Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 18.01.1967, Qupperneq 11
Danmörk, Rúmenía, Sovétríkin og Tékkóslóvakía sigruöu á HM / gær Danir komu mjög á óvart í heimsmeistarakeppninni í gær, þeir sigruðu Júgóslavíu með 14 mörkum gegn 13, en staðan í hléi var 6 gegn 5 . Úrslit hinna leikj anna komu ekki eins á óvart, Rúm enar unnu Ungverja 20:19 (13:12) Rússar Vestur-Þjóðverja 19:16 (10: 7( og Tékkar Svía 18:11 (9:3). Þar með eru Danir, Tékkar, Rúmenar og Rússar komnir í undanúrslit en tapliðin frá í gær hefja keppn ina um 5. til 8. sæti í dag. Þá leika annarsvegar Svíar og Ungverjar og hinsvegar Vastur-Þjóðverjar og Júgóslavar. Á föstudag leika liðin sem sigra í leikjunum í dag um 5. sæti og liðin sem tapa um 7. sæti. Leikirnir í gær. Danir áttu frábæran leik í gær, er þeir léku við Júgóslava í Krist ianstad. Eftir þennan leik má hik laust fullyrða, að þeir eigi góða möguleika á að komast í úrslit, en þeir mæta Rússum í undanúrslit um á morgun. Danska liðið barðist af mikilli hörku í leiknum, hraði þeirra var meiri en andstæðing- anna og sigurinn mjög verðskuld aður. Júgóslavar höfðu þó forystu 7:6, 10:9 og 12:10. Bezti maður Dana var Erik Holst í markinu. Carsten Lund, sem skoraði sex mörk og Max Nielsen. Danir áttu m. átta stangarskot. Horvat og Miklovie skoruðu flest mörk Júgó slava eða þrjú hvor. Undanúrslitin hef jast á morgun, en þá leika annarsvegar Danir 'og Rússar og hinsvegar Tékkar og Rúmenar. Liðin, sem sigra í þeim leikjum leka til úrslita á laugardag en tapliðin um 3. verðlaun. Köríubolti i Kvöld Eftirtaldir leikir verða leiknir á Körfuknattleiksmóti íslands í kvöld að Hálogalandi kl. 20,15: 2. fl. karla ÍKF—KR, 2. fl. karla ÍR- Ármann 1. fl. karla KFR — ÍS Leikur Rússa og Vestur-Þjóð verja í Stokkhólmi var mjög harð- ur. Rússar léku mjög vel í upp hafi og komust í 7:2 og línuspil þeirra var sérstaklega gott. í hálf leik var staðan 10:7. Vestur-þjóð ♦ verjar sóttu sig mjög í síðari hálf leik og tókst að ná yfirhö.ndinni 16:15 en endasprettur Ritssanna var góður og þeir skoruðu fjögur síðustu mörkin. Hjá Rússum var Klimow beztur með átta mörk og stjórnaði auk þess liði sínu með miklum ágætum. Hjá Þjóðverjum voru markvörðurinn Bode og Liib king beztir. í hröðum leik milli Rúmena og Ungverja í Linköping sigruðu þeir Danir fagna sigri yfir Frökkum í HM Varla hefur sigurgleðin ver- Ið minni eftir leikinn við Júgóslavíu í gærkvöldi? fyrrnefndu með 20:19. Rúmenum ♦ tókst að bjarga sigrinum á síðustu mínútum, þegar ungverskum leik manni var vísað af leikvelli tveim mín. fyrir leikslok. Ungverjar höfðu yfir til að byrja með 2:0, 8:5 en í hléi var staðan 13:12 fyrir Rúmena. Xvan Moser var langbezti leikmaður Rúmena og skoraði 5 mörk en Jakobi var einnig góður. Adorjan og Marosi voru beztir í liði Ungverja og gerðu sex mörk hvor. Tékkar léku sér að Svíum og sigruðu með yfirburðum 18:11, en leikurinn fór fram í Halsingborg. Bezti maður tékkneska liðsins var Frantisek Bruna, sem skoraði sex mörk. Mares og markvörðurinn Arnost voru einnig mjög góðir. Tékkarnir sýndu frábæran hand nattleik og höfðu yfirburði á öll um sviðum leiksins. Markvörður ! ■•. ía Lindblom fór