Alþýðublaðið - 09.12.1966, Síða 6

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Síða 6
FYRIR nokkrum láruA studdu Vestmenn íslendinga til að virkja þrjá fossa handa fólki fyrir sunn- an, Jvestan og norðan. Síðan hef- ur 'raforka náð til meginhluta þeirra manna, sem búa í þessum byg; 'ðum og bæjum. Þegar þetta var gert höfðu verkfræðingar, þingmenn og ráðheirrar bundið fastmælum að virkja líka íhanda Austurlandi sjálfan Lagarfoss. En það kemur margt fyrir á langri leið. Svo fór með þessa miklu og glæsilegu framkvæmd. Hún var aldrei gerð. En til þess að muna eftir einhverju góðu til 'hagsbóta Austurlandi var með ærnum filkostnaði virkjuð lítil á nærri Vallanesi. Það vatnsfall á tvo hættulega óvini, sumarhita og vetrarkulda. Hún þornar í mestu hituþi og frýs þegar vetur gengur í gatð. Síðan síldin byrjaði heimsóknir til Austfjarða, að sið fyrri tíma þegar haustar að, hefur raforku- þörfin gert meir og meir vart við sig í þessum fjórðungi. Litlu vatnsknúnu rafstöðvarnar í aust- firzfcu kaupstöðunum 'geta lítið íbætt úr hraðvaxandi þörf fólksins og útvegsins. Mörg hundruð millj- ónir af síldargróða berast í land haust eftir haust, frá austfirzku miðunum. Þessi gróði verður ef til vill ekki varanlegur, en hann er mikill. Þessa óvenjulegu happdrættis- bytgju má nota til að tryggja á varanlegan hátt atvinnulíf á Aust- urlandi um ókomna áratugi. Aust- firðingar og þjóðhollir menn í öðr um fjórðungum geta nú hafið nýja og sigursæla sókn til að virkja Lagarfoss og dreifa orku hans eftir þörfum um allt Austurland. Má h°ta hinn óvænta síldargróða yfirstandanoi missera. sem megin fjiármagnslind við lausn þessa stórmáls. Vitaskuld ber öðrum að styðja cg með fleiri úrræðum þcssa heppilegu og virðulegu lausn á „jaínvægi atvinnuveg- anna“ til að nota á réttri stund betta algenga, en innihaldssnauða orð líðandi stundar. Ungir fésýslumenn tala nú oft um almenningshiutafélög, sem heillaráð í alroenn.im framkvæmd um. Eimskipafélag íslands er frægast og be/t þekkt af þessum fýrirtækjum hér á landi; og það gæti orðið henoileg fyrirmynd um fjármálasamtök til að virkja Lag- arfoss. Þá væri eðlilegt að leið- togar Austfir*inga, bændahöfð- ingjar, þingmenn, sýslumenn, verzlunarforkó^far kaupmenn. kaupfélagsstiórar og allra helzt útvegsmenn og siómenn, sem hafa gróðann milli handa sér kæmu til leiks. Málið er miö? einfalt. Það vant ar raforku handa Austfirðingum. Þessi landshluti hefur hvað eftir annað verið sniðgenginn í raf- orkuframkvæmdum. Samt eru þar ágæt skilyrði til stórvirkjun- ar, einhver hin beztu hér á landi. Bak við virkjun fallvatnsins á Fljótsdalshéraði er 40 km langur öryggisvatnsgeymir, en vatnshalli á allri þeirri leið aðeins 1 metri. i Hraunhotn er undir þeim stað þar sem reisa verður við fljótið væntanlega stíflu og virkjun. Það- an er falleg gras- og sandbrekka niður að Héraðsflóa. Ef Aust- ’irðíngum þætti henta að gera nokkrar misstórar virkjanir, gætu þeir lagt pípumar hlið við hlið frá fljótinu eftir brekkunni og niður að fjöruborði. Þessi orku- miðstöð væri vel sett í héraðinu, svo að á betra verður ekki kosið. Ein leiðslan yrði lögð meðfram sjónum í norður og vestur yfir Vopnafjörð og Bakkafjörð til Þórs hafnar. Næsta lína lægi meðfram Jökuisá á Dal til fjalla. Síðan kæmu megin leiðslur eftir hérað- inu báðum megin Lagarfljóts upp Fljótsdal. Frá héraði yfir mörg skörð og dali til kaupstaðanna, þar sem síldin afhendir auð hafsins til fólksins og afkomu manna víðs vegar að af landinu. Austurland hefur búið við harð æri í mörg ár. Þar hafa verið aaróir vetur, kal í túnum, slæm spretta og síldarleysi um undan- gengna áratugi. En loksins kom síldin og þjóðin á góð veiðitæki. Iíún hefur mikla verkkurináttu og umfram allt atorkufólk, konur og j karla við starfið. En Austurland er hin gjöfula móðir, sem tekur á móti og- afhendir fjárstraum hafsins. Hagspakir menn segja, að andvirði síldarverðsins hafi á einu ári nýlega verið 1500 millj- ónir króna. Tugir þúsunda víðs vegar um landið njóta góðs af þessum óvenjulegu tekjúm. Hér er ekki farið fram á skatt- rín, þó að minnzt sé á virkjun Lagarfoss, eða nokkra ósann'girni gagnvart síldarframleiOendum. Þeir þurfa margs með til sinna framfara, en forráðamenn þjóð- arinnar þurfa ekki að láta þessar síldarmilljónir hverfa á einu ári eins og þegar 600 milljónum af ’lla fengnum