Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.11.1966, Blaðsíða 14
Olíufélögin Framhald af 7. síSul af sölu ofangreindra þriggja vörutegunda á tímabilinu frá 1. janúar 1957 til miðs árs 1965. Yfirlit þetta bar með sér að á tímabilinu hafði piíuverzlun ís- lands h.f. orðið að greiða með- þessum viðskiptum 2 milljónir króna, þ.e. að þessarar fjárhæð- ar liafði orðið að afla af öðrum viðskiptum fyrirtækisins tii þess að standa undir sölu á þessum þrem vörutegundum, sem verð- lagðar voru af verölagsyíirvöld- um. Slík framkvæmd verðlagseftir- lits er að sjálfsögðu mjög nei- kvæð. Þótt hlutverRr verðlagseft- irlits hljóti í sjálfu sér að vera það að gæta hagsmuna neytend- anna, þá ber þeim einnig að hafa 4 huga að hagsmunum neytend- anna verður því aðeins fullnægt, að þeim fyrirtækjum, sem falið er að sjá neytendunum fyrir vöru þörfum sinum, sé ekki íþyngt á þann hátt að þau verði óhæf til að gegna hlutverki sínu. Verð iagsýfirvöidum ber því, með þessi sjónarmið í huga, að ákveða verð lag sitt þannig að eðlileg fjár- magnsmyndun eigi sér stað hjá fyrirtækjunum til að mæta auk- inni vörusölu og eðlilegum fram- kv'æmdum. Á þetta hefur mikið brostið að því er varðar starf- semi olíufélaganna á undanförn- um árum. Framkvæmd verðlagseftirlits: Gott dæmi um erfiðleika á framkvæmd verðlagseftirlits er eftirfarandi dæmi: Strax eftir að verðlagseftirlit á olíu var komið á 1938 hófst hið venjulega stríð milli verð- lags.vfirva)da og olíufélaganna þar sem verðlagseftirlitið tók upp þanij hátt fyrstu árin að lækka tillögur olíufélaganna um verð utn 3—4 aura pr. lítra. í byrj- un ársins 1942 var skipt um verð íags|tjóra og hinn nýi verðlags- stjóri samþykkti tillögur olíufé- laganna um verð, með þeim af- leiðingum að á því ári varð út- söluverð ákveðið þeim mun hærra lieldur en áður hafð'i tíðk- azt. Þessi verðákvörðun leiddi til þess að á því ári komu olíufé- lögin út með allmiklum hagnaði, að rhig minnir kom Olíuverzlun íslands h.f. út með um eina og hálfa milljón í nettóhagnað, og eftir að félögin liöfðu talið fram til skatts risu upp umræður á Alþingj um hinn gegndariausa hagnað, sem o.liufélögin hefðu. Leiddu þessar umræður til þess að Alþingi fyrirskipaði rannsókn á starfsemi olíufélaganna, sem þó höfðu selt á þeim verðum, sem ákveðin höfðu verið af verðlags- yfirvöldum. Öll sanngirni sýnist hins vegar hafa mælt með því, að rannsókn þessi beindist fyrst og fremst að ákvörðun verðlags- yfirvaldanna sjálfra. Mál þetta var fellt niður að rannsókn lok- inni. Álagningarreglur á olíur nú: Þótt starfsaðferðir verðlagseft- iditsins væru á fyrstu árum nokkuð handahófskenndar, svo <em fakið er hér að ofan, hafa fullkomnari vinnubrögð verið tekin upp á síðari árum. Fyrir frumkvæði olíufélaganna var löggiltri endurskoðunarskrif- stofu á árinu 1958 fengið það hlutverk að taka upp dreifing- arkostnað allra olíufélaganna á árinu 1957 og finna raunveruleg- an dreifingarkostnað pr. tonn af benzíni, gasolíu og brennsluolíu. Miðað við þennan grunnkostnað var síðan byggð upp vísitala fyr- ir dreifingarkostnað olíufélag- anna. Hefur þessi vísitala fyrir dreifingarkostnað