Alþýðublaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 15
Repúbllkanar
Framiutia <u 2. síðn.
baráttunnar. Leiðtogar repúblik-
ana voru sigri hrósandi í dag og
lögðu allir áherzlu á að hefjast
yrði begar í stað handa um að
endurvekja samiieldnina í flokkn-
um, sem varð fyrir miklu áfalli
vegna hins gífurlega ósigurs Gold
waters öldunigadeildarmanns fyr-
ir tveimur árum.
Vietnamstríðið fcom lítt við sögu
kosningaharáttunnar, nema í Ore-
gon, þar sem repúblikaninn Mark
Hatfield var endurkjörinn ríkis-
stjóri. Hann hefur verið andvíg-
nr stefnu stjórnarinnar í Vietnam-
málihú, eri andstæðingur hans,
Neistaflug
Framhald af 7. síðu.
legging skáldskapar er jafnan var
hugaverð. Ög því meir sem lagt er
upp úr djáknanum sem „ímynd“
mannlegra vandamála, eilífra eða
tímanlegra, þeim mun fjær lesand
anum þokast sjálf saga hans. í
útleggingunni er hætt við að
gleymist ljóðrænn þokki stílsins,
kímni og hæðni frásagnarinnar,
hiri útsmogna ástarsága djáknans,
raunhlít uppmálun mannlífs og
landslags í Sandey: í stuttu máli
allt það sem gerir sögu hans að
ilmríkum, blæþekkum skáldskap.
En það er einungis vegna þessara
verðleika sögunnar, vegna skáld-
skapar hennar, að einhver fótur
kann að reynast fyrir heimspeki-
umræðu hennar. Þess utan hætt-
ir útleggingu jafnan til einföld-
unar, til að gera það einrætt sem
í raun réttri er margrætt og bland-
ið dul. Á frummálinu nefnist sag-
an Lygarinn. Það heiti er valið
lienni andstætt annarri frásögn
djáknans, sannri lýsingu Sand-
•eyjar. Það er sú raunverulega
þekking, föst fyrir eins og grjót
ið og moldin, jarðbundin og vall-
gróin — meðan frásögn hans af
atvikum síns eigin lífs er laus í
reipunum og flögrandi og svífur
framhjá sjónum líkt og ský him-
insins. En þetta tvísæi, spuni hins
jarðbundna og andlega inntaks
sögunnar er höfuðþáttur í list
hennar.
Sagan um djáknann í Sandey
er talin með höfuðritum í dönsk-
um bókmenntum eftir stríð. Það
kann að vera vert að vekja athygli
á því hvernig sagan er tilkomin,
samin eftir pöntun fyrir danska
útvarpið. Bygging sögunnar, sem
er með núklum hagleik, ræðst af
þessu: Ihún er samin til útvarps
flutnings í 12 .köflum ámóta löng-
um, og sjálfur hinn ísmeygilegi,
íbyggilegi stíltónn hennar, þar
sem maður ræðir við menn, kann
að hafa ráðizt af útvarpsflutningn
um og hæfir honum mætavel. En
spyrja má: hvaða markverðar bók-
menntir eigum við að þakka hér
heima áratugaiangri útvarpsstarf-
semi í landinu?
Robert Duncan, er eindreginn
stuðningsmaður Jolinsons forseta.
Aðalmál kosninganna voru um-
bætur þær, sem stjórnin ihefur
beitt sér fyrir í félagsmálum, og
kynþáttavandamálið, og er dómur
kjósenda talinn sá, að fara verði
með meiri hægð í þessum málum
en gert hefur verið til þessa. Mál
þessi kunna að verða ennþá mik-
ilvægari að tveimur árum liðnum,
en það fer nokkuð eftir því hvaða
afstöðu nýkjörið þing mun taka
til umbóta þeirra, sem felast í
„Great Society“-áætlunum for-
sotans.
Forsetinn, sem dvelst á búgarði
sínum í Texas og hvílir sig fyrir
væntanlega skurðaðgerð í San
Antonio, vildi ekfcert um kosninga
úrslitin segja í dag. Talsmaður
forsetans sagði: Ég hygg að for-
setinn telji að demókratar hafi
tapað tveimur fleiri sætum í öld-
ungadeildinni en hann bjóst við.
EKKI ÓVÆNTUR SIGUR
Sigur repúblikana kom síður en
svo á óvart, en var almennt meiri
en búizt var við. Stjórnarandstæð-
ingar sigra venjulega alltaf í
kosningum sem fram fara milli
forsetakosninga.
Demókratar hafa tryggan meiri
hluta í báðum dei'ldum þingsins,
en það sem stofnað getur um-
bótamálum Johnsons í hættu er,
að repúblikanar og fhaldssamir
demókratar frá suðurríkjunum
geri með sér bandalag. í atfcvæða
greiðslum um þessi mál í fulltrúa-
deildinni var meirihluti Johnsons
oft innan við 40 atkvæði, það er
minni en þingsætaaukning repú-
blikana nú.
Andúð hvitra manna á barátt-
unni fyrir jafnrétti blökkumanna
(„white backlash") gerði vart við
sig i ýmsum ríkjum eins og' við
var búizt. í tveimur öruggum
demófci-ataríkjum, Florida og Ar-
fcansas, sigruðu frambjóðendur
repúblikana í ríkisstjórakosning-
unum með því að ala á ótta hvítra
mánna. Einnig er talið að kyn-
þáltamálin hafi haft áhrif á Kali-
forníu og Illinois, en í Massa-
chusettes var blökkumaður kjör-
inn öldungadeildarmaður.
Rélegir dagar
Framhald at 4 siðu
samþykkt á undanförnum þingum.
Verður þetta að líkindum fyrsta
lagafrumvarpið, sem þetta þing
sendir frá sér, en frumvarpið á
nú aðeins eftir eina umræðu í
neðri deild.
í Vestmannaeyjum
Aðalfundur
Aðalfuhdur AlþýðtTfiokksfélags
Vestmannaeýja verffur haldinn
að Hótel H.B. í Vestmannaeyjuin
næstkomandi laugardag kl. 5 síff
degis.
Venjuleg affalfundarstörf
Kosning fulltrúa á flokltsþing
Alþýffuflokksins.
Áskriffasimi AlþýéiabBaésins er 14900
Þýðing séra Sveins Víkings virð
ist mér vera á þjálu og lipurlegu
máli, en að sönnu hef ég ekki
borið hana saman við frumtexta.
Á stöku stað ber þó fyrir klaufa-
legri setningu sem bendir til að
ekki hafi verið nostrað við þýðing-
una eins og vert væri. Frágangur
bókarinnar er hinn bezti af hálfu
forlagsins, prentvillur fáar. — ÓJ.
10. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAOIÐ 15