Alþýðublaðið - 09.12.1966, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Qupperneq 4
Ettstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) 02 Benedikt Gröndal. — RltstjómarfuU. Elöur GuBnason. — Síinar: 14900-14903 — Auglýslngasímt: 14908. ' Ssetur Alþýöuhúsiö viO Hverflsgötu, Reykjavflc. — Priasitsirilöja Als:ýöu áösins. — Askriftargjald Kr. 95.00 — X lausásölu fcC; 7,00 eiútaicitfc Htgefandi AiþýSuflokkurlnii. AÐBÚÐ SÍLDARSJÓMANNA , y Þ('|TT KOMINN sé hávetur og veður orðin válynd, stenQlui- síldarvertíðin samt enn, og daglega berast aflaJ|réttir, sem menn fylgjast með af miklum áhuga. Gjörbylting hefur orðið á síldveiðum undanfarin fr, er við höfum eignazt fullkomnari skip, sem sækja lengra og stunda veiðamar lengur. Vegna þess- ára breytinga er orðin brýn nauðsyn að bæta inarg- víslega þjónustu við sjómennina, sem þessar veiðar stun ia. : Þr.r af þingmönnum Alþýðuflokksins fluttu ný- Íega |þingsályktunartillögu um bætta aðbúð og lækna- ijónrstu fyrir síldarsjómenn. Er tillagan svohljóð- ándi „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa fimm manna nefnd til að athnga og gera tillögur um feætti aðbúð síldarsjómanna í landi, meðal annars að þvf- !r varðar stofnun og starfrækslu sjómannastofa á öljum meginhöfnum Austurlands. Jafnframt því ýerði nefndinni falið að kanna, hvort ekki sé mögu- ltegt ‘að koma á fót læknaþjónustu, sem fylgt gæti síldveiðiílotanum, að minnsta kosti á djúpmiðum“. ;Hér er hreyft athyglisverðum málum, og eins og bent er á í greinargerð með tillögunni, þá eru lík- íega um tvö þúsund sjómenn á íslenzku síldarskip- ■|xnum. og oft er meginhluti flotans eitt til tvö hundr- itð mílur undan landi. Sjálfsagt er og eðlilegt, að um fprð í björgunar- og aðstoðarskipi, sem yfirleitt fylg ír flotanum sé læknir. Þá er einnig mikil og ekki •minni nauðsyn að bæta aðstöðu sjómanna í landi, og jpyrfti þar að lyfta Grettistaki. Sú nefndarskipun, ^em tillagan gerir ráð fyrir er sjálfsögð og eðlileg, og fer 'að hvetja til að framkvæmdir í þessum efnum clragist ekki úr hófi. f 1 ALLT UPP í LOFT! 4 | Tíðindi nokkur gerast nú innan Alþýðubandalags- ips svokallaða, en það gerðist fyrir nokkrum dögum pð látið var skerast í odda og valda'hlutföll könnuð liiilli hreinna kommúnista og Hannibalista. Hannibal qg félagar hans urðu undir, Hannibal tapaði kosningu síem formaður framkvæmdanefndar bandalagsins. Sigraði þar kommúnistinn Guðmundur Hjartarson, stem nú heldur í sínum höndum öllum stjórnþráðum fýrirtækja kommúnista hér á landi .Voru honum íengin stóraukin völd í þeim efnum nú fyrir skörnmu, m. a. til að tryggja framhald á útgáfu Þjóðviljans. Eins og margoft hefur verið sagt hér í Alþýðublað- inu, eru það kommúnistar, sem ráða lofum og lögum í Alþýðubandalaginu, þrátt fyrir allar fullyrðingar um hið gagnstæða. Hörmulega seint ætlar ýmsu á- gætu? verkalýðssinnuðu fólki að skiljast að samstarf við Álþýðuflokkinn er í þessum efnum heilladrýgra <jn að gerast taglhnýtingar kommúnista í Alþýðu- ijiandalaginu, þar sem allt