Alþýðublaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 6
MINNINGARORÐ:
Jóhann Kristjánsson
í dag er til moldar borinn kunn
ingi minn og vinur um árabil, Jó-
hann Kristjánsson, húsasmíðameist
ari, Auðarstræti 17, hér í borg.
Han 1 andaðist hinn 18. f.m. í Borg
arsp talanum við Barónsstíg, eftir
langvarandi sjúkdómslegu og von
laus^ baráttu við ólæknandi sjúk
dóm;
Leiðir okkar lágu fyrst saman
f.vrirt um það bil tuttugu og fimm
árum siðan, er hann byggði hús
á mút.i háifbróður mínum, Karel
Gíslás.yni, rakarameistara, sem nú
er látinn.
Kinni þeirra urðu slík, að hann
tald| Jóhann einn af beztu mönn
um ler hann hafði kynnzt á lífs
Ieiðihni.
Ráðlagði hann mér að kynnast
homlm betur og myndi ég eigi
verða vonsvikinn af þeim kynn
um. >
Að þeim ráðum fór ég.
Hafa kyr.ni okkar haldizt óslit
ið si 5an ög aldrei fallið skuggi á
þau Vináttubönd, sem bundin voru
á þdssum 'vrstu árum kunnings-
skaphr okk ir.
J<yrann Kristjánsson var fædd
ur á| Þverhiekku í Öxnadal, Eyja-
fjarSarsýsln. hinn 4. febrúar 1904.
. Forepdrar bans eru Helga Bjarna
dóttfr, ættuð úr Hörgárdal í Eyja
fjarífarsvslu — sem lifir enn í
hárri elii — og Kristján Kristjáns
son frá Hamri á Þelamörk.
Bjuggu þau hjón lengst af í
Öxnadal og voru vel látin af öll
um, er til heirra þekktu, enda af
góðu bergi brotin.
Jóhann, sem var einkabarn for
eldra sinna var því sprottinn upp
úr pÁSum jarðvegi og eigi úr ætt
skotið.
Innan við tvítugsaldur hóf hann
trésmíðanám á Akureyri og að því
loknu störf við húsasmíði.
Skömmu eftir að námi lauk gekk
Jóhann að eiea fvrri konu sína,
Hannesfnu Pétursdóttur, sem var
ætti'ð nf Vpstfiörðum, en hún
dó í blóma lif.s síns árið 1938.
Bðrn þmrra eru Haukur, húsa
smið»r, g’ftur Sólveigu Kjartans
döttor og HeJea. gift Þorsteini
Steingrímssyni, lögregluþjóni. Eru
þau hæði búsett í Kópavogi.
Seinni kona Jóhanns er Krist
rún cmwundsdóttir, ættuð úr
Reykiavík.
Lifír hún mann sinn ásamt dótt
ur þeirra Erlu, 16 ára að aldri.
Jóhann i ini fæðingarsveit sinni
mjöt' og var frændrækinn í bezta
lagi.'
Hánn át.t' gæfui’íka bernsku- og
seskúdaga l-.já á«trikum foreldrum
í faðmi smrar fögru fæðingarsveit
ar.
Jóhann var í stjórn Eyfirðinga-
féiagsins í Revkiavík um árabil,
lengst af snm formaður þess. Á
Þt“im árum vann félagið sérstak
lega 'að mf-pningar- og mannúðar
málum.
Jóhann fíuttist til Reykjavíkur
árið ‘193’ g stundaði störf við
húsbvggi.T T lengst af sem bygg
ingarmeistfiri.
Þetta errt f ctórum dráttum ytri
þættír æyi .fóhanns. sem varð állt
£ (3. janúar 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ
of stutt, en hann andaðist rúmlega
62 ára um aldur fram.
Ríkustu þættir í skapgerð Jó
hanns voru eðlislæg manngöfgi
og háttprýði, sem öfluðu honum
trausts og vinsælda, hvar sem hann
Jóhann Kristjánsson.
fór. Út frá honum stafaði hógvær
gleði og vinsemd til allra manna.
