Alþýðublaðið - 24.11.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 24.11.1966, Page 8
Hvernig húfur viltu nota? Það er sérstaklega gott fyrir okk ur hérna á íslandi, að hlýjar húfur hafa verið í tízku undanfarið og ekki lítur út fyrir annað, en svo muni verða áfram. Að sjálfsög'ðu tekur alltaf nokkurn tíma að kon ur hér taki almennt upp ný tízku fyrirbrigði, og kannski sérstaklega seint í höttum og húfum. Þó virðist það alveg sjálfsagt hér, að sem flestar noti sér, hvað höfuðfata tízkan lientar okkur sérlega vel Flestar húfurnar eru bundnar und ir kverk og falla þétt að höfðinu. Það er einhver munur að hafa slíka húfu en slæðurnar, sem næstum hver einasta manneskja notaði fyrir nokkrum árum, ef eitt hvað var að veðri. Slæðurnar eru bæði kaldar og óklæðilegar og hald ast illa á höfðinu, það ætti þvi ekki að þurfa að hvetja íslenzkar konur til að fá sér húfur, sem haldast vel á höfðinu, hvernig sem veðrið er og eru auk þess sérlega kiæðilegar. Nú fást hér skinnhett urnar, sem eru svo góðar fyrir kalda veðráttu. Vinsældir þeirra hér virðast vera að aukast, eink- anlega meðal ungra stúlkna, enda klæðileg höfuðföt fyrir flesta. Það er mikil fjölbreytni í höfuðfatatízkunni nú, þar má sjá túrbanhatta ýmiss konar, húfur, sem minna á rússnesk hóf uðföt og koma þar fram áhrif frá kvikmyndinni Dr. Zhivago. Sú kvikmynd virðist hafa haft geysimikil áhrif á tízkuírömuðina og hefur mátt sjá áhrif frá henni bæði í kápum, stígvélum og höfuð búnaði. -x a 24. nóvember 1966 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.