Alþýðublaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 9
 arettureykinga. Niðurstaða skýrsl- unnar var í stuttu máli þessi: Síg arrettureykingar skapa heilsu manna í Bandaríkjunum svo mikla hættu að það réttlætir fullkom- lega viðeigandi varnaraðgerðír. En nú urðu tóbaksframleiðend ur fyrst alvarlega hræddir. Þeir höM5u fram að þessu eytt hundr uðum þúsunda eða milijónum doll ara í að viðhalda áhrifum sínum í Washington nú var allt í hærtu. Nefnd settist á rökstóla til að ákveða hvernig tóbaksframleiðend ur ættu að bregðast við . Niðurstaðan varð þessi: Gera, sem minnst úr óhollustunni, en minna á efnahagslegt gildi tóbaks iðnaðarins fyrir þjóðina ,en sígar ettur eru árlega framleiddar fyrir 7 billjónir dala. í öðru lagi að hnippa hæversk lega í blöð, tímarit og sjónvarps stöðvar og minna á að sígarettu framleiðendur eyða árlega 240 milljónum dala í auglýsingar. í þriðja lagi að sætta sig við aðvaranir á sígarettupökkum, ef auglýsingarnar yrðu látnar vera undanþegnar þessum aðvörunum. Leið nú og beið. Þegar svo lög voru sett þar sem í engu var geng ið lengra en sígarettuframleiðend ur töldu sig geta sætt sig við undu þeir að sjálfsögðu glaðir við sinn hlut ,en stórblö'ð eins og New York Times töluðu um hneyksli í sam bandi við þessa lagasetningu* Á fyrri hluta þessa árs tilkynnti FTC, sem er sjálfstæð stofnun og fylgist með viðskiptaháttum fyrir tækja að samkomulagið um að hætta að nefna nikótín og tjöruinni liald í sígarettum væri nú úr sög unni. 8. júní í sumar tilkynnti stofnunin svo tóbaksframleiðend- um að liún ætlaði að koma á fót sérstakri rannsóknarstofnun í Was hington til að fylgjast með tjöru og nikótín innilialdi í sígarettum. í sumar lagði svo öldungadeild arþingmaðurinn W. Magnússson fram frumvarp til nýrra laga, sem gerði ráð fyrir enn strangari régl um, og sem sígarettuframleiðend ur gátu alls ekki fellt sig við. Hann skýrði einnig frá þeirri athyglis verðu staðreynd að í reyk frá sumum síusígarettum væri meira nikótín og meiri tjara en í síu lausum sígarettum. Ekki er vitað hvernig sígarettu framleiðendur bregðast nú við. Sumir hafa tekið upp þann sið að augiýsa í blöðum tjöru ög nikótín magnið í einstaka tegundum, sem þeir framleiða, en enginn hefur enn haft hugrekki eða dug til að láta prenta þesar upplýsingar á hvern einasta sígarettupakka. Tímaritið Readers Digest lét fyrir nokkru fara fram skoðana könnun á því hvað reykingamönn um fyndist um, ét þessar upplýs ingar væru prentaðar á sígarettu pakkana. Um 63% töldu að þessar upplýsingar ætti að birta í öll um tóbaksauglýsingum, en 23% töldu að e.kki skipti neinu máli hvort þessar upplýsingar væru prentaðar á pakkana eður ei. Hins vegar voru 92% þeirrar skoðunar að gera ætti sérstakar ráðstafanir til þess að hindra það, að ungt fólk byrjaði að reykja. Hér á íslandi hefur verið tals vert fjaðrafok vegna sígarettuaug iýsinga í dagblöðum og sjónvarpi. Engar reglur eru til sem banna slíkar auglýsingar eða setja yfir leitt nokkur talsrök um hvernig þær eru gerðar eða hvað er sagt í þeim. Finnst þó mörgum að full komlega sé kominn tími til að slíkt verði gert og sömuleiðis heyr ast raddir um að eðlilegt sé að kveðið verði á um það í löggjöf að varúðarmerki skuli vera á öll um sígarettupökkum. (Endursagt og þýtt úr Econom ist og R. Digest.) BBómabúð Michelsen Suðurlandsbraut 10. — Sími 31099. Fallegar og sérkennilegar skreytingar til ára mótanna. Óskum öllum viðskiptavinum Gleðilegs árs Blómabúð Michelsen, Suðurlandsbraut 10. Blómaskáli Michelsen, Hveragerði. FLUGELDAR Skiparakettur Handblys Jokerblys Stormspýtur Snákar Fallhlífarakettur Bengalblys Skrautrakettur Stjörnuljós Stjörnugos Eldflaugar — Tunglflaugar — Eldgos VerÓandi hf. FRÁ BÚRFELLSVIRKJUN óskum eftir að ráða TRESMÍÐI Upplýsingar hjá Trésmíðafélaginu og starfs- mannastj óranum. Fosskraft Suðurlandsbraut 32, sími 38830. Ráðningarstofa hljóðfæral eikara Félag íslenzkra hljómlistarmanna hefur opn að ráðningarstofu hljómlistarmanna að Óð- insgötu 7 frá.kl. 14—19 alla virka daga. Sími 20255. Skrifstofan útvegar félögum, starfsmannahóp- um, skólum og öðrum, sem þurfa á hljóm- sveit að halda hvers konar hljómsveitir. Þeir 'hljóðfæraleikarar og hljómsveitir sem enn hafa ekki látið skrá sig hafi sem fyrst samband við skrifstofuna. FÍH. Askriftasími Alþýöublaösins er 14900 30. desember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.