olíufélaganna síðan verið til viðmiðunar við á- kvörðun útsöluverðs þótt nokkr- ar breytingar og minniháttar lag- færingar hafi átt sér stað síðan. Reynsla af visitölu þessari hef- ur reynzt góð og hefur sýnt raun verulega rétta mynd af hækkun dreifingarkostnaðar eftir því sem verðlagsþróunin hefur verið í landinu. Vísitala þessi hefur ver- ið látin verka á álagningu olíu- félaganna fyrir dreifingarkostn- aði, en þessi álagning er ákveð- inn krónufjöldi pr. tonn eftir teg undum af olíu, þ.e. magnálagning. Vísitalan verkar þannig til hækk unar dreifingarkostnaðarins eftir því sem kostnaðaraukning fellur til, en jaínframt er aukning vöru sölunnar í tonnum látin verka til lækkunar . á dreifingarkostnaðinn þannig áð, eftir því sem tonna- fjöldi eykst, lækkar dreifingar- kostnaðurinn pr. tonn. Svo sem fyrr segir hefur þessi framkvæmd gefið góða raun og gefur rétta mynd af raunverulegum dreifing arkostnaði olíufélaganna á þeim þrem olíutegundum, sem þessi vísitala er látin verka á. Hins vegar nemur nettóálagn- ing olíufélaganna í útsöluverði að eins 3% á kostnaðarverð félag- anna, að við bættum dreifingar- kostnaði, en frá þessari álagn- ingu ber hins vegar að draga landsútsvar, sem nemur 1.33% af útsöluverði vörunnar eða sem sam svarar því að um það bil helm- ingur álagningarinnar fyrir nettó- hagnaði gengur til greiðslu lands útsvars. Raunveruleg nettóálagning olíu félaganna nemur því 1.5% sem er augijóslega alltof lítið til að standa undir þörfum félaganna liér. Almennt er erlendis miðað við að nauðsynlegt sé að hafa í nettóhagnað við hliðstæðan rekst- ur 6% af vörusölu, en 4% er talið algjört lágmark slíkrar starf semi. Er því fyrirfram vitað að olíufélögin hér búa við miklu þiyngri kost en nokkurstaðar annarsstaðar þekkist í þessum efnum. Stendur bak við Framhald af 6. síðu. mönnum, nokkrir þeirra hafa einnig lært í Bandaríkjunum, flestir hafa þó lært í Rússlandi fyrir 1960, en þá hættu Rússar að kenna Kínverjum atómvísindi. Hulinn heimur Framhald af 6. síðu. varps og sjónvarpscfni í Bandaríkj unum í dag. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness hf. Þýðandi er Jóna Sig urjónsdóttir. Tillaga Framhald af bls. 1. innar þekkingar á hafinu, sem þekur 71% af yfirborði jarðar, þar eð meiri nýting á auðæfum hafsins gæti bætt lífskjör bjóða, sérstaklega vanþróaðra þjóða. Þá er getið þeirrar rannsókn- arstarfsemi, sem þegar fari fram á vegum ýmissa stofnana Sþ, ein stakra ríkja og einkaaðila. Er bent á þörf samstarfs til að forðast tvítekningu eða árekstra á þessu sviði. Efnahags- og félagsmálaráð Sþ hefur áður gert ályktun um auð æfi hafsins, önnur en fisk. Nýja tillagan nær liins vegar einnig dil fiskjar. Verður nú, ef tillagan nær samþykki, gert ítarlegt yfir lit um alla starfsemi á þessu sviði og skal framkvæmdastjóri Sþ að því loknu gera tillögur um næstu skref og kalla til nefnd sérfræðinga við það starf. Tillögurnar skulu fjalla um auk ið alþjóða samstarf í rannsókn- um hafsins og hagnýtingu á auðæfum þess — með fullu til- liti til varðveizlu fiskistofna, og í eflingu menntunar og þjálf- unar á þessu sviði. Gert er ráð fyrir, að tillögur í