er nú upp í loft. 4 9. desember 1966 - SLÞÝOUBLS0IO LEiKFÖNG í ÞÚSUNDATAU handa telpum og drengjum. Matar og kaffistell — Pottar og pönnur Snyrtivörur í gjafakössum Skartgripaskrín — Burstasett Glasasett — Vín- og ölglös Stálföt — Stálhnífapör — Hitakönnur Brauðskurðarhnífar íslenzkt og erlent keramik Gjafavörur úr kopar Veggplattar — Jólakerti — Gerfijólatré Kæliskápar — Hrærivélar — Eldavélar Lampar Raftækjadeildiii og Lelkfangaafiarkaðurinii er á II. hæð. OPIÐ TIL KL. 18.00 LAUGARDAG- INN 10. DESEMBER. HAB - ÞRIR BILAR í BODI - HAB ★ ER DÝRT AÐ FLJÚGA? Dönsku neytendasamtökin gefa út ágætis blað, sem heitir TÆNK. Þar er í hverju hefti að finna mikið af nytsömum upplýsingum um allt hvað eina. í síðasta tölublaði er grein, sen^ heitir: Hversvegna þarf það a'ð vera svona dýrt að fljúga? Greinin hefst á þessum orðum: „Hlutverk danskra loftferðayfirvalda er að tryggja að flug í Danmörku fari fram við þær öryggisaðstæður, sem reglur segja til um. Þetta hlutverk er að sjálfsögðu öllum í hag. En loftferðayfirvöld gegna einnig öðru hlut verki, sem vafasamt er að öllum sé í hag. Það hlut verk er að vernda hagsmuni SAS gegn samkeppni annarsstaðar frá. í þessum efnum er rekin svo hörð verndarstefna, að á fjölmörgum sviðum er það beinlínis til skaða fyrir þá, sem yfirvöld eiga að vernda ,en það eru einmitt neytendurnir.' Síðar í greininni er sagt ,að fargjald frá Kaup mannahöfn til New York og til baka kosti 3314, og sé það mjög hátt verð, og ágóði flugfélagsins ærinn af þessu miðaverði. Bent er á að vísu að liægt sé að fá lægri 14 eða 21 dags fargjöld, en þau séu marg víslegum skilyrðum háð og ekki fáanleg allt árið. Síðan er bent á að til sé eitt flugfélag, sem ekki selji farmiða á sama lióa verðinu og IATA félög ' in, — þetta sé hið islenzka flugfélag, Loftleiðir, og er síðan sagt að fargjald Loftleiða frá Luxem bourg til New York og til baka sé ekki nema 2208 danskar krónur, og mundu Danir einnig geta átt kost á slíkum vildarkjörum, aðeins ef yfirvöld vildu fallast á það. ★ GÆTU LÆKKAÐ VERÐIÐ í greininni er síðan sérstaða Loftleiða rædd nánar og þau kostakjör, sem félagið býður, og þær takmarkanir, sem norræn loftferðayfirvöld hafa sett á starfsemi Loftleiða á Norðurlöndum. Bent er ennfremur á, að SAS gæti farið í kring um reglur IATA með því að láta vélar sínar koma við á Grænlandi, því flugið frá Danmörku til Græn lands mundi flokkað, sem innanlandsflug og IATA gæti ekki skipt sér af verðlagningu farmiða á þeirri leið. í lok greinarinnar segir, að danskir pólitíkusar og embættismenn eigi erfitt með að gera það upp við sig ,hvort SAS sé í rauninni ekki orðið alltof dýrt fyrirtæki, sem lítill hagur sé að. Þeir benda á að danska ríkið sé meðeigandi í SAS og það sé því hagur ríkisins og skattborgaranna að tapið á SAS verði sem minnst. — En spyr, greinarhöfundur að lokum, er það verjanlegt að spara skattþegninum nokkrar krónur, en taka þær síðan margfaldar af lionum aftur sem flugfarþega? G

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.