Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 1
Miðvikudagur 18. janúar 1967 ■■■ 48. árg. 14. tbl. - VERÐ 7 KR. Reykjavík, — EG. Allar horfur eru á, að Vínlandskortið fræga verði til sýnis í Reykja- vík í tvær vikur síðari hluta marzmánaðar. Hef- ur þegar borizt boð um þetta, sem líklegast er tal ið að verði þegið, en menntamálaráðuneytið fjallar nú um málið. hm „Blettur á nor- rænni samvinnu" Helsingfors 17. 1. (NTB-FNB). Helsingforsblaðið „Helsingln. Sanomat" sagði í dag í forystu- grein að neitunin við beiðni Loft leiða um lendingarleyfi fyrir Ttolls Royce-vélar sínar á Norðurlöndunt væri ljótur blettur á norrænni sam vinnu. Blaðið lét í ljós von um að lokaorðið hefði ekki verið sagt I þessu máli. í Osló komu samgöngumálaráð herrar Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar saman til fundar í dag til að ræða sameiginleg hr.gsmunamál landanna. Fundurinn er haldinn á Fornebuflugvelli. Háðherrarnir halda slíka fundi með sér reglulega og er ekkert látið uppskátt um um- ræðuefni. , Jo Grímond segir af sér LONDON, 17. jan. (NTB-Reuter) — Leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, Jo Grimond, íilkynnti í kvöld, að hann mundi segja af sér sem leiðtogi flokksins. Hann heldur hinsi vegar áiram þing- mennsku. Frjálslyndir iafa nú 12 þingmenn, en þingsæti erú alls 630. JO GRIMOND er 53 ára gain- all. Afsögn hans er lalin munu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir flokkinn, sem ihlaut 10 prósent atkvæða í s.'ðustu kdsn ingum. Grimond er emi leiðtogi flokksins, sem er þjóðkunnur, og eftifmanni háns mun reynast örð- ugt að afla sér eins mikils trausts meðal þjóðarinnar og Grimond hefur notið, þótt kosningar verði ekki haldnar fyrr en 1970. Grimond tilkynnti' fyrir kosn- ingamar í fyrra að ef annað tovort íhaldsmenn eða jafnaðarmenn fengju öruggan meirihíuta mundi. hann ef til vill se'gja af sér. Frjáls lyndir hafa beitt sér mun ákveðn- ar fyrir aðild Breta af Efnahags- bandalaginu en stóru flokkamir. Framhald á 15. síðu. VÍNLANDSKORTH) SÝNT ÍKURZ Vátryggt fyrir 180 millj. króna Boð þetta mun hafa borizt hing að fyrir nokkrum dögum frá for svarsmönnum Yale University Press. en kortio er sem kunnugt er í eigu Yale liáskold. Blöð, bæði í Bretlandi og á Norðurlönd um hafa skýrt frá því að kortið muni sýnt í Reykjavík, er haldnar Ihafi verið á því sýningar í London, Osló og Kaupmannahöfn. Föstudagirn 20. janúar verður opnuð sýning í British Museum, þar sem Vínlandskortið verður til sýnis, en þegar henni lýkur eftir fjórar vikur verður kortið flutt til Osló og þar omuð sýning á því 22. febrúar. Af öryggiSástæð um hefur því verið haldið leyndu hvenær kortið verður flutt til Noregs. Sýningin í Noregi mun standa í um það bil þrjár vikur, en þá verður kortið flutt til Kaupmannahafnar og sýnt þar um hríð, en að því búnu verður það flutt til Reykjavíkur og sýnt hér, en síðan flutt vestur um haf til Bandaríkjanna, þar sem Framhald á bls. 15. ALLTÍEINULAGI! Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt fund í gær þar sem fjárhagsáætl- un bæjarins vár til annarrar um- ræðu og endanlegrar afgreiðslu. Fyrir fundinum lá tillaga frá meirihluta bæjarráðs, þeim Stef- áni Jónssyni og Áma Gunnlaugs- syni um að öllum framkomnum breytingartillögum frá minnihluta flokkunum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu yrði vísað frá lán þess að atkvæðagreiðsla færi fram um þær, þar eð þær væru ó- Framtoald á 15. síðu. 1 Yínlandskortið fræga, sem sýnt verður hér í marz. 3 af 8 stórblöðum Bretlands í hættu LONDON, 18. jan. (NTB-Reu- ter) — Þrijú af átta stórblöðum Breta eiga það á toættu að deyja út á næstu fimm árum, að því er segir í yfirliti um hag blað- anna, sem út kom í dag. í yfirlitinu er brezkri blaða- útgáfu í heild spáð miklum erf- iðleikum, en skuldinni er ekki eingöngu skellt á verkalýðsfé- lögin eins og oft hefur verið gert til þessa. Heldur er sagt, að meginorsök erfiðleika blað- anna sé menntunarskortur blaðaútgefenda og verkalýðs- leiðtoga. Kaflar úr skýrslunni birtust í dagblaði fyrir hálf- um mánuði og ^vöktu þá mikla athygli. Sameiginleg nefnd verkalýðs félaga og blaðaútgefenda átti frumkvæðið að því að skýrslan var samin. Upplýsingadeild Economist toefur gert athugan- ir þær, sem skýrslan byggist á. í skýrslunni eru engar tillögur til úrbóta, en Economist hefur iboðizt til að gera tillögur og á það hefur verið fallizt. Fram kemur í skýrslumii, aff tæplega helmingur þeirra blaða sem toafa lesendur um allt Bret iand, eru rekin með toalla og að talsverður hluti blaðanna sé þess efcki megnugur að bera sig á tímum aukins kostnaðar og óbreyttra tekna. Verði eng- ar breytingar á kostnaði kunni þrjú dagblöð og eitt sunnudags blað, sem er ekki nafngreint, Framhald á 15. síðu. (1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.