Alþýðublaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 11
•x ••- '
Merkasti viðburðurinn í frjálsíþróttum á sl. sumri var Bikarkeppnin. Myndin er frá keppninni og sýn-
ir keppni í boðhlaupi.
örg verkefni SKRR
á keppnistímabilinu
HVENÆR RIS FULLKOMIÐ
SKÍÐA HÓTEL TIL FJALLA
EINS OG SKÝRT var frá hér á
íþróttasíðunni fyrir jól hefur frú
Ellen Sighvatsson hætt for-
mennsku í Skíðaráði Reykjavíkur
eftir nokkurra ára ágætt starf.
Núverandi formaður er Þórir Lár-
usso.
Slagsmál í Rio!
Úrslitaleikurinn í meistara-
móli Rio de Janeiro í knatt
spyrnu var allsögulegur. Þegar
líöa tók á leikinn gleymdu leik
menn algérlega knáttspyrnunni
en slógust. upp á líf og dauða.
Alls var níu leikmönnum vísað
af leikvelli. Mikil slagsmál voru
meðal áhorfenda, em voru 143
þúsund. Alls hlutu 51 meiðsl.
Dómarinn flautaði leikinn af
fyrir venjulegan leiktíma en þá
var staðan 3-2 fyrir Bangua
gegn Flamengo og þeir fyrr
nefndu hlutu sigurinn. Einn af
áhangendum Flamengo, sem
hlustaði á útvarpslýsingu varð
svo æstur, að hann skaut sig
og var fluttur særður á sjiikra
hús. Það var ekki aðeins hinir
venjulegu áhorfendur, sem slóg
ust, heldur forystumenn, blaða
menn og Ijósmyndarar og lög
réði ekki við neitt.
Nýja stjórnin hélt nýlega fund
með fréttamönnum og skýrði frá
því helzta, sem er á döfinni hjá
Skíðaráðinu í vetur. Skíðaráðið ér
eins og hin sérráðin einskonar
samnefndari fyrir skíðafélögin i
höfuðborginni. Stjórn SKRR hef-
ur mörg jám í eldinum, en þau
helztu eru mótin, ferðir í skíða-
löndin, áróður o.s.frv.
Afgreiðsla skíðaferðanna er nú
í UmferðarmUðiStöðinni, en um
hana sjá Guðmundur Jónasson h.
f. og Kjartan og Ingimar. í Um-
ferðarmiðstöðinni er einnig hægt
ða fá upplýsingar um ferðirnar,
stærð skíðaskálanna, kostnað við
dvöl þar, hvort um veitingar sé að
ræða, hverjir séu forráiðamalnn
o.s.frv.
Þjálfunarvandamálið er eilífur
höfuðverkur en erfitt er að f'á
hæfa þjálfara í einn og hálfan til
tvo mánuði í vetur, en það hefur
ekki tekizt enn. Undanfarna vet-
ur hafa efnilegir skíðamenn verið
styrktir til utanferða, en vegna
kostnaður hefur sá styrkur verið
smávægilegur og gagnið af ferð-
unum lítið.
Mörg skíðamót verða haldin í
vetur hér í nágrenni Reykjavíkur.
Fyrsta mótið verður hið svokall-
aða L.H. Mullersmót, sem er
sveitakeppni í svigi og fer fram
6. og 7. janúar. Skíðamót Reykja-
víkur verður háð dagana 18. og
19. febrúar og 4.-5. marz. Ung-
lingamót Islands verður háð hér
dagana 11. og 12. marz Þá mun
fara hér fram svokallað opið mót
í svigi og stórsvigi, þ.e.a.s. fyrir
alla keppendur á landinu í A-fl.
karla og kvenna, en þetta mót gef-
ur síðan keppendum stig eftir ár-
angri, en stigin eru síðan notuð
til að raða eftir í ráshópa á ís-
landsmóti. Eitt slikt mót fer fram
á Akureyri, ísafirði og Siglufirði.
Þá má ekki gleyma firmakeppni
ráðsins, sem segja má, að sé eina
j tekjulind þess, en hún gerir því
j kleift að ráða áðurnefndan þjálf-
ara.
