Alþýðublaðið - 18.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.01.1967, Blaðsíða 13
Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. fburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Listdansararnir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram í myndinni. Lliy BHUBERG HOUL REICHHARDT GHITA N6RBY HUiGiR JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIO EAMFEOTTO BlilGITSADOLIN POUL HAGEN KARLSTEGGER OVESPROGBE ;Ínilruktioii:Ánnelise Sýnd kl. 7 og 9. Biaðaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. Ein stúlka og 39 slómenn íscenesat af annelise reemberq BIRGIISADOLIN • MORTEH GRUNWALD AXEL ST-R0BYE- POUL BUNDGAARD farver: 'BASTWAtÍCOLOR. Bráðskemmtileg ný dönsk lit- mynd um ævintýralegt ferða- lag til Aústurlanda. Sýnd kl. 6.45 og 9. Lesiö Alþýðubiaðið áugfýsið í áiþýðublaðinu SHEILA MURRAY HANDAN KLAUSTURSINS til ítalíu með ríka erfingjann Sem hann giftist? endurtók Gilly kuldalega. Það segja allir en þér vitið, að hann giftist mér. Þetta er lygi og þér vitið það manna bezt. Hún þagnaði, því maður, sem var algjörlega á- byrgðarlaus kipptist við þegar hann leit í augu hennar. — Ég var bara að gera að gamni mínu, sagði hann. — Já, við báðir. Þetta var bara grín