Alþýðublaðið - 06.12.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Side 4
Ritstjórar: Cylfl Gröndnl (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RltstjómarfuU. t^úl: Etöur Guönason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngaslml: 14909. A8, etur Alþýðuhúslö vlB Hverflsgötu, Keykjavík. — PrgntsmlSja AlþýSu tða Islas. — Askríftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kt'. 7,00 tKitaW ‘ Utgcfandl AíþýSuflokkurlnd. £ \ Stefnulaus andstaða ÞÁÐ VEKUR athygli þeirra, sem bezt fylgjast með stjórnmálum, hversu máttvana stjórnarandstaðan er um þessar mundir. Hún heldur aðallega á lofti göml- um slagorðum, sem ekki virðast finna neinn hljóm- grunn hjá almenningi. Fjárlög eru til afgreiðslu á Alþingi þessa daga. Þar má finna heildarmynd af ríkisrekstrinum, og þar koma við sögu megruA^-iði atvinnulífsins, til dæmis hvað viðkemur greiðslum til Iandbúnaðar og sjávar- útvegs. Mætti því ætla, að hörð átök væru um fjár- lögin. En svo er ekki. Stundum segja stjórnarandstæðing- ar að vísu, að skattar séu alltof háir hér á landi — en þeir treysta sér ekki til að flytja tillögur um lælck un þeirra. Svo segja þeir við önnur tækifæri, að fram lög til verklegra framkvæmda og annarra góðra mála séu allt of lítil, en treysta sér heldur ekki til að flytja alvarlegar tillögur um hækkun þeirra. Þessi afstaða er hið gamalkunna ábyrgðarleysi stjórnarandstæðinga að telja tekjur ríkisins allt of miklar, en útgjöld þess alltof lítil. Ósamræmið í slík um málflutningi er augljóst. Svipaða sögu er að segja um verðstöðvun ríkisstjóm arinnar, sem er annað stórmál þessa vetrar. Stjórn- arandstæðingar hafa haldið uppi háværum kröfum um að ríkisstjórnin stöðvi verðbólguna. Nú hefur ríkis- stjórnin tekið upp víðtæka verðstöðvun, og er vísitöl unni haldið óbreyttri frá ágústmánuði síðastliðnum. Ekki geta stjórnarandstæðingar unað þessum ráð- stöfunum, heldur reyna þeir enn að vekja tortryggni. Hefði verið meiri mannsbragur af því að játa, að verðstöðvunin væri stórt skref í rétta átt. En fram- sóknarmenn og alþýðubandalagsmenn treysta sér ekki til að játa, að neitt sé rétt, sem ríkisstjórnin gerir.1 Hins vegar hefur þjóðin í heild fagnað stöðv- iminni og óskar þess, að ríkisstjórninni takist þau á- Form. Af ollu þessu má ráða, að stjórnarandstaðan bregzt meginhlut\’,eriki sínu — að bjóða þjóðinni AÐRA STEFNU en þá, sem fylgt er. Sú var tíðin, að framsóknarmenn höfðu uppi nokkra tilburði til að telja þjóðinni trú um, að þeir rötuðu aðra íeið. En sú dýrð stóð ekki lengi, enda skildist fólki, að þetta væri lítið nema orðin ein, þegar á reyncfi. Nú heyrist ekkert lengur um aðrar leiðir. Þjóáin á nú við ýmis konar erfiðleika að etja, sem ipó eru þess eðlis, að þeir koma íslendingum ekki á óvart Ríkisstjórnin hefur snúizt gegn þessum vanda og reynt að spyma við fótum. Þjóðin styður án efa há viðleitni, en hafnar hinu vandræðalega stefnu- ' eysi pndstöðuflokkanna. 4 6/desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEGO -leikctncii heimur.. Vðnnuheimilsð að Reykjalundi Aðalskrifstofa Reykjalundi. — Sími um Brúarland. Skrifstofa í Beykjavík, Bræðraborgarstíg 9, Sími 22150. krossgötum ★ SPAUGVITRINGARNIR í ÚTVARPINU. Útvarpshlustandi kom að máli við okkur og bað okkur fyrir eftirfarandi athugasemdir við spaugvitringaþáttinn í útvarpinu: „Ég hlusta talsvert á útvarp og er ánæg'ður ineð það að mörgu leyti, tel það uppfylla von um framar þær kröfur sem unnt er að gera til þess, miðað við allar aðstæður. En sumt tel ég þó að betur mætti fara. Eitt af því er spaugvitr ingaþátturinn, sem nú er að nokkru leyti í nýju formi. í sjálfu sér er kannski ekkert við fyrir komulag þáttarins að athuga, ef tll vill er það fremur framkvæmdin, sem að mæ^ti finna í sum um greinum. T. d. er ég ekki viss um, að það sé allskostar heppilegt að sömu mennirnir hafi þetta með höndum vetur eftir vetur, þótt góðir séu. Einmitt í svona gamanþætti er nokkur hætta á of notkun á mönnum, þegar til lengdar lætur. Úr þessu var að vísu bætt í síðasta þætti og er það spor í rétta átt. Ef til vill kæmi til greina, að einn gengi úr í hverjum þætti og nýr maður kæmi í staðinn. Það mundi auka á eftirvæntingu hlust- enda. Spurningaþáttur pilta og stúlkna, sem Guð- mundur Jónsson stjórnar, er ágætur. Þó, hefur verið hallað á stúlkurnar, sennilega í hugsunar- Ieysi, með því að þær hafa verið spurðar einu sinni oftar en piltarnir, byrjað og endað á þeim og fallið á því a.m.k. einu sinni, áður en útséð var hver ynni á jafnmörgum spurningum. ★ VÍSNAÞÁTTUR GUÐMUNDAR. Þá er það vísnaþátturinn, sem Guðmundur Sigurðsson hefur veg og vanda af og nýtur mik illa vinsælda. Hann hefur þann höfuðkost, að margir geta tekið þátt í honum og ekki síður þeir, sem fjarri búa höfuðborginni. Að sjálf- sögðu eru yrkingarnar sem á borð eru bomar misjafnar að gæðum. Slíkt verður að fara eftir efnum og ástæðum. En eitt finnst mér að- Framhald á 13. siðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.