Alþýðublaðið - 29.11.1966, Page 16

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Page 16
Samskipti frændþjóða ÍS Danir og íslendingar hafa um margra alda skeið haft með sér all nána samvinnu á flestum svið- tim og gengið á ýmsu í þeim sam- skiptum. Þótt liðnir séu rúmlega •tveir áratugir síðan íslendingar Ihættu að hafa afnot af danska flcónginum hafa samskipti land- anna verið að mörgu leyti náin og verða sjálfsagt framvegis. Þetta er ekki óeðlilegt því margt Ihafa fuessar þjóðir sótt hvor til ann- arrar á löngum tíma. Kaupmannahöfn var Ihöfuðborg íslands í nokkur hundruð ár og iþangað sóttu íslendingar menntun sína og snæri, og fleira sem að igagni mátti koma. Þá voru Danir isvo vingjarnlegir að geyma fyrir okkur þjóðararfinn, handritin, og þótt nú eigi að skila þeim aftur em uppi raddir í Danmörku um «að meira en velkomið sé að geyma þau þar áfram. Enn sækjum við margt til Dan- merkur eins og til dæmis mennt- un sjónvarpsmanna og meginið af þeim bjór sem drukkinn er í land- inu, Enn er Kaupmannahöfn sú erlenda borg sem íslendingar fara 'helzt til þegar þeir bregða sór út fyrir pollinn, og þegar minnzt er á borgina við sundið við eldri menn færist hamingjusvipur yfir andlit þeirra og þeir verða ungir í annað sinn þegar þeir minnast freistinga þeirrar glaðværu borg- ar. Um skipti Dana og íslendinga nú fyrir skemmstu hefur verið rætt og ritað svo mikið að óþarfi mun að bera í þann bakkafulla læk. En ríkisstjórnir landanna sömdu um að skipta með sér hand ritunum í mesta bróðerni. Enn fara hagsmunir íslendinga og Dana saman og það var eins og að rifja upp gamlar og góðar minningar þegar eitt dagblaðanna birti eftirfarandi fréttafyrirsögn á áberandi stað í gær: Dansk-ís- lenzka svindlið. Prókúrufals sem nemur milljónum? Síðan er rakin frétt þess efnis að danskur grósseri hafi ætlað að kveikja í verksmiðju sinni til að brenna bókhald fyrirtækisins, en hann komst ekki upp með moð- reyk. Eldurinn var slökktur og grósserinn fór í tukthúsið. Nú eru kornnir hingað til lands nokkrir rannsóknarmerjn til að atliug^ samskipti brennugrósserans við ís- lenzka aðila, sem átt hafa við hann viðskipti og flutt inn danskar mubl ur sem löngum hafa þótt fínar á íslandi. Undanfarin ár hefur ver- ið talsverður innflutningur á þess ari gæðavöru og kemur iiann lík- lega í þriðja sæti á eftir dönskum bjór og dönskum tertubotnum sem eru helztu innflutningsvörur okk- ar úr Danaveldi. Bráðlega förum við líka að flytja inn þaðan ís- lenzk handrit. Einhver igrunur mun leika á að ekki sé allt með felldu bókhaldið hjá íslenzku innflytjendunum fremur en hj'á danska útflytjand- anum og sé svo skipti prókúru- falsið milljónum króna. Sé þetta rétt er það gleðilegur vottur þess að góð samvinna iliefur tekizt milli íslenzkra og danskra athafna- manna þrátt fyrir að verzlunar- viðskipti milli landanna lögðust að mestu niður um árabil, og að grósserar af þessum frændþjóðum bera fyllsta traust hvorir til ann- ars, og bindur þetta þjóðirnar enn sterkari böndum. Og livers vegna skyldi þa# ekkl líka fylgja álftum eins og öðr- um kyuþáttum að telja sig göf* ugastar? Lesbók Tímaas. Alltaf þegar lilaup kemur i Skaftá, hlaupa blöðin á sig og segija að nú sé komið Kötlu* gos. Svona ættir þú alltaf að vera, sagði kallinn, þegar kelliugin var svo hás að hún gat ekki talað. Samræðuhæfileiki er að segja það sem maður meinar án þesa að- meina neitt með því. IWWWMtWWtWWWMWMMMMMMMMMWIWWWMIWWWIW Jón Árnason Uppi á hárri heiðarbrún sviptigið sýnist frón, svo finnst oss einnig Jón. Minnir hann oss á Akrafjall, hvað eitt við himinn ber, hreykir og breiðir úr sér. / ivwvwvwwwwwwvv%mwwvtiHw%v%w»wwvmv Þú verður þó að viðurkeuna að það er lieppni að sími skuli vera í nágrenninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.