Hið hlýlega viðmót hans laðaði
fólk að honum.
Þessi þættir í eðli Jóhanns smit
uðu út frá sér og höfðuðu til hinna
betri tilfinninga náungans.
Hann átti ekkert til af þeirri
eigingirni og yfirdrepskap , sem
skyggir um of á ýmsa góða eigin
leika samferðamanna okkar á lífs
leiðinni. Slíkur maður hlýtur því
að verða minnisstæður og hug-
þekkur.
Jóhann var hversdagslega gæf
ur maður, en var þó skapríkur und
ir niðri, ef því var að skipta.
Man ég það scrstaklega hve inni
lega, jafnvel barnaiega gramur
hann gat orðið, ef honum fannst
ómaklega að sér eða öðrum veitzt.
Er þetta einmitt einkenni góðra
manna með ríka réttlætiskennd
en hana hafði Jóhann til að bera í
ríkum mæli.
Annar ríkur þáttur í skapgerð
Jóhanns var glaðværð og gaman-
semi.
Hinn dillandi hlátur hans þokaði
óðara á brott öllum drunga og á-
hyggjum, svo að allir viðstaddir
voru orðnir þátttakendur í hlátri
hans.
Jóhann var vel á sig kominn
líkamlega, enda þrekmenni, með
an heilsan entist.
Hann sýndi og áþreifanlega x
hinni löngu og ströngu sjúkdóms
legu að hann var sannarlega mikið
karlmenni, er mest reyndi á.
Hann lét aldrei bugast, en féll
í valinn fyrir ofurefiinu, eins og
góðum og hraustum dreng sæmdi.
Síðasta starf Jóhanns var eftir
litsstarf við nýbyggingu Útvegs
bankans í Reykjavík, allt að 2 ár
um.
Ávann hann sér þar sem annars
staðar fvrir lipurð og hjálpsemi
traust yfirboðara sinna og vinsæld
ir starfsfólks bankans sem nú þakk
ar honum störfin og hin góðu
kynni.
Jóhann var gæfumaður í einka
lífi sínu, átti ágæta' konu, sem .bjó
honum einkar aðlaðandi heimili,
enda vel menntuð hæfileika- og
myndarkona. Var hann og sérlega
góður hemilisfaðir og hafði yndi
af börnum.
Hin ástríku og friðsælu fjöl-
skyldubönd leiddu til þess að heim
ilið varð honum hjartfólginn og
helgur" griðastaður, sem hann undi
betur á en nokkrum öðrum stað.
Sár harmur er nú kveðinn að
fjölskyldu og nánustu ættingjum
Jóhanns við fráfall hans, sérstak
lega konu og börnum, svo og aldr
aðri móður.
En það er þeim huggun í raun að
minnast þess að sú gæfa að hafa átt
öðlingsmann að ástvini og föður er
auður, sem aldrei verður frá þeim
tekinn.
Ég votta svo að lokum eftirlif
andi eiginkonu, börnum og ást
vinum öllum .einlæga samúð mína,
fjölskyldu minnar og vina hans í
Útvegsbankanum.
Þormóður Ögmundsson.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, minntist í áramótagrein
sinni á hugsanlegar breytingar á
stöórnskipan lýðveldisins. Nefndi
hann þar sérstaklega þá liugmynd
að taka upp sömu stjórnskipan og
tíðkast í Sviss. Benti hann sjálfur
á þessa leið 1940, og margir hafa
íhugað hana síðan.
Segja má, að í Sviss sé einskonar
lögbundin samsteypustjórn. Kýs
þingið ráðherra, en þeir skiptast
á um að fara með embætti forseta
landsins. Eru því stjórnarkreppur
óþekktar og Svisslendingar hafa
lítið haft að segja af erfiðleikum
á myndun ráðuneyta. Mun þessi
festa aðallega vera talin kostur
þessa skipulags.
