Alþýðublaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 16
^AT EG£Ste> SJÓNVARPSÁRAMÓT Það er nú komið bersýnilega í líiós, a$ sjónvarp er aldrei nauð- isynlegra en einmitt á gamlárs- kvöld. Á' fjölmörgum heimilum hér sunnanlands var slíkur ' friður þetta óróasama kvöld, að slíks munu engin dæmi í íslandssög- unni. Menn sátu rígnegldir við (uægindastólana sína og gláptu á sjónvarpið sitt og gáfu sér ekki ■einu sinni tima til að vera með ■ærsl og hamagang. Enda voru þeir sjónvarpsmenn svo skemmtil’ega ærslafengnir og fjörugir, (ef frá er skilinn skerfur Skandínava til dagskrárinnar, sem var fyrir neð- an allar hellur) að engin þörf gerð ist að bæta þar við. Þegar sjón- varpinu lauk, risu menn loksins á fætur og áttuðu sig á hlutunum, hrópuðu upp yfir sig í örvænt- ingiu — Guð minn almáttugur Er komið nýtt ár? Og ég ófullur enn! Það er sjónvarpinu að þakka, að fleiri íslendingar lifðu árið 1966 ÞINGMANNAVlSUR Sigurvin Einarsson Sigurvin á Bænum bjó búi fyrir vestan. En honum var bæði um og ó alltaf þegar hvessti hann. Og búskapnum á Bænum lauk lijá bóndanum þeim arna. En kölski híó er kirkjan fauk. Kvikindið að tarna. út en nokkurt annað ár, og burt- sofnuðu ekki fyrr en talsvert var liðið á nýtt, heillandi og forvitni- legt ár. Eina sögu heyrðum við þó, sem ekki er alveg í samræmi við ofan- ritað, en undantekningar eru til frá öllum reglum, svo að hún af- sánnar elkkert. Á einu heimili reyndi Ijúsbóndinn að gera öllum til hæfis. Þar var ihaft opið bæði fyrir sjónvarpið og útvarpið og auk þess reynt að halda uppi sam- ræðum við gesti, og þetta mun að sjálfsögðu hafa endað með ósköp- um. í sjónvarpinu fengum við að sjá það helzta sem gerzt hafði á ár- inu bæði hérlendis og erlendis. Það kom í ljós, að í útlöndum hef- ur allt verið í háa lofti og ekki gengið á öðru en uppreisnum og byltingum og hvers konar djöful- legum vélráðum. Hins vegar Ihafa menn ekkert gert á íslandi sam- kvæmt annál sjónvarpsins nema halda upp á hvers konar afmæli og vígja nýjar byggingar og stofnan- ir. Sýnir þetta bezt, hversu gott og friðsamt er að búa á landi voru, þótt spakir menn álíti að hér sé allt að fara til fjandans. Nei, það er ekki að furða að neitt væri frásagnarvert í innlend um vettvangi í áramótaannálnum, því að stórtíðindin voru að gerast einmitt á samri stundu og verið var að flytja Ihann: Ein- faldlega það, að meiri hluti ís- lendinga skyldi sitja sallarólegur á gamlárskvöldi og horfa á hreyf- anlegar myndir í trékassa í stað- inn fyrir að drekka sér til óbóta eins og þeir hafa hingað til gert. — Þurftirðu endilega að dulbúast á þennan hátt? Myndin heitir ,,Sjö ára yfii- vegun“. En svo lengi yfirve.T- aði Marilyn Monroe danða sinn, eftir því sem sagt er. Þar með varð hún ódauðleg. Vísir Gallinn við blessað gamlárs- kvöldið er sá, að því fylgir ný- ársdagur, sem er lengri en ailt árið framundan . . . Kallinn er alltaf edrú á gaml- árskvöld. Hann segist fá svo mörg ekstra vínleyfi út á það á árinu hjá kellingunni . . . Það er eins með jólatréð og karlmennina. Hvort tveggja verður nakið og andstyggilegt, þegar maður hefur haft af því ofboðlitið gaman. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.