Alþýðublaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulU.
tn|i: Eiöur GuCnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906,
Aðsetur AlþýÖuhúsið við Hveríisgötu, Peykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-.
blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Happdrætti Háskóians
1 MENNINGARÍ>JÓÐUM er áhugamál að eiga sem
fcezta háskóla, enda eru þær tíðum dæmdar eftir á-
^tandi æðstu menntastofnana þeirra. Þannig er Há-
skóli íslands í augum margra gesta ein helzta rétt-
Igeting' þess, að ís^endingar standi vel undir sjálf-
Stæði sínu.
- Víða um lönd hafa háskófar fengið sérstaka tekju-
stofna til uppbyggingar. Finnskir 'háskólar hafa tekj
ur af lyfjabúðum, danskir af bjór, norskir af get-
raunástarfsemi og bandarískir af landeignum. Hér á
íslandi -hefur Happdrætti Háskólans verið honum ó-
metgnleg stoð og átt meginþátt í byggingum hans og
t^ekjákosti. Verður það seint nægilega lofað, að spila
f|sn,þjóðarinnar skyldi beint inn á svo ágæta braut.
^Nújstendur yfir tækni- og menntunarbylting í heim
itium. Þekking er verðmætust alira gæða og þörfin
fyrir sérmenntað fólk verður meiri með hverju ári.
Ifefur þetta leitt til stórfelídrar aukningar á háslcól-
«|m allra landa. Iiafa nágrannaþjóðir okkar til dæm-
is stofnað marga nýja háskóla og byggt í stórum stíl
fýrir þá, sem fyrir eru.
t r ^
í Háskóli Isiands verður á komandi árum að laga
sjg að þessum breyttu aðstæðum og stórauka kennslu
og vísindastörf. Þarf mildar byggingar til að hýsa
sómasamlega þá starfsemi, sem nú þegar er unnin,
hvað þá hina gífurlegu aukningu, sem hiýtur að vera
framundan,
Síðasta nýbygging Háskólans var raunvísindastofn
un með rafmagnsheila sem stendur sunnan við Há-
skólabíó. Það 'hús kostaði 20 milljónir og greiddi
happdrættið þriðjung þess. Næsta verkefnið er hand-
r|tahús, sem Háskólinn mun eignast að tveim þriðju
h utum — aðallega fyrir fulltingi happdrættisins.
Þjórf er margra fleiri bygginga og er hús læknadeild-
aí mést þeirra, sem fyrirhugað eru.
iEigendur miða í Happdrætti Háskólans fá 70%
flf féj sínu aftur, en það, sem eftir verður, er bráð-
náuð|ynlegt og ágætt framlag til íslenzkrar menn-
ingarj
[ Loftárásirnar
, HI%N ÞEKKTI blaðamaður við New York Times,
Harrisson Salisbury, er staddur í Norður Vietnam og
hefurj kynnt sér það tjón, sem bandarískar flugvélar
hafa gert þar með sprengjuárásum sínum. Kemst
Irann að þeirri niðurstöðu að 'hernaðarlegt tjón sé
mun minna en bandarísk yfirvöld vilja vera láta, en
tjón á óbreyttum borgurum og íbúðahverfum mun
imeirá.
Þessar upplýsingar hafa vakið mikla athygli í
Bándaríkjunum og sett af stað nýja þingrannsókn.
Salisbury staðfestir það, sem andstæðingur sprengju
árásanna hafa lengi sagt, að árangur af þeim sé mjög
^vafasamur en tjón á saldausu fólki óhjákvæmilegt.
4 30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FLUG-
ELDAR
Eldflaugar
Rakettur —
fjölbreytt
úrval
Handblys
margar gerðir
og litir.
Jokerblys
Stjörnublys
Bengal-blys
Gull- og
silfurregn
Vax-útiblys,
loga Vz og 2
jklukkustundir
- hentug fyrir
unglinga.
Stjörnuljós
Stjörnugos
Bengal-eldspýtur
rauðar og grænar.
Verzlun
Ö. EHingsen
TIL SÖLU
Glæsileg 5-6 herbergja fokheld hæð
í Garðahreppi.
Fallegt útsýni — hagstæð kjör.
Steyptur grunnur undir bílskúr.
Upplýsingar í síma 51787.
Hræódýr frímerki frá Austurríki
2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði
320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk.
Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir
endast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempscher-
gasse 20, 1180 Wien_
★ BÆKUR OG
BÓKAFLÓÐ
★ BÆKUR FÁST
ALLSSTAÐAR.
Hinir svartsýnu halda því oft fram, að sjón
varpið muni fyrr eða síðar ganga af bókaútgáfu
dauðri, jafnframt því sem leikhúsin yrðu að sjálf
sögðu að hætta að starfa ásamt kvikmyndahúsunum
flestum ef ekki öllum.
í. Bandarikjunum þar sem sjónvarpið hefur
verið einna lengst við lýði er atliyglisvert að skoða
hvernig þessi mál nú standa, en vikuritið Time
birti nýlega athyglisverðar greinar um bókaútgáf
una þar í landi.
Síðastliðna fjóra áratugi hefur bókaútgáfa í
Bandaríkjunum aukizt um 600% og er það hreint
ekki svo lítið. Á árunum 1952—1961 jukust við
skipti útgefanda og bóksala um hvorki meira né
minna en 150%. Aðeins á því eina ári 1966 munu
Bandaríkjamenn hafa eytt 2,5 milljörðum dollara
til kaupa á 2,2 milljörðum bóka, allt frá vasabrots
bókum, sem kosta ekki nema 35 sent upp í alfræði
orðabækur sem seljast grimmt á íslandi, og sem
kosta um 200 dollara, eða um sextán þúsund krón
ur í Bandaríkjunum.
Bækur fást í Bandaríkjunum í öllum búðum:
Þær fást á súpermörkuðum, í afsláttarverzlunum
og að ógleymdum apótekunum, sem ævinlega eru
vel birg af hverskonar lesefni.
í smásölu eru bækur seldar á um það bil 120 þús
und stöðurn, en þær hafa samt ekki pláss fyrir þá
190 þúsund bókatitla, sem fáanlegir eru um þess
ar mundir, hvað þá lieldur að allar verzlanir geti
haft allar nýjar bækur sem út koma árléga, en þær
cru samtals 28 þúsund. Það hve bækur eru seldar
á mörgum stöðum hefur valdið því að í Bandaríkj
unum eru aðeins mjög fáar verzlanir, sem eingöngu
verzla með bækur, — talið er að þær séu samtals
1500. Hinsvegar eru það póstmennirnir í Banda
ríkjunum, sem eiga ríkulegan þátt í dreifingu bóka
cn talið er að þeir beri út firnmtán af hundraði allra
seldra bóka í Bandaríkjunum, að verðmæti rúmlega
180 milljónir dollara, og á hverjum degi er fram
leidd um það bil ein milljón vasabrotsbóka.
Iíver var að segja áð sjónvarpið dræpi alla bóka
útgáfu? — Karl.