Alþýðublaðið - 10.11.1966, Síða 7

Alþýðublaðið - 10.11.1966, Síða 7
É..A, LAGI Hafliöi Jónsson frá EyrUm: JARÐARMEN Bókaskemman, Reykjavík 1966. 94 bls. í bók Hafliða Jónssonar frá Eyrum er tómstundaskáldskapur, einkamál. Einhverjum kann að þykja það óþarfi að vera að gefa þannig kveðskap út, en engum manni gerir slík útgáfa neitt til. Og vissulega er sitthvað haglega orðað í Jarðarmeni: Fögur siglir Viðey fyrir grænum seglum í gjálífs vindum. Liggja spor um friðland hrímað á haustdegi. Vissi ég ekki áður unað hvítra heiða. Fyrr en varir er dagurinn allur og skríður undir svartan feld sinn. Hagyrðingar fyrri tíðar lögðu allt sitt upp úr ríminu; þá gátu aldýr sléttubönd virzt Ihámarls skáldlistar. Nútíminn hefur ann- að lag sem eklci er nema eðlilegt að hagyrðingar nútíðar taki einn- ig upp þó aldrei komi það í stað hinnar fyrri braglistar. Hagyrð- ingur er sá maður eftir sem óð- ur sem er hagvirkur á mólið, hag- ur að orða hugsun sína hvort sem hann bindur hana ljóðstöfum eftir gömlum móð eða leggur sig eftir nýrri siðum. Og það sem helzt vekur athygli í kveri Haf- liða Jónssonar er hagmælska hans, leikur með málið, hnyttni sumstaðar. Engum þarf að koma það á óvart að sjá má líkingu með Hafliða frá Eyrum og Jóni úr Vör; sýnilega dregur Hafliði dóm af ljóðstíl bróður síns, leit ast við að yrkja hversdagsljóst og einfalt eins og hann. Þetta getur tekizt vel, eins og í þessu kvæði sem nefnist Hún grét: Manstu þá tíð þegar franskar skútur með óteljandi segl sigldu hér inn flóann? Þá tíS man ég. Manstu þá daga er hrafndökkir piltar gengu með poka á baki inn í Þvottalaugar? Þá daga man. ég. Manstu það kvöld þegar skútan hans sigldi út í sólroðann og systir þín grét? Það kvöld man ég vel. Hún grét lengi — lengi. Líklega er þetta kvæði út af fyrir sig bezt í bókinni. En hér eru einnig dæmi þess að fari fyr- ir Hafliða svipað og stundum fer fyrir Jóni bróður að kvæðið kemst aldrei upp úr föstum farvegi prós ans, verður ekki kvæði. En flest eru þau sem ekki virðast nema æfingar, leit að nothæfu kveð- skaparlagi; sitthvað af þessu virð- ist raunar öðrum óviðkomandi, enda er alls ekki alltaf ljóst hvað höfundurinn sé að fara. Þetta kvæði er til að mynda engan veg- inn réttnefnt Auðskilin gáta: Einn vormorgun vestur á fjörðum þegar loftiS ómaði af langvíu úi þá var ástin mjög . auðskilin gáta. Og lausnin var: — svartur púði með hvítu jvafi úr mjuku fiðri. Jarðarmen er óvenjulega gerð bók, ljósprentuð eftir vélrituðu handriti höfundarins með allmörg um teikningum eftir hann. En snyrtilega er frá bókinni gengið, og að öJlu samanlögðu fer þessi búningur henni vel. — ÓJ. Neistaflug Jngólfur Jónsson frá Prests- bakka. LÁTTU LOGA, DRENGUR. Skáldsaga. Myndskreyting: Atli Már. Skuggsjá 1966. 157 bls. ,Þetta er skáldsaga'1, segir HEIMURINN Á SANDEY Martin A. Hansen: DJÁKNINN í SANDEY Séra Sveinn Víkingur þýddi Setberg, Reykjavík 1966. 200 blk. í Jóhannesar-guðspjalli er sagt frá Natanael, Ísraelítanum sem ekki fundust svik í. „Daginn eftir hafði hann íj hyggju að fara af stað til Galí-; leu, og hittir Filippus; og Jesús j segir við hann: Fylg þú mér. En Filippus var fró Betsaída, úr borg þeiri’a Andrésar og Péturs. Fil- ippus finnur Natanael og segir við hann: Vér höfum fundið þann sem Móse hefir ritað um í lögmálinu og spámennirnir. Jesúm Jósefsson fró Nazaret. Og Natanael sagði um hann: Getur nokkuð gott verið frá Nazaret? Fjlippus segir við hann: Kom þú og sjá. Jesús sá Natanael kom til sín og segir um hann. Sjá sannarlega er þar Ísraelíti sem ekki eru svik í. Nat anael segir við hann: Hvaðan þekkir þú mig? Jesús svaraði og sagði við hann: Áður en Filippus kallaði á þig þar sem þú varst undir fíkjutrénu. Natanael svar- aði honum: Rabbí, þú ert guðs- sonurinn, þú ert ísraels kon- ungur. Jesús svaraði og sagði við hann: Trúir þú af því ég sagði við þig: ég sá þig undir fíkju- trénu? Þú skalt sjá það sem þessu er meira. Og hann segir við hann Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér múnuð sjá himininn opinn og engia guðs stíga upp og stíga nið ur yfir manns-soninn.“ Jóhannes úr 'Vík, djákninn í Sandey, sá lygalaupur, stíflar skriftamál sín til Natanaels. En hann veit ekkert hver Natanael er þó hann nefni hann þessu nafni. ,,Ég þurfti á þér að halda, Nat anael, til þess að hlusta á mig. . Ég geri mér í hugarlund að þú sért ekki jafn lífsreyndur og ryð brunninn eins og ég. Ég er dapur maður á dapurlegri tíð. En þú ert opinskár og hreinskilinn." Lærðir menn í Danmörku hafa skrifað viturlega um skáldskap Martin A. HansenS, um heimspeki hans, menningargagnrýnina sem gegnsýri verk hans, um kristna trú og húmanisma hans. í þess um texta er Natanael fulltrúi samvizkunnar í sögunni um djákn ann í Sandey, hins innsta og bezta í manninum, sá dómstóll þar sem hann prófar sjálfan sig til hlítar; þar verður niðurlæging hans mest og hrós hans hæst. ,,Þér munuð sjá himininn opinn og engla guðs stíga upp og stíga niður yfir manns soninn". Og annar biblíustaður er veigamikill í samhengi sögunnar; I það er texti Lúkasar sem djákn j inn les upp í kirkjunni: Jesús rek ! ur út illa anda. „Sérhvert það ríki sem er sjáifu sér sundurþykkt ieggst í áuðn, og hús fellur á hús.“ Ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt: það er í senn djákninn sjálfur, dapur maður á dapurlegri tíð, og tíminn sem hann lifir, nútíminn. Saga djáknans í Sandey er sagan um það hvernig liann yfirvinnur sjálfan sig og verður að lokum heill maður. „Þegar þú stendur á yztu nöf umkringdur hyldýpi tómleikans á alla vegu, þá skilst þér að lífið er orustuvöllur þar I sem andstæð öfl heyja sína bar- áttu. Framhjá þeirri baráttu verð- jur ekki komizt. Maður verður að i taka afstöðu“. Djákninn sem í upp ; hafi er gestur á jörðinni, ferða- j langur sem hefur snögga viðstöðu, | sál á flótta, finnur sjálfan sig j að lokum og iieiminn sem hann byggir, Sandey: „Þarna lá eyjan fyrir fótum mínum eins og tröll aftan úr forn- eskju. Og ég lét mér ekki koma til hugar að ég skildi hana til neinnar hlítar, eins og maður þó oft telur sér trú um. Nú var hún í augum mínum hin forna vættur sem gleypir mennina og etur kyn- slóðirnar upp til agna og hylur allt í gleymskunnar djúpi. En þeg- ar dagur rennur verður ásýnd henn ar önnur. Þá ktinnumst við betur við hana. En ásýnd dagsins hef- ur hún hlotið vegna þess að hug- ur okkar hefur numið hana, tung an gefið nöfn hverri laut og leiti og menningin lagt hana undir sig, sú menning sem við raunar van- treystum um of. Þetta finnst mér nú. Hver kynslóð verður að leggja þessa ey undir sig. T því er sigur andans fólginn. Hitt er ekki ann- að en sníkjudýrsháttur, að gera ekki annað en stelast til að njóta fegurðar hennar. Sigur andans er það að plægja jörðiná, rækta hina frjóu mold og festa línur á blað til að nema hana á ný með því að skrá sögu hennar“. Verk Martin A. Hansens eru jafnan táknmettuð, bjóða lieim útieggingu; á stundum verða sál- arkröggurnar sögulietjum hans svo yfirgengilegar að frásögnin snýst beinlínis upp í heimspeki lega bollaleggingu. Þessi heim- spekistónn, daðrið við eilíf vanda mál, hinstu rök mannsins er vissu lega einn þáttur sögunnar um Djáknann í Sandey. En -hátíðleg út Framliald á 15. síðu. fyrstra orða í auglýsingu á bók- arkápu. „Hún greinir frá dögum fjármálamanns og mun mönnum vart dyljast hver fyrirmynd höf- undar er að aðalpersónu sögunn- ar. . . „Og tii frekari fullvissu má gerla þekkja ,,fyrirmynd“ höf- undarins á einni myndinni seni sögu hans fylgir, þeirri síðustu i bókinni, landskunnan fjármála- mann“ sem látinn er fyrir nokkr um árum. Sigurður Berndsen var orðinn hálfgildings þjóðsögupersóna þeg- ar í lifanda lífi. Þessari bók virð ist ætlað að snúa þjóðsögunni upp í skáldskap, gera listræna mannlýsingu úr efnivið hennar. Aðferð höfundarins er ofur-ein- föld. Fjármálamaðurinn kallar sögumann á sinn fund til að segja honum sögu sína, frá þeim örlaga dögum ævinnar sem sköpuðu hon um þá „grímu“ sem hann.bar síð an, og frá þeim dögum segir allt méginmál bókarinnar, J4 af 16 köílum hennar. En tilefni fjármjila mannsins til þessa trúnaðar ver kvæði sem sögumaður hefur þirt eftir sig i blaði; bókin hefst jOg henni lýkur á hatramri brýningu að giæða þennan neista í bál: „En neistinn, drengur, nejst- inn í kvæðinu þínu, láttu hgnn veröa að því báli sem brennir sem jflest af því sem lætur menn ejns I og mig ganga með grímu, sem n^yð | ir þá til að hlæja storkandi þeg j ar hjarta þeirra grætur sárast. t. . ! Eldui listarinnar, eldur háðsins í I sanndregnum myndum, eldur fyrir j litningarinnar á því í þessu þjjóð félagi, sem stöðugt býr mönnúm grimur og veiðir smáfislca í þéttrið in net. . . Hlífðu engum. hlífðn ekki mér, hlífðu ekki sjálfum þér hlífðu alls engum. Það eina sem Framhald á bls. JiO 10. nóvember 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ,7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.