Alþýðublaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 13
Bifrelðaeigendur •preutuns og rcttusn KJói afgT&iftsla. Bifreiðaverkstæðid TESTURÁS H.F. SðSarvo® SO. gími SS748. SMURÍ BRAUÐ SNITTtTB BRAUÐSTOFAN Vestureöta SS. Sími 16012 Opiö frá kL ð-SS.38. iéi Finnsson fei LftefrasSiskrifstofa Sölvbélse-ata ♦ iSaunbanðshiaiS) Bfmar: 23S38 o«r 1234S. IVIarnie Spennandi Alfred Hitohcock Ht- mynd. Aðalhlutverlc: Sean Connery Fippi Hedren. ÍSIÆNZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. (Sýnd vegrna fjölda áskorana). •>«ml 50249 Sumarnéttin brosir ERNATTENS SHIL sai e/V CROT/SK KOMED/E MED EVA DAHLBECK 3UNNAR ULLA JAC0BSS0N HARRI ET ANDERSSON MARGIT CARLOUIST Jarl Kulle Sýnd kl. 9. Fáar sýningar eftir. PÉTUR VERÐUR SKÁTI. Biáðskemmtileg dönsk litmynd með beztu barnastjörnum Dana Þ. á. m. Oie Neumann. Sýnd kl. 7. Frambaidssoga Sárange an hún fór í ljósa léreftsdragt og greiddi sér. Þau Roger óku gegnum skóga Surreys og inn til Sussexs og þorpið þar sem prófessorinn Isjó var afar skemmtilegt. Hús hans var gamalt stórt og svo illa hirt að engu líkara var en eigandi þess hefði verið lengi að heiman. En Candy, sem beið í bílnum sá þegar dyrnar opnuðust og konan sem tók á móti pakkan- um bauð Roger inn. Roger af- þakkaði brosandi og sagði þeg ar hann kom til liennar: — Ég bjóst ekki við að þig langaöi að fara inn. Everett er ágætis maður en hann er leið- inlegur og jafnvel þó dóttir hans sé indæl getur hún ekki um annað talað en heimavefn- að. Candy hristi höfuðið. — Og ég sem veit ekkert um heima- vefnað eða ihvislandi. Ég vona bara að þeim finnist við ekki ókurteis. — Þau eru áreiðanlega dauð- fegin að þurfa ekki að tala við okkur. Nú óku þau gegnum þorpið eftir aðalgötunni sem endaði við tjörn, sem á syntu svanir. — Við skulum nema staðar hérna Roger, sagði Candy — bara augnablik og teygja úr fótunum. Þau námu staðar og gengu upp eftir götunni. Candy til sannrar ánægju reyndist Roger góður leiðsögu- maður. Hann gekk með lienni að nokkrum Tudorhúsum sem lágu við kirkjuna og sýndi henni þakið og annað markvert á kirkjunni. Síðan gengu þau yfir græna hálsa og skóga upp að fljótinu þar sem þau settust. Samtal þeirra um daginn var vinsamlegt en dálítið ópersónu- legt eins og þau væru bæði ákveðin í að minnast ekki á þeirra fyrsta fund eða ástæðuna til hans. Þau borðuðu á kránni sem Roger hafði talað um og fóru svo til að sjá sólarlagið sem gyllti trjáíoppana og tjörnina við garðinn umhverfis krána. Við tjörnina sagði Roger henni frá Maríu Olavsson. — Við urðum ástfangin liérna í Englandi. Hún kom. frá Sví- þjóð ásamt börnum sínum tveim til að búa hjá enskri móður sinni. Maður hennar var víst bæði igáfaður og duglegur en mjög vondur við Maríu og þeg ar við kynntumst voru þau að iskilja. Candy sat og hlustaði á hann meðan hún ihorfði út yfir tjörn ina. — Við ætluðum að gifta okk ur þegar !hún hefði fengið skiln að, sagði Roger, - en svo varð hann fyrir slysi og hún fékk skeyti með boðum um að koma til hans. Henni fannst hún verða að gera það barnana vegna. Ég heyrði ekki frá henni í marga mánuði en svo Ihittumst við í París. Hún var þar með manni sínum og afar óhamingjusöm. Olavson var einn þeirra manna, sem vilja umfram allt ráða - hann vildi ekkert nema ráða yfir öðrum manneskjum og það var að eyðileggja Mariu. Ég vissi að hún var glötuð ef hún hélt láfram að búa með honum og að hún yrði að slita sig lausa eða farast ella. En þá varð yngri sonur hennar alvarlega veikur og hún gat ekki yfirgefið hann. Það var ekkert við því að gera. Ég fór frá París. o!g Jhef ekki séð hana síðan. — Heyrðirðu aldrei til henn- ar? Hann hristi höfuðið. — Við komum okkur saman um að það væri ekki til neins. ARt virtist ganga á móti okkur og nú hafði maður hennar neitað henni um skilnað fyrir utan veika barnið s'em hún gat ekki