Væri þetta kerfi lögfest hér á
landi, mundi það væntanlega þýða,
í að hér yrði alltaf þjóðstjórn. Af
sjö ráðherrum mundu Sjálfstæðis-
menn fá þrjá, framsóknarmenn tvo
en Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið einn hvor. Ekki er ljóst
hvernig slík stjórn tæki ákvarðan-
ir í stórmálum, en hætt er við, að
einhver vandkvæði gætu orðið í
þeim efnum.
□ □□□□□
Fleiri hafa reynt þetta stjórn-
skipulag en Svisslendingar. Uru-
guy í Suður-Ameríku tók upp
sömu stjórnskipan, en það ríki
þykir hvað menntun og þroska
snertir standa öðrinn framar þar
í álfu. Ekki þótti Uruguymönnum
góð reynslan af hinu svissneska
kerfi. Fyrir nokkrum vikum á-
kváðu þeir með þjóðaratkvæða-
greiðslu a'ð afnema það og taka
aftur upp forsetastjórn að banda-
rískri fyrirmynd.
Forsætisráðherra benti á, að
ekki hefði hugmyndin um sviss-
neskt stjórnarfar fengið mikinn
hl.iómgrunn hér á Iandi. Mun það
rétt vera, að fáir aðhyllast hana
eftir nánari íhuguu, þótt ýmsum
bvki við fyrstu sýn, að hún sé at-
hyglisverð.
Nokkru meiri festa hefur veri-
ið í stjórnai-fari á íslandi síðustu
ár en áður var. Telja margir stjórn
málabroska vera að aukast, og er
þá minni ástæða til en ella að
hiixrsa um róttækar breytingar á
st.iórnskipan. Gildandi kerfi liefur
unnið sér hefð og á vafalaust vcl
vi« íslendinga.
Galdrakarlmn í Oz
í byrjun janúar frumsýnir
Þjóðleikhúsið barnaleikritið,
Galdi-akallinn í Oz eftir John
Harryson, en leikurinn er byggð
ur á samnefndri sögu eftir
Frank Baum. Hulda Valtýsdótt
ir hefur þýtt leikinn en Kristj
án frá Ðjúpalæk þýðir Ijóð
in og hefur auk þess bætt
nokkrum Ijóðum við í leikinn
Birgir Engilberts gerir leik-
myndir og er þetta frumraun
hans á þvf sviði, en hann hef
ur numið leikmyndagerð hjá
Þjóðleikhúsinu í sl. fjögur ár.
Carl Billich stjórnar hljóm-
sveitinni og hefur auk þess
samið nokkur af lögunum, sem
sungin eru í leiknum. Leik-
stjóri er Klemenz Jónsson.
Þeir sem fara með helztu
hlutverkin í leiknum eru: Mar
grét Guðmundsdóttir, Bessi
Bjarnason, Árni Tryggvason,
Jón Júlíusson, Sverrir Guð-
mundsson, Nína Sveinsdóttir,
Bríet Héðinsdóttir, Valdi-
mar Lárusson og fleiri.
Auk þess koma fram í leikn
um 15 börn úr Listdanssk. Þjóð
leikhússins og annast Fay Wern
er dansatriðin í leiknum og sem
ur dansana.
Barnaleikritið, Galdrakarlinn
í Oz er mjög létt og skemmti
legt barnaævintýri í 9 mynd
um, með mörgum söngvuhi og
dönsum. Margir munu kannast
við samnefnda kvikmynd, sem
sýnd var hér fyrir all möi'gum
árum og lék hin þekkta kvik
myndaleikkona Judy Garland
aðalhlutverkið í myndinni. Þar
söng hún m.a. hið þekkta lag
„Ofar regnbogans gliti‘, sem
margir munu kannast við og
er eitt af aðallögum i leiknum.
Myndin er tekin á æfingu
fyrir skömmu og er af leikurun
um, Bessa Bjarnasyni, Jóni Júl
íussyni, Margréti Guðmunds-
dóttur og Snjólaugu Guðjóns-
sen.