Alþýðublaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 16
'EQ££MD
Nýtt ár og nýar syndir
ef slíkt vitnar ekki um göfugt og
kristilegt hugarfar. — Þá erum
við víst búnir að gleyma því litla
sem við lærðum í kristinfræðum
í gamla daga.
Og mi er komið að áramótun-
um, og þau eiga víst að vera ná-
kvæmlega eins stutt: Maður get-
ur rétt aðeins gefið sér tíma til
þess að finna svolítið á sér á
gamlárskvöldið og sofið með klof-
ið höfuðið á nýársdag og síðan
ekki söguna meir: Nýr dagur og
meira að segja nýtt ár og nýr
vinnudagur og nýr hversdagsleiki.
Það má mikið vera, ef maður fær
tíma til þess að iðrast synda lið-
ins árs og stíga á stokk og strengja
þess heit að láta glappaskotin og
víxlsporin verða færri og smærri
á nýja árinu. Það er undarlegt
hversu manni finnst árið óra-
langt, þegar það er rétt nýbyrjað:
Heil eilífð framundan. En fyrr en
varir er það komið á fleygiferð
og liðið án þess nokkur hafi gert
sér grein fyrir. Þó fer nú ævin-
lega svó, að maður hefur haft
nægan tíma til að drýgja fleiri
syndir en dáðir, en sleppum því.
í þessu sambandi væri kannski
ekki úr vegi að rifja upp ofur-
litla sögu um einn syndum spillt-
an meðbróður. Við lásum hana
um jólin og hún er það skemmli-
leg, að hún hlýtur að liafa verið
í bók Örlygs Sigurðssonar, sem
er eini núlifandi húmoristinn á
íslandi (náttúrlega fyrir utan þá,
sem þessa síðu berja saman dag
eftir dag). Umræddur syndasel-
ur var kvensamari en góðu hófi
gegndi og einhverju sinni komst
hann í tæri við skínandi frum-
legt verkefni: ljómandi fallega
dvergpíu! Hann komst yfir hana
snarlega, enda kvennamaður með
afbrigðum, en svo illa vildi til,
að í miðjum klíðum kom eigin-
konan sjálf á vettvang. Hún hafði
þolað manni sínum margt í þess-
um efnum, en nú var henni nóg
boðið.
— Hvað er þetta manneskja,
svaraði eiginmaðurinn þá. —■
Sérðu ekki, að ég er alltaf að
minnka þetta við mig. . , .
MARGIR þjóðmálaskúmar og spek
ingar hafa japlað og jamlað á því
i blöðum og öðrum miðlunartækj-
iim, að við íslendingar séum svo
Öskaplega heimtufrekir og tilætl-
unarsamir og sjálfselskir, að ekki
6é vðlit fyrir nokkurn
hvítan mann að gera okkur til
liæfis — hvað þá stjórna okkur.
Þessi skoðun er orðin svo ríkjandi,
að þjóðin er á góðri leið með að
komlex -af öllu saman. Til að
tnynda mætti nefna nýliðin jól
því til sönnunar að þessi kenning
er alröng. Við erum með afbrigð-
um hógværir menn og lítillátir.
Þessi jól, sem nú eru öll, voru
i rauninni alls engin jól. Þetta
var bara laugardagur og sunnu-
dagur og einn skitinn mánudagur,
—■ og síðan ekkert meir nema
grár hversdagsleikinn og vinnan.
Jólin geta víst ekki orðið styttri
en þetta. Samt datt engum í hug,
að mótmæla þessu og heimta sitt
frí eins og undanfarin ár. Það
má kannski segja, að almanakið
eigi að ráða þessu, en oft hefur
því sem merkilegra er en alman-
akið verið breytt til þess að koma
sér vel við elsku litlu ættjörðina
sína. Nei, engum datt í hug að
heimta hvorki eitt eða neitt. Ménn
létu hafa af sér jólafríið og hvíld-
ina þegjandi og möglunarlaust og
Magnús Jónsson
Magnús unir virktavel
vafstri í mannabyggðum,
gengur næstur Gabríel
að góðmennsku og dyggðum.
Aldrei hefur hann eignazt kút.
Allir lofa og dá hann.
þambar hann mysu þétt af stút,
ef þorsti sækir á hann.
Sérstaklega finnast mér kven-
raddirnar g’óffar og hélr eru
mörg ágæt efni, eins og viS
köllum það. Nefni ég þar Her-
dísi Jónsdóttur sópran, Gnnn-
laug Jónasson tenór og Gunn-
ar Jónsson bassa.
Morgunblaðið
Ég hef alltaf sagt að maður á
að læra af sínum eigin i»is-
tökum, enda er það lítilræði
fljótlært. ,
Kallinn er orðinn blankur eft-
ir jólin og er nú fúll yfir að
gamlársdagur slculi alltaf vera
í Iok mánaðar.
Karisauðurinn á neðri hæðinni
er svo eigingjarn að hann gaf
konunni sinni viskustykki í jóla
gjöf.