Haldið verður hið árlega Stef-
] ánsmót í Skálafelli, en það er svig
mót í öllum flokkum, sem KR-ing-
ar halda til minningar um látinn
forystumann. í sambandi við mót
þetta er rétt að geta þess, að e.t.
v. verður það um leið hin árlega
bæjarkeppni Reykvíkinga og
Bergen. Reykvíkingar fara ekki
utan til þeirrar keppni að þessu
sinni og standa yfir samningar um
að fá Glasgowmenn og Bergens-
era hingað, en ekki er enn vitað,
hvort það tekst.
Að lokum sagði Þórir Lárusson,
formaður Skíðaráðs Reykjavíkur:
„í mörg ár hafa skíðamenn í
Reykjavík átt við hinar örðugustu
aðstæður að búa, þar sem snjó-
leysi og önnur bágindi hafa að
steðjað. Það hefir stundum verið
Framhald á bls 14.
VALUR VANN FRAM I6-.13
í ÆSISPENNANDILEIK
*'rll",,gl' 1 ' i n.i.ii 1
VALSMENN komu sannarlega á
óvart í I. deild íslandsmótsins í
handknattleik í gærkvöldi. Þeir
sigruðu Fram með 16 mörkum
gegn 13 og höfðu yfirhöndina all-
an leikinn, utan einu sinni, sem
Fram tókst að jafna í síðari hálf-
leik. Annar leikur kvöldsins var
milli Hauka og Vikings og lauk
með sigri þeirra síðarnefndu, sem
skoruðu 17 mörk gegn 14.
Leikur Vals og Fram var
skemmtilegur frá fyrstu til síð-
ustu mínútu. Valsmenn léku mjög
rólega og skutu ekki á mark,
nema í góðu færi. Á fyrstu mín-
útum leiksins skoruðu Valsmenn
fjórum sinnum, en loks á níundu
mínútu komst Fram á blað. Gunn
laugur bætti öðru marki við fyrir
Fram úr vítakasti. Valsmenn auka
síðan enn bilið og komast í 8:3, en
Framarar eiga síðasta orðið í
fyrri hálfleik, og staðan í hléi er
því 8:4 fyrir Val. Hinir fjölmörgu
áhorfendur virtust skemmta sér
hið bezta og spurningin í hléi var,
skyldi Fram takast að sigra?
Fx-am hóf síðari hálfleik með
iglæsibrag og eftir 15 mínútur er
staðan jöfn, 8:8. En þá finnst Vals
mönnum nóg komið af svo góðu
og skora tvívegis. Töluvert fjpr
færist nú í leikinn og þrem mín-
útum fyrir leikslok er staðan 16:
11 fyrir Val og leikurinn því unp-
inn. Fram leikur maður á manti í
lokin og tekst að skora tvívegis,
skemmtilegur leikur er á enda
með vei'ðskulduðum sigri Vals, 16:
13.
Það var augljóst, að Valsmenn
j komu ákveðnir til leiks og hugð-
ust fara að öllu með gát, þeir
léiku rólega fyrir framan vöjin.
Framara og í'eyndu að finna veilu
Frsmhald á 14. síðu.
Sk'iðaferðir ,
Allar helgar þegar skíðafæri
er, frá hausti 1966 til 15. feb.
1967 mun verða farið í skíða
skála félaganna sem hér seg
ir.: Laugardaga kl. 2, e.h. og 6
s.d. Sunnudaga kl. 10. f.h.
Aðrar aukaferðir verða aug
lý^tar eftir því sem við á. Af
greiðsla skíðabílanna er í Um
fcrðurmfðstöðinni, ÍSiem ennt-
fremur veitir allar nánari upp
lýsingar.
■ ■ ■
Þórólfur Beck, hinxi kunni knattspyrnumaður er nú á förum til
franska félagsins Rouen og rnun leika með því félagi til reynsiu
í sex mánuði. Hann hefur leikið með Glasgow Rangers í rúmt ár,
en kunni illa við sig hjá þvífélagi. Myndin er af Þórólfi í leik.
30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ %%