Alþýðublaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 4
Bltotjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — RlUtjómarfull- trúl: Elöur Guönason. — Símar: 14900-14903 — AuglýGlngasími: 14906. ABsetur Alþý6uhú3i0 viB Hverfisgötu, Keykjavik. — Pr*D.ismiöja AíþýSu blaCsins. — Askriítargjald kr. 95.00 — I lausásölu kr. 7,00 elntaktð. titgefandi Alj>ýöuflokkurinri. NÝ SKIP FRÁ því hefur nú verið skýrt, að ríkisstjórnin hafi íheimilað stjórnarnefnd Skipaútgerðar ríkisins að kaupa eða láta byggja tvö myndarleg skip til strand- ferða hér við land. Jafnframt hafa verið seld tvö göm ul og óhagkvæm strandferðaskip, sem ekki eru leng- ur heppileg til að halda uppi strandferðaþjónustu. Mikið fjaðrafok varð í málgagni Framsóknarflokks- ins, þegar byrjað var að leita hófanna um sölu á hin- um óhagkvæma skipakosti Skipaútgerðar ríkisins. Ætlaði þar þá allt af göflum að ganga, og var bað talið sérstakt tilræði við dreifbýlið, þegar freista átti iþess að létta óhæfilega miklum rekstrarhalla Skipa- utgerðarinnar af ríkissjóði og gera ráðstafanir til þess að fyrirtækið yrði léttara á fóðrum, án þess þó að dregið væri úr þeirri nauðsynlegu þjónustu, sem það innir af hendi. Nú þegar ákvörðun hefur verið tekin um smíði eða kaup tveggj'a nýrra strandferðaskipa lætur Fram- sóknarmálgagnið sér næsta fátt um finnast. Furða sig vafalaust margir á þessari afstöðu Tím- ans, sem til þessa hefur talið sig helztan málsvara dreifbýlisins. Vafalaust hefði verið annað hljóð í strokknum, ef tillaga um þetta hefði.komið frá Fram sóknarmönnum, sem ekki hafa séð minnstu ástæðu til að gera breytingar á rekstri Skipaútgerðarinnar eða reyna að minnka þann gífurlega hallarekstur, sem verið hefur á fyrirtækinu undanfarin ár. Talsvert er síðan því var lýst yfir af hálfu ríkis- stjórnarinnar, að í engu yrði skert þjónusta sú, sem strandferðirnar eru. Við það verður staðið, og tals- verð von er til þess, að þjónustan batni verulega, þegar ný og hagkvæmari skip verða tekin í notkun. OLÍA 1 Olíumálin hafa verið talsvert á dagskrá undanfarið, enda standa nú yfir í Reykjavík viðræður um víðtæka samtakamyndun til að freista þess að hnekkja sam- stöðu olíufélaganna þriggja. r r f I grein sem forstjóri eins af olíufélögunum hefur sent blöðunum og Alþýðublaðið hefur m. a. birt segir ijhann, að sennilega megi fullyrða, að á engu sviði við- skiptalífsins hér sé um jafn fullkomna þjónustu að ræða og hjá olíufélögunum, né um harðari samkeppni hð ræða í þjónustu við viðskiptamenn. Varla munu /iðskiptamenn félaganna þessu sammála. Ef svo væri, syrfti ekki að stofna til sérstakra samtaka til að /eyna að knýja fram betri þjónustu. Þá telur forstjór inn félögin inna af hendi mikla innheimtu fyrir hið ppinbera. Það er þá hreint ekki meira, en ílest, ef ekki öll fyrirtæki á íslandi gera í dag. Er petta ekki sérstakt fyrirbrigði, hvorki að því er varð- pr olíufélögin, eða ísland. d 10. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rólegir dagar á Alþingi Reykjavík, EG. Enginn fundur var í efri deild Alþingi, en í neðri deild Lítið var um að vera á Alþingi voru tvö mál á dagskrá og stóð í fyrradag, aðeins fundur í annarri fundurinn þar í tæplega tíu mín- þingdeildinni, og engin ný þing- útur. Eggert G. Þorsteinsson sjáv- skjöl lögð fram, sem heyrir þó | arútvegsmálaráðherra (A) mælti til algjörra undanteknuiga. fyrir frumvarpi til laga um breyt- » Kaupmenn - Kaupfélög - Saumastofur - FYRIRLIGGJANDI mjög fallegt úrval af kjóla- og blússuefnum. — Einnig samkvæmiskjólaefni. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun — Grettisgötu 6. Símar 24730 og 24478. ingu á siglingalögunum frá 1963 til samræmis við Briisselarsáttmál- ann frá 1957 um takmarkaða á- byrgð útgerðarmanna, en Emil Jónsson utanríkisráðherra mælti í fyrradag fyrir frumvarpi um stað- festingu þess sáttmála. Þá var tekið til annarar um- ræðu frumvarp um gjaldaviðauka og hafði Davíð Ólafsson (S) fram sögu fyrir fjárhagsnefnd í mál- inu. Mælti nefndin einróma með samþykkt frumvarpsins, en frum- vörp samhljóða þessu hafa verið tTamhaid á 15. síðu. 5* VANTAH BLAöBURÐAR FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. OG H. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSHOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN HRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SELTJARNARNES, I. SÍNII 141900. á krossgötum ★ OLÍUFÉLÖGIN Svohljóðandi bréf hefur okkur borizt frá bíleiganda: „Það er sannarlega gott til þess að vita, að íiú skuli unnið að því, að koma á ein- hverskonar samstöðu gegn einokun olíufélaganna þriggja. Ég sé það í einu dagblaði, að boðuð er slofnun nýs olíufélags. Það held ég, að mundi þó ekki leysa neinn vanda, nema ef menn vilja bæta fjórða dreifingarkerfinu við og hafa fjórfalt kerfi í stað þess þrefalda, sem nú er. Það er sannarlega mál til komið að reynt sé að skapa samstöðu þeirra aðila, sem við þessi fyrirtæki verzla, en það er nú víst meiri- hluti landsmanna, þegar öllu er á botninn hvolft. Þjónusta olíufélaganna mætti að skaðlausu vera talsvert betri og hinar síðustu ráðstafanir þeirra í sambandi við innheimtugjöld eru furðu legar, að ekki sé sterkar að orði kveðið. Almenn- ingur á heimtingu á að þessum málum sé kippt í lag og bágt á ég með að trúa, að þessar ráðstaf- anir séu gerðar samkvæmt skipunum eða beiðni bankanna, eins og félögin hafa þó látið skína í óðrum þræði. Ég leyfi mér að láta þá von í ljós, að ár- angurinn af þessum aðgerðum verði sá, að raun- veruleg samkeppni komist aftur á á milli olíufé- laganna, en um slíkt hefur alls ekkf verið að ræða í mörg lierrans ár. Bílelgandi. ★ BENZÍN MEÐ HÆRRI OKTANTÖLU Við á krossgötunum viljum gjarna bæta því hér við að þau ánægjulegu tíðindi hafa nú borizt, að von sé til þess að Rússar fáist til a3 selja okkur btmzín með hærri oktan-tölu. Alkunna er að það benzín, sem hér hefur verið selt, hent- ar alls ekki miklum hluta þeirra bíla, sem hér eru í notkun, en hefur verið notað samt. Talsverð gagnrýni hefur komið fram á rússneska benzínið, sem hér fæst m.a. mátt lesa I blöðum fyrir nokkru ummæli rússnesks verk- fræðings um að benzínið, sem þar væri framleitt væri langt frá því að vera gott og gæti meira að segja verið skaðlegt. Nú væri fróðlegt að vita, livort gerður hafi verið samanburður á þessu rússneska benzíni og benzíni, sem fáanlegt er á Vesturlöndum. Sérfræð- ingar hljóta að hafa gert slíkar rannsóknir. Væri fróðlegt ef einhver af lesendum blaðsins kynni að vita nánar um þetta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.