Alþýðublaðið - 10.11.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 10.11.1966, Page 6
Heimskringla kynnt í lceland Review Komið er nýtt hefti tímarits ins ICELAND REVIEW og er það fjölbreytt og vandað sem fyrr. Að nokkru er það hel'gað Halldóri Laxness og leikritum hans, hefst á hreinskilnislegu viðtali, sem Matthías Johannessen hefur átt við Laxness ,en síðan skrifar Sig urður A. Magnússon um tvö síð ustu leikrit skáldsins, sem sýnd voru hér á árinu. Fjölmargar sviðs myndir úr Prjónastofunni Sólinni (og Dúfnaveizlu!] \ i birtast með þeirri grein. Halldór Laxness var sem kunn ugt er kjörinn formaður samtaka leikritahöfunda á þingi þeirra í París nýverið og má segja að eftir það sé eklci síður en fyrr ástæða til að kynna leikritagerð hans og viðhorf hans til lcikritunar með al annarra þjóða. . Prófessor Þórhallur Vilmundar son hefur valið kafla úr Heims kringlu Snorra Sturlusonar þar sem seair frá orrustunum miklu á Englandi árið 1066. Þess hefur mjög ’ærið minnzt á Bretlandi á þessu íri, að níu hundruð ár eru liðin frá þessum miklu átökum en færri vita þar í landi, að frá sögn Snorra er með gleggstu Iheim ildum um atburðina. Kaflinn úr Heimskringlu er í enskri þýðingu Samue's Laíng, myndskreyttur af Wilhel-n Wotlesen. Prófessor Þór Ihallur skrifar inngang að þessari kynningú íslenzkra fornrita og birtist ennfremur nákvæmt kort sem HaUdór Pétursson hefur gert yfir vettvanig átakanna. ítarlegt viðtal er við dr. Jóhann es Nordal, Seðlabankastjóra um þjóðlega hagsmuni og erlent fjár magn, viðhorf íslendinga og stefnu í þeim málum. Jónas Kristjáns son, ritstjóri, skrifaði þetta við tal og er þar m.a. vikið að stór framkvæmdum þeim, sem hefjast með byggingu álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þá birtir Iceland Review í fyrsta sinn ítarlega ferðalýsingu útlend ings, sem heimsótti landið í fyrra. Mönnum kemur ekki alltaf saman um það hve glöggt gestsaugað sé en Bandaríkjamaðurinn Tom Bross segir hér hispurslaust frá því hvernig ísland nútímans kemur út lendingum fvrir sjónir. Baltasar hefur myndskreytt frásögnina. Myndskrevtt grein er um þotu kaup Flugfélagsins og lengingu Loftleiðavélanna. Jónas Kristjáns son, ritstjóri, skrifar langt viðtal við dr. Jón Vestdal þar sem seg ir frá starfsemi Sementsverksmiðj unnar og framtíðarmálum. Mats Wibe Lund jr. skrifar stutt viðtal við skreiðarkaupmann frá Níger íu, sem hér var 'á ferð fyrir skömmu og af öðru efni mætti tel.ia íslandsfréttir í samþjöppuðu formi, fréttir af útvegnum, frí- merkjabátt Jónasar Hallgrímsson ar, fróðleik fyrir erlenda ferða menn, stutt ,,Reykjavíkurbréf“ um hið endalausa Surtseyjargos, les endabréf o.fl. Kápumtind er eft.ir Gísla B. Björnsson og Barböru Stascíli og er hún í tengslum við kynningu rits ins á Heimskringlu. lönnemar fagna nýju iðnfræðslulögunum Síldarveröið sunnan ands og vestan Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í dag var á- kveðið, að lágmarksverð á síld veiddr: sun.ian- og vestanlands í bræðslj tín abilið 6. nóvember til 31. desember 1966 skuli vera hvert kg............kr. 0,91. Verðið er miðað við að selj- ándi skili síldinni á flutningstæki við hlið vdiðiskips. ' Seljandi skal skila síld til bræðslu í verksmiðjuþró og greiði fcaupandi kr. 0.05 pr. kg. í flutn- íngágjald frá skipshlið. Kaupura hreinar tuskur, Béisturiðjan Freyjugötu 14. Heimilt er að greiða kr. 0,22 lægra pr. kg. á síld í bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi í flutn- ingaskip. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og full trúa sildarkaupenda gegn atkvæð- um fulltrúa síldarseljenda í nefnd inni. í yfirnefndinni áttu sæti: Jón- as H. Haralz, forstjóri Efnahags- stofnunarinnar, sem var oddamað- ur nefndarinnar. Guðmundur Kr. Jónsson, framkv.stjóri, Reykjavík og Ólafur Jónsson, framkv.stjóri Sandgerði, fulltrúar síldarkaup- enda og Guðmundur Jörundsson, útgerðarm. Reykjavík og Tryggvi Helgason, formaður sjómannafé- lags Akureyrar, fulltrúar síldar- seljenda. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Reykjavík, 8. nóvember 1966. 24. þing Iðnnemasambands ! tslands var haldið í Tjarnarbúð j í Rvík dagana 28. - 30. október sl. I Þingið sátu um 60 fulltrúar hvað anæva af landinu og auk þess einn erlendur gestur Kjeld Andersen, j frá Faglig Ungdom í Danmörku. j Helgi Guðmundsson, fráfarandi varaformaður INSÍ, setti þingið á föstudagskvöld, en síðan fluttu gestir þingsins ávörp sín, þeir Kjeld Andersen og Örlyigur Geirs son, fulltrúi Æskulýðssambands íslands. Eftir að þeir höfðu flutt ávörp sín voru kjörbréf athuguð og nefndir kjörnar, 'en þingfundi var slitið um kl. 23 um kvöldið. Á sunnudagsmorgun störfuðu nefndir þingsins, en kl. 14 var fundi framhaldið. Flutti Ilelgi Guðmundsson, varafor- maður, þá skýrslu um starf lið- ins árs, og gat helztu mála, sem sambandsstjórnin hefði glímt við á tímabilinu. Vorú m.a. stofnuð eða endurvakin fjögur ný iðn- nemafélög. Félag iðnnema í raf- magnsiðnaði, Iðnnemafélag Hafn arfjarðar, Iðnnemafélag Húsavík- ur og Félag flugvirkjanema, en það síðasttalda kvað varaformaður hafa verið ófáanlegt til að ganga í sambandið. Síðan gat Helgi for mannaráðstefnanna, sem haldnar voru á Akureyri og í Reykjavík. Þá gat hann þess, að skv. hinum nýju iðnfræðslulögum ættu iðn- nemar fulltrúa í iðnfræðsluráði og hefði sambandsstjórn falið sér að gegna störfum þar f.h. iðn- nema.Þá drap Helgi á húsnæðis- vandræði samtakanna, sem hann kvað brýna nauðsyn að færa í betra horf. Loks gat varaformað urinn þess að ráða yrði fastan starfsmann hjá samtökunum, hefði starfsmaður verið ráðinn 'hluta úr degi einn vikudag frá ágúst-mánuði og væri brýn nauð 'syn að svo gæti verið áfram. Er Helgi hafði greint frá þessum hluta starfsins greindi hann frá iðnnemamótinu í Vaglaskógi, sem hefði að vísu ekki farið fram sem 'skýldi, en af framkvæmd þess mætti draga lærdóma til endur bóta á iðnnemamótum framveg is. Er varaformaður 'hafði flutt skvrslu flutti Haukur Már Har aldsson skýrslu ritara, þar sem greinir fná innra samstarfi sam bandsstjórnar. Fjörugar umræður urðu um skýrsluna, en síðan flutti Örn Jóhannsson form. Iðnnemafé lags Húsavíkur tillögu þess efnis að stofnaður yrði sióður til að bæta úr húsnæðisvandræðum sam takanna. Skutu þingfulltrúar þeg ar í stað saman í sjóð, sem alls nam 25 þús. kr. er þinginu lauk. — Þessu næst fluttu formenn að ildarfélaganna skýrslur sínar. Þá var rætt um nauðsvn þess að Iðnnemasambandið fengi nýtt merki og var sambykkt að velja sem merki samtakanna merki, er Halldór Guðmundsson, iðnnemi hafði teiknað. Nú fóru fram umræður um álit nefnda, en síðan störfuðu nefnd ir á sunnudassmorgun til hádegis er þingfulltrúar snæddu hádegis verð í Tiarnarbúð. Eftir hádegisverðinn var rætt um Iðnnemann, málgagn INSÍ, I ennfremur um að hafa samband við aðildarfélögin með dreifibréf um en það kvað hafa gefizt mjög vel hjá Faglig ungdom í Dan- mörku. Er umræðum var lokið um málgagn og útgáfustarfsemi var kjörinn ritstjóri Iðnnemans fyrir næsta starfsár Sigurður Magnús son frá Félagi iðnnema í rafmagns iðnaði. Þessu næst flutti gjaldkeri Guð ný Gunnlaugsdóttir hárgreiðslu- nomi, skýrslu um fjárhaginn. Nú var lögð fram 'ályktun um iðnfræðslu og enx höfuðkaflar hennar þessir: „Þingið fagnar þeim stórmerka sigri, sem náðst hefur með sam þykkt hinna nýju iðnfræðslulaga sem veita iðnmemum í fyrsta sinn stærsta og e.t.v. eina raunveru lega sigur i hagsmunabaráttunni frá stofnun samtakannar Þingið lýsir enn stuðningi sín um við þá stefnu, sem tekin hefur verið nð beina hinu verklega námi iðnnema í æ ríkari mæli inn í verknámsskóla. Lýsir þingið þeirri skoðun sinni að stefna beri að því marki að helmingi námstím- | ans verði varið til kennslu í skól' um. j Þingið ítrekar fyrri kröfur sín ar um að a.m.k. einn hinna full komnu iðnskóla verði tilbúinn til kennslu eigi síðar en haustið 1968 Bendir þin'gið á að árlega fara milljónir í súginn vegna lélegrar menntunar iðnaðarmanna. Þingið bendir á að ástandið í kennslumálum iBnskólanna er með öllu óviðunandi og þjóðinni til vansæmdar. Telur þingið að vinda beri bráðan bug að bví að allir iðnskólar verði dagskólar og bendir á að 16 ár eru liðin síðan Framliald á 10. síðu. 0 10. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.