útaf, þegar j ^ staðan var o:2 og varamaður kom ■ inn á. A-RIÐILL: Lið Júgóslavía Svíþjóð Pólland Sviss Framhald T mörk St. 0 69-45 6 1 62-53 4 2 53-59 2 3 38-65 0 15. síðu. ^Carsten Lund — skoraði 6 mörk, Sigurður Jónsson skrifar frá heimsmeistarakeppninni: Sænski dómarinn færði Rúmenum jafntefli! Meðal áhorfenda að nokkrum leikjum heimsmeistarakeppninnar er Sigurður Jónsson, en hann er sá sem velur íslenzka landsliðið, þeg- ar það þreytir landsleiki. Sigurður sendi Íþróttasíðunni bréf um helg ina og segir frá keppninni og þeim leikjum, sem hann hefur séð. Við gefum nú Sigurði orðið.: Er ég skrifa þetta hafa farið fram tvær umferðir. Ég hefi séð leikina Svíþjóð — Pólland og Júg óslavía — Pólland. Um leik fyrr nefndu aðilanna er það að segja að Svíar náðu forystu eftir sex mínútur 2:1 og héldu forystu út allan leikinn að undanskildu því að á 3. mín. seinni hálfleiks jöfn- úðu Pólverjar 9:9, en þá skeði undr ið. Svíar gerðu 7 mörk á fimm mín útum, öll úr hröðum upphlaupum eftir að Pólverjar höfðu misst boltann eftir harkalegar aðfarir Svía í vörninni. Rúmenski dómar inn, sem dæmdi leikinn taldi ekki ástæðu til að dæma á Svíana. Eft ir þetta voru Svíar aldrei í neinum vandræðum og unnu 26:16. Um leik þennan er það helzt að segja, að Svíar gersamlega brutu niður hinar pólsku stórskyttur. Voru það oft allharkalegar aðfar- ir ,en dómarinn hagaði sér á svip aðan hátt og franski dómarinn, sem dæmdi seinni hálfleik hjá okk ur í fyrra á móti Frökkum. Danir kölluðu rúmenska dómarann . ,h j emmebanedömmeren. “ Sá leikur sem mest er um rætt hér, er leikur Rúmena og Austur- Þjóðverja en honum lauk með jafn tefli 14:14 eftir óskaplega hörku og höfðu Þjóðverjar yfir 14:13, þeg ar leiktíminn var á enda, en Janer stam dómari gaf þá Rúmpnum nokkrar sek. til viðbótar án þess að tilkynna það liðunum, sem er hans skylda. Þetta þykir mikið hneyksli hér en pólskur bla'ða- maður hefur tjáð mér, að þetta sé kvittun frá Janerstam fyrir glæsi legt boð til Rúmeníu í sumar, en þar var hann í góðu yfirlæti í þrjár vikur. Aðrir leikir í þessum um ferðum fóru yfirleitt á þann veg sem búizt var við ,einna helzt vek ur það athygli, hve mikið af mörk um Japönum tókst að skora gegn Ungverjum (30:25). ^ Upphaflega hafði ég ætlað mér að sjá leiki Svíanna, þar sem við ei^ um að leika við þá heima í vor, en þar sem leikur þeirra við Sviss virtist svo fyrirfram unninn, venti ég mínu kvæði í kross og sá leik Pólverja og Júgóslava í Lundi en það var úrslitaleikur D-riðils, um það hvaða land færi áfram ásamt Svíum. Er skemmst frá því- að segja að eftir 16 mínútur var staö an 11 :1 fyrir Júgóslava og voru úrslit þar með ráðin, en lokatöl urnar voru 22:17. Dómari í þessum leik var Nilson frá Noregi, sem dæmdi í Laugardalshöllinni í fyrra Hann var mjög góður. Mesta at hygli í þessari umferð vakti sigur Rússa yfir A-Þjóðverjum, en fæst ir höfðu reiknað með miklu frá" þeim í þessari keppni. Eftir þessa leiki er ekki gott að spá neinu um væntanlg úrslit, en fáir eru á þeirri skoðun, að Rúm enum takizt að sigra í þriðja sinn. Það virðist nú nauðsynlegt að Framhald á 15. siðu. 18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.