stríðsgróða var eytt 1946 — 1947. Mikið af skyndigróða augnabliksins á að festa i örugg- um atvinnufyrirtækjum. Það væri full ástæða til að verðtryggja al- menningshlutaféð, sem bundið væri í Lagarfossvirkjun, þanni'g, gengisbreyting kæmi ekki illa við þá, sem unnið hafa að framleiðslu. Með þessu eina móti er hægt að gera skyndifjármagn landsmanna ínægjulegri eign. Þá gæti gróði s'Idaráranna á varanlegan hátt ílg leyfi mér að biðja Alþýðu- 'blaðið fyrir þessa hvatningargrein. Fyrir mörgum árum flutti þetta sama blað margar slíkar greinar, þar sem ég hvatti Austfirðinga og valdamenn landsins til að virkja Lagarfoss, öllum til heilla. Þá dugðu ekki sterk rök eða einlæg- ar áskoranir. Ógæfan elti Aust- urland um stund, bæði í raforku- málum og ýmsum framleiðsluhátt- um. Nú er hægt að leysa málið og 1 bæta fyrir gömul mistök með því að ráða vel fram úr þessu máli. j Reynslan sýnir að Austfirðingar leggja nú fram þrátt fyrir erfið- leika undangenginna ára, drjúga björg í þjóðarbúið. Virkjun Lag- arfoss þarf að verða heit barátta Austfirðinga og allra annarra þjóðhollra manna, hvar sem þeir búa í landinu. Jónas Jónsson frá Hriflu Eins og skýrt var frá í fréttum í gær hefur Hamborg nú öðru sinni gefiff Reykjavíkurhöfn hið myndarlegasta jólatré. sem sett hefur veriff upp viff Hafnarbúffir. Myndin er tekin viff þaff tæki færi (Mynd: Bjarnleifur). Önnur bókin í hinum nýja bókaflokki AB: Líf og dauði eftir Sig. Nordal Það var á útmánuðum 1940, að prófessor Sigurður Nordal flutti erindaflokk sinn um líf og dauffa í ríkisútvarpið, við meiri áheyrn en nokkur annar er talinn hafa hreppt þar fyrr og síðar. Þetta sama ár komu fyrirlestrarnir út á prenti, og þá með alllöngum eftirmála. Seldist bókin upp á ör- skömmum tíma ,en nú hefur Al- menna bókafélagið sent hana frá sér í nýrri og aukinni útgáfu. Það er að sönnu kunnara en frá þurfi að segja, hversu allt ,sem Sigurður Nordal ræðir eða ritar, ber með sér aðalsbrag, enda munu fáir höfundar hafa átt sér þakk- látari lesendur. Samt eru þessar staðreyndir naumast einhlítar til skilnings á þeim sérstöku vinsæld- um, sem bók hans Lífi og dauffa •hafa hlotnazt, og þó að hún sé hverjum greindum manni mikill skemmtilestur sökum málsmeð- ferðar og heiðrar hugsunar, kem- ur þar einnig til sjálft efni bók- arinnar, en hún fjallar um þau vandamál mannlegrar tilveru, sem hverjum einum ættu að vera efst í huga og varða öllu framar farn- aff hans og hamingju. „Alltaf síð- an ég fór að vita til mín“, segir Sigurður Nordal í inngangserindi sínu, „hefur það verið mér undr- unarefni að vera til. Mér hefur fundizt það dásamlegt ævintýri, að þessi hnefafylli af mold og ösku skuli hafa vaknað til lífs, farið að hugsa og finna til, hryggj ast og gleðjast, vaxa og þroskast. Mig hefur lan'gað til þess að láta mér verða sem mest úr þessu ævintýri, hvort sem það yrði langt eða skammt." En „lífið hefur líka verið mér vandamál", bætir hann við, og einmitt í þessari bók ræð- ir hann hugsanleg svör við ýms- um þeim örlagaspurningum, sem það hefur lagt fyrir hann. Til hvers lifum við og hvernig eig- um við að lifa? Hvert er útsýnið yfir vandamál mannlegrar tilveru frá vegamótum lífs og dauða? Er guði sama um okkur — og er það þá sama fyrir okkur, 'hvort við leit.um 'hans? — Hér er aðeins 'gripið niður í efni bókarinnar, en að sjálfsögðu kemur höfundurinn ærið víða við í leiðinni. Margir eru þeir, sem aldrei fá notið lífsins með eðlilegum hætti vegna kvíðbogans fyrir dapðan- urti. Til slíkra manna á bók Sig- urðar Nordals brýnt erindi. Hiín mun örugglega verða þeim leið- sögn til rólegrar íhugunar og jafn vægis, auk þess sem allir eiga að geta sótt til hennar holl um- hu'gsúnarefni og andlega nautn. Líf og dauffi er annað ritið í Bókasafni AB, hinum nýja útgáfu- flokki íslenzkra bókmennta frá gömlum og nýjum tíma. Áður er komin skáldsagan Iíristrún í Hamravík og í febrúarbyrjun eru tvær hi'nar næstu væntanlegar, Sögrur úr Skarðsbók og Píslarsaga sr. Jóns Magnússonar. e*AUPU!VI allskonar hreinar tuskur. POLSTURIÐJAN Freyjugötu 14 Ur^lýsið í iMbv&iblsste geymzt sem varasjóður fyrir var- anlega gróffa og um leið markað þáttaskil í sögu atvinnumálanna með því að leysa með karlmann- j legu átaki mesta vandamál allra Austfjarða. £ 9. desember 1966 - ALÞÝÐIJBLAÐIÐ í i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.