Alþýðublaðið - 09.12.1966, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Qupperneq 16
Inn og út um gluggann AFBROT færast sífellt í vöxt, eins og dæmin sanna. Nú er svo komið að engan veginn má telj ast öruggt að þeir menn, sem ættu að sitja í tryggri gæzlu í betrunarhúsi fyrir eldri afbrot, fái ekki ný tækifæri til að lengja sakaskrá sína. Nýlega léku fangar }>að að brjótast fyrst út úr dvalar stað sínum og síðan brutust þeir inn í annað hús og síðan aftur inn f fyrri íverustað. Innbrot og út- brot eru hvort tveggja alvarleg afbrot, og þegar þetta tvennt fer saman, þá verður málið auðvitað hebningi alvarlegra, því að til þess að ráða fram úr slíkri ráð- gátu þarf meiri hugmyndaflug en hægt er að krefjast af óbrotnum Iögreglumönnum. Enda reyndist það svo í ofangreindu tilviki, að það var nánast af tilviljun að hið rétta í málinu kom í ljós. Þetta mál hlýtur að leiða til margvíslegra þekkinga og heila- brota. Innbrot. sem fer fram að andangengnu útbroti cða jafnvel húsbroti hlýtur að vera helmingi erfiðara að koma upp um en önn ur innbrot, því að auðvitað dett ur lögreglunni ekki í hug að leita í hópi þeirra manna, sem þegar sitja í fangelsi fyrir afbrotið. Þetta er alveg augljóst mál, þótt raunar megi segja, að þar með geri lögreglan sig seka um að leita langt yfir skammt, fara yfir ána eftir vatni eða hvernig sem menn vilja orða það. En það er nú einu sinni svo að það sjá menn einatt siðast sem næst þeim er, og þess eru ófá dæmi að menn leiti með logandi ljósi að ein- hverju sem þegar er í þeirra vörzlu Skammdegisleti Sólin fer snemma í háttinn og sefur langt fram á dag og svei mér ef hún nennir lengur að skína. '• En mörguin finnst þetta æði undarlegt háttalag ! og ekki get ég dulið vanþóknun mína. : Öðruvísi nokkuð mér áður stundum brá, ■ en ekkert er fast eða stöðugt í daganna erli: í sumar vakti hún fram úr og sællegar skein hún þá, er sólarhringiun allan var hún á ferli ; Raunar minnir þetta örlítið á alþekkta glæpasögu erlenda en þar segir frá mannhvarfi. Lög- reglan leitar með logandi Ijósi að týnda manninum um allar jarðir og menn eru farnir að halda að honum hefði verið sálg að o. s. frv. en þá kemur upp úr kafinu, að hann hafði aðeins límt á sig yfirskegg og drukkið sig full an og kássast upp á lögregluþjón og fengið nokkurra mánaða fang elsi fyrir vikið. Og meðan Iögregl an sneri öllu við til að finna manninn sat hann í góðu yfirlæti í einu af fangelsum landsins. Önnur spurning, sem vaknar í þessu sambandi, er hugfræðilegs eðlis og er sú, hvernig hægt sé að refsa þeim mönnum, sem fremja glæpi úr fangelsi. Það er tæplega hægt að dæma þá menn t.il fangelsisvistar, sem þegar eru í fangelsi og virðast una bví svo vel að þeir brjótast þar inn aftur þegar þeir eru búnir að brjótast új áður. Er því kannski ™i farið að þeim væri bezt refsað méð því að láta þá lausa? Hann ætti að hafa mig í örmum sér. Þar kæmi hann sko ekki að tómum kofanum, Jón minn. Lands míns föður, landið Iaugað bláum straumi. — Þannig hóf Hulda hátíðarljóð sitt. Sunnudagsblað Tímans. Það er oft gaman að Iögrcgl fréttunum. Ég hló til dæmis upphátt þegar ég las þessa í Þjóðviljanum: Hann braut rúðu í verzlun Hjartar Hjartar sonar á Bræðraborgarstíg 1, en komst ekki inn í búðina, — hins vegar gaí liann krækt í 20 uppþvottakústa, sem hann hafði á brott með sér. Hann er ókvæntur.... Kallinn er rólegur ennþá. Hann treystir á vinnig í Happ drætti Háskólans og hefnr því eklti tekið neinn jólavíxil enn þá. Guð hjálpi mér, ef hann fær nú ekki einu sinni lægsta vinning.... Mér þótti þeir heldur betur góðir hjá Tímanum í gær. Þeir birtu grein um kvenna- skólann að Varmalandi og fyrir sögnin var þessi: — Þar er búið með einum karlmannaföt um og stökum jakka...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.