður, einkum er mod ernisisrmnn vinsæll þar. Skrleta hefur haldið sýningar í Kaup- mannahöfn og Þýzkalandi, auk heimalandsins. Hingað til lands kom hann vegna áhuga á landi og þ.ióð, en hann hefur dvalizt hér í sumar. Er ætlun hans með dvöl sinni á íslandi m.a. sú að skiúfa um hérlenda málara fyrir landa sína, sem annars vita lítið um ísland óg menningu þess. Teppichboden nútíma GÓLFTEPPI úr perlon og ull. hefur mikið slitþol, er hljóðeinangrandi og mölvarið hefur fallega áferð í 13 hlýjum litum. er á mjög hagstæðu verði, aðeins kr. 370.00 pr. ferm. Málarinn Sími 22866. Sjónvarpsloftnet! Sjónvarpsloftnet fyrir Reykjavík. Verð kr.: 410.oo. HLJÓMUR Skipholti 9, — Sími 10278. Húsbyggjendur Eigum á lager viðarklæðningu í loft og á veggi. Sólbekkir — innihurðir. Sýnum viðarþiljur í glugga verzlunar okk- ar á Hverfisgötu 108. Valviður sf. Hverfisgötu 108. — Sími 23318. Dugguvogi 15. — Sími 30260. VerkakvennafélagiS Framsékn heldur sinn vinsæla bazar miðvikudaginn 9. nóvember kl. 2 e. h. í Góðtemplarahúsinu. Komið og gerið góð kaup. BAZARNEFNDIN. Sjúkraþjáifari óskast Staða sjúkraþjálfara við Landspítalann er laus. til umsóknar frá 1. janúar 1967. Laun sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 1. des. nk. Reykjavík, 7. nóvember 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. 8. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.