Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 4
Ritstjórar: Gylíi Gröndal (áb.l og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-. trúi: Eiöur Guönason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, ASsetur AlþýBuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. - Áskriítargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurimi. Hvernig væri ástandið? HVERNIG VÆRI ástand hér á landi um þessar inundir, ef viðreisnarstefna ríkisstjórnarinnar hefði ekki komið upp á annað þús. millj. króna gjaldeyris varasjóði? Því er auðsvarað. Þjóðin hefur orðið fyrir miklum aföllum vegna verðlækkunar á mestu útflutningsvör um sínum, frystum fiski og síldarafurðum, aðallega síldarlýsi. Fyrir 10-20 árum hefði þetta haft í för með sér gjaldeyrisskort þegar í stað. Þá hefði verið dregið 4Úr veitingu gjaldeyrisleyfa og ýmsar vörur hefði tek ið að skorta í buðum. Biðraðir í úthlutunarskrifstof- unum við Skólavörðustíg hefðu lengzt. Haftabraskið hefði farið í fullan gang. Stjórnmálamenn hefðu ver ið önnum kafnir við að reyna að útvega stuðnings- itnönnum og vinum innflutningsleyfi fyrir híl eðabygg ingaleyfi fyrir íbúð. íslendingar þekkja þetta ástand — allir nema unga fólkið, sem ekki er komið nærri þrítugu. Það veit varla, hvað haftafarganið var. Auðvitað er góðæri ein ástæðan til þess, að það var hægt að afnema verzlunarhöftin og safna gjaldeyris- varasjóð. En það eru fleiri ástæður, til dæmis himn nýi bátafloti, nýjar síldarverksmiðjur, aukinn vél- væðing tannars fiskiðnaðar. Meginstaðreynd þessa -máls er sú, að ríkisstjórnin safnaði gjaldeyrisvara- sjóði til að mæta erfiðara árferði. Slíkan sjóð hefur jþjóðin ekki átt í tuttugu ár. Vegna þessa varasjóðs hefur almenningur ekki fundið til afleiðinga af tekju tapi þjóðarbúsins eins og fyrr. Þegar allt þetta er íhugað hljóta menn að undrast, að framsóknarmenn skuli hafa verið svo önugir út af gjaldeyrisvarasjóðnum og hafa reynt að gera hann á allan hátt tortryggilegan. Þrá þeir haftafarganið og gjaldeyrisskömmtunina, sem var í stjórnartíð þeirra sjálfra fyrir no'kkrum árum? Fyrsfa áætlunin FYRSTA framkvæmdaáætlun íslendinga hefur nú runnið sitt skeið. Birti ríkisstjórnin þjóðinni þessa áæílun snemma á árinu 1963 og voru þar heildar- dráettir opinberra framkvæmda fyrir tímabilið. Síð an hefur verið fyllt út í áætlunina með nákvæmari ákyæðum fyrir hvert ár. Þessi fyrsta áætlun hefur borið þann árangur, að erfítt er að hugsa sér, hvernig komizt var af án svo; skipulegra vinnubragða áður fyrr. Margt hefur jþurft að læra af reynslu við íslenzkar aðstæður og sunjt er enn ólært, en óneitanlega hefur miðað í rétpi átt. Nú er tími til kominn að stíga næstu skref á þessari braut, að láía áætlanir ná til sveitarfélaga og yissra einkaframkvæmda. 4 : 18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÚTSALA Á KARLMANNASKÓM ÚTSALA ÁKULDASKÓM KARLMANNA Karlm'annaskór úr leðri, stærðir 37 til 46 — Verð frá kr. 198.— Kuldaskór lágir, stærðir 38 til 42. — Verð kr. 295.— Kulda^kór úr leðri fyrir drengi og kvenfólk, stærðir 35 til 40. Verð kr. 150,— Notið þetta einstæða fækifæri Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK I EFTBRTALBN HVERFIs MIÐBÆ 1 11 HVERFISGOTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG LAUGARÁS RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU ACCajatHKfiUD SÍMI 14900 krossgötum ★ HÆTTULEG LOFTNET. Það er margt að varast í sambandi við þau margvíslegu og margbrotnu tækni, sem nú eru í notkun á öllum heimilum. Um daginn rákumst við á i sænsku bla’ði frásögn um konu, sem beið bana við að snerta á inniloftneti, sem stóð upp á sjónvarpstækinu í stofunni heima hjá henni, en vegna mistaka var rafstraumur á loftnetinu. Kon an hafði tekið loftnetsleiðsluna úr sambandi, þeg ar hún var að þrífa til á bak við tækið og í stað þess að setja innstunguna aftur í tækið setti hún hana óviljandi í rafmagnsinnstungu á veggnum bak vi'ð útvarpstækið. Um leið snerti hún á loftnet inu og beið samstundis bana. BJaðið sagði, að þetta væri ekki fyrsta slys ið af þessu tagi í Svíþjóð því fleiri hefðu beðið bana á sama liátt. Þá var á það bent í blaðinu, að fimmtán þúsund loftnet af þessu tagi væru nú í notkun í Svíþjóð, og þúsundir slíkra loftneta munu einnig vera í notkun í Danmörku og Noregi. ★ VARAÐ VIÐ HÆTTU. Það er full ástæða til að vara fólk við, að hafa samskonar klær á loftnetsleiðslum eins og er á venjulegum rafmagnsleiðslum, en lítið mun vera um inniloftnet liérlendis og þessi hætta því varla til staðar. Einn af verkfræðingum Philips upplýsti ný- lega við danskt blað, að samkvæmt alþjóðlegri sam þykkt yrði bannað eftir 1. júlí í ár að framleiða inniloftnet með þannig útbúnaði að hægt sé að setja þau í samband við raflagnir viljandi eða ó- viljandi. Hann kvað Philips fyrir alllöngu vera búið að breyta framleiðslu sinni til að koma í veg fyrir þetta, en full ástæða væri til að vara fólk við loftnetum af þessu tagi. Við tökum undir þessa aðvörun, að svo miklu leyti, sem hún getur átt erindi til fólks hér, og ástæða er til að ítreka að á Iieimilum leynast fleiri hættur, en ýmsa gi’unar, og ber þvl að gæta þess að öll rafmagnstæki, sérstaklega, séu ávallt í fullkomnu lagi. — Karl. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.