yfirgefið. — Elskarðu 'hana enn? spurði Candy. — Ég veit það ekki, svaraði Roger. — Ég hef ekki séð hana í tvö ár, ef til vill elska ég að- eins minningu hennar. Ef til vill myndi ég ekki elska hana ef ég isæi hana nú. — Svo auðveldlega deyr en'g in ást, sagði Candy biturt. Skuggarnir lengdust á tjörn inni og litirnir dökknuðu. Allir voru svo uppteknir af eigin áhyggjúm, hugsaði Candy, þeir gleymdu auðveldlega að aðrir áttu sínar songir og sínar þrár sem voru jafn miklar ef til vill meiri en þeirra. Sorg- in kom til allra ekki síður en gleðin. Grinin af skelfingu og með- aumkun rétt hún honum hönd ina og tók um hönd hans og hann þrvsti hana fast. Þegar hann leit á hana sá hún andlitsdrætti hans spennta og harða í rökkrinu. — Candy.., sagði hann með biturleik. — Ó Candy. Það er svo óréttlátt að við skulum bæði hafa okkar d.iöful að draga! ríú tók hann utan um hana og þrýsti andliti sínu að hennar. Hún sat þarna og vissi naum ast hvað hún átti að gera. Hún lét hönd sína hvíla áfram í hönd Rogers ekki vegna þess að hana langaði til þess heldur af því að hann hélt svo fast. Svo kyssti hann hana afar blíð ♦ lega og mjúklega, þetta var hvorki vinar- eða ástarkoss og hún fann enga breytingu á til- finningum sínum - aðeins sorg yfir að hún skyldi ekki finna til annars en meðaumkvunar með honum. Kvöldið hefði ekki átt að enda svona, hugsaði hún. Þau hefðu aldrei átt að hittast með minningarnar um Maríu og Eric svo bitrar í hjarta sínu. Eða hafði kossinn aðeins orð- ið til vegna þess? Hann hélt enn utan um hana en nú horfði hann yfir tjörnina og í fáeinar mínútur sátu þau ‘ þannig og horfðu á landslagið saman án ástar hvort á öðru en samt saman vegna sameiginleg rar sorgar og þeirrar huggun- ar að vera nálægt hvort öðru. Candy róaðist smátt og smátt en hún vissi að það var hættu- legt. Hún vissi að samei'ginleg sorg og meðaumkvun gat orðið að tilfinningum, sem menn álitu að væri ást. Nú dró hún sig í hlé blíðlega og reis á fætur en hann sat enn og horfði yfir tjömina. Ég vissi það, hugsaði hún þegar Roger bærði ekki á sér, hann eiskaði Maríu en ekki mig. Ég var bara kona, sem hann leitaði tjl þeigar honum leið sem verst. Skömmu síðar gengu þau að bílnum og ó'ku til London. Þau töluðust naumast við á leiðinni og þegar hann nam staðar fyrir utan dyr hennar tók hann hana í faðm sér. — Þú ert dásamlegur félagi, sagði hann og horfði lengi á andlit hennar - en hann kyssti hana ekki. 8. kafli. Kossinn við tjöraina hafði engu máli skipt af eða til og það gladdi Candy. Hún var ekki enn búin að jafna sig eftir svik Erics og gat ekki elskað neinn annan, kannske af því að hún óttaðist að vera særð á nýjan leik. Hún var tuttugu og fjögra ára og hún myndi án efa læra að elska aftur en hún hryggð- ist yfir því áliti sínu að engin ást gæti nokkru sinni jafnazt á við fyrstu ástina. Þeirri ást sem fegraði allt og alla. Hinsvegar hafði það glatt Candy að hún tátti svo marga vini til að vera með hina erfiðu mánuði eftir hvarf Erics þvi það er ekki gott fyrir ungt fólk að lifa eitt með minningunum. Sá, sem er einmana ýkir gjarn an þýðingu sjálfs síns og sorg sína. Hún vissi að auðvelt var að hugsa stanzlaust um hluti þangað til þeir átu sig inn í hug manns og eyðilögðu tilveruna. Hún hafði barizt gegn því fyrstu mánuðina eftir hvarf Erics og farið út í hvert skipti sem henni fannst minningarnar vera að sigra. Farið til vina eða í kvikmyndahús og jafnvel nú er hún vissi um framkomu Erics hafði hún þjáðst og óttazt ein- manaleika. Kvöld nokkurt þegar hún var heima og meira einmana en fyrr SÆNGUR 'Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver, gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðiirhreiristan Yatnsstíg- 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). 10. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.