þessum málum verði lagðar fyrir 23. allsherjarþing Sþ, sem verður haldið eftir tvö ár. Hin nýja tillaga var í dag lögð fram í 2. nefnd allsherjarþingsins. Verður hún fyrst rædd þar, og nái hún samþykki; sem er líklegt, fer hún til endanlegrar afgreiðslu á þinginu sjálfu. Tillaga þessi er mjög í anda þeirrar ræðu, sem Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flutti á alls- herjarþinginu í b^zrjun október, þótt hún sé aðeins ein af mörgum leiðum, sem fara þarf fil að bjarga fiskistofnunum við ísland. Færeyjar Frambald af 1. síðu. Hefur því stjórnin 15 atkvæði á þingi bak við sig en þing- menn stjórnarandstöðunnar eru 14. í stjórnarandstöðu eru Jafn- aðarmenn og Sambandsflokkur inn. Hér vilja menn helzt engu spá um kosningaúrslitin og hef ur kosningabaráttan farið vel fram. Fundir hafa verið haldn ir víða um landið og stjórn- málamenn leitt saman Jiesta sína í útvarpi S1 föstudag héldu flokkarn ir sameiginlegan kosningafund i Sjónleikahúsinu í Þórshöfn. Viðtækjaverzlun ein í Þórshöfn tók upp þá nýbreytni að sjón varpa frá fundinum. Var sett upp sjónvarpstæki í húsakynn um verzlunarinnar, sem er í nálega hálfs kílómeters fjar- lægð frá fundarstaðnum og safnaðist þar saman fjöldi manns og horfði á ræðumenn í sjónvarpi. Sjónleikahúsið var yfirfullt af áheyrendum og var því vel þegið að geta einnig fylgzt með fundinum á öðrum stað í bænum. Til viðbótar kosningunum til Lögþingsins eiga Færeyingar eftir að kjósa tvisvar í viðbót á þessu ári. 22 nóv verða kosnir tveir fulltrúar til danska þingsins. Færeysku fulltrúam ir sem nú sitja þar eru annar frá Jafnaðarmannaflokknum og hinn frá Fólkaflokknum. Um miðjan desember verða sveitar stjórnarkosningar í minni bæj um og sveitarfélögum. Skákmót Framhald af bls. 1. Eftir þriðju umferð er staðan í A^ riðli þannig að Sovétríkin eru efst með 10 vinninga, Júgó- slavía 9 vinninga, Búlgaría 8, Arg entína 7, Bandaríkin 6,5, Rúmen ía 6, Tékkóslóvakía 5, Danmörk 4,5, Austur-I>ýzkaland 3,5, Noreg ur 3, ísland 2,5, Spánn 2,5 o'g Kúba 1. vinning. Þessi tala og röð vinninga var gefin upp áður en biðskákirnar voru tefldar og hafa því vinningatölurnar eitthvað breytzt í gær. Kúaslátrun Framhald af 2. síðu. kvaddar til borgarinnar. Hermenn standa vörð við lögreglustöðvar meðan lögreglan heldur uppi lög um og reglu á götunum. Hindúar tilbiðja kúna sem tákn móðurinnar og frjóseminnar. Kúm 'hefur verið slátrað í 11 af fylkj um Indlands og hefur það vakið mikla gremju, sem sífellt færist í aukana. Þinginu hafa verið send ar eindregnar kröfur um að það banni slátrun kúa um allt Indland. Innbrot Frh. 2. síðu. og urðu „afreksmennirnir“ þá hin ir spökustu. Þá kærði maður yfir því að á sig hafi verið ráðizt við Þórskaffi og hann rændur öllu fé sínu. Lög reglan hafði brátt uppi á ofbeldis mönnunum sem viðurkenndu árás ina en kváðust engum aurum hafa stolið. Sá rændi var í því ási'gkomu lagi að bókhaldi hans hefði hæg lega getað skeikað um nokkrar krónur. Þing SUJ Framliald af bls. 1. kjörinn Hörður Zóphaníasson, fyrsti varaforseti Guðmundur Vé :steinsson, en annar varaforseti Kristján Þorgeirsson. Ritarar þingsins voru kjörnir Björn Þor steinsson og Helgi E. Helgason. Emil Jónsson, formaður Al- þýðuflokksins. ávarpaði þingið og flutti því hugheilar árnaðaróskir og kveðjur eldri kynslóðanna í samtökum jafnaðarmanna, Alþýðu flokknum. Fyrir hádegi á laugardag störf uðu hinar ýmsu nefndir, en kl. 14 báða dagana hófust þingfundir að nýju á sama stað og áður. Nefndir skiluðu þá nefndanálit- um og umræður fóru fram. Um hádegi á laugardag báðu þingfulltrúar hádegisverðarboð 'verikalýðsmálanef.ndar Alþýðufl. og flutti Jón Sigurðsson. form. Sjómannafélags Reykjavíkur er indi um verkalýðsmál. Martii Pöysálaa flutti fróðlegt erindi um utanríkismál Finna á þingfundi á sunnudag, Merkasta mál þingsins að þessu sinni var stefnúskrá unera jafnaðar- manna. sem án nokkurs vafa mun vekja mikla og verðskuldaða at- 14 8. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ hygl, er hún birtist almennings .ftj'ónum s(ðar á þessum vetri. Fjallaði þingið um stefnuskrána bæði í nefndum og á þingfund um. Kaus þingið stefnuskrárnefnd sem skal vinna stefnuskrána til hlítar. Síðan verður hún send öll um FUJ félögum um allt land til frekari yfirvegunar. í febrúar mun síðan sambandsstjóm SUJ, stefnuskrámefnd og sambandsráð fjalla um stefnuskrána áður en hún verður hirt. Á sunnudag fóru kosningar fram fyrir næsta kjörtímabil. Verða hér taldir upp þeir, sem kjörnir voru í stjóm SUJ, mið- stjórn Alþýðuflokksins, í flokks stjór.n Alþýðuflokksins, á flokks þing Alþýðuflokksins og í sam- bandsráð SUJ. Stjórn SUJ: Siigurður Guðmundsson, form. Ingvar Viktorsson, varaform. Karl Steinar Guðnason, ritari. Meðstjórnendur: Guðmundur Vésteinsson, Kristján Þorgeirsson, Örlygur Geirsson, Óttar Yngvason. Sigurður Hermannsson, ■ Gissur Kristjánsson. Varastjórn: Vilmar Pedersen, Hallgrímur Jóhannsson, Helgi E. Helgason, Ólafur Eggertsson, Endurskoðendur: Aðalmenn: Björgvin Guðmundsson, Hrafnkell Ásgeirsson, Til vara: Björgvin Vilmundarson. f miðstjórn Alþýðuflokksins voru kijömir: Sigurður Guðmundsson, Hörður Zóphaníasson, Eyjólfur Sigurðsson, Kristján Þorgeirsson, Ingvar Viktorsson, Varamenn: Gissur Kristjánsson, Óttar Yngvason, Rimólfur Runólfsson, Sigurður Hermundarson, Sighvatur Björgvinsson, Til flokksþing's Alþýðuflokks- ins voru kjörnir: Árni Árnason, Keflavík, Ásgeir Þormóðsson, Reykjavík, Cecil Haraldsson, Stykkishólmi. Eyjólfur Sigurðsson Reykjavík, Guðleifur Sigurjónsson Vestm. Guðmundur Oddsson Kópavogi Guðmundur Vésteinsson Akran. Haukur Helgason, Hafnarfirði. Hjörleifur Hallgrímsson, Vestm. Hrafn Bragason, Reykjavík. Hrafnkell Ásgeirsson Hafnarf. Hörður Zóphaníasson Hafnarfirði Ingvar Viktorsson Hafnarfirði. •Tón Vilhj'álmsson Hafnarfirði Karl Steinar Guðnason Keflavík Kristján Þorgeirsson Reykjavík, Ólafur ÞorsteinEson, Reykjavík Sigurður Guðmundsson Reykjavík TTnnar Stefánsson Reykjavík, Örlygur Geirsson Reykjavík. Jafnmargir fulltrúar voru kjörn ir til vara. í flokksstjórn AlHýöuflokks- ins voru kjörnir: Karl Steinar Guðnason Keflavík, Guðmundur Vésteinsson Ákran. og til vara: ijngólfur Ingólfsson, Kópavogi Cecil Haraldsson Stykkishólmi. Framhald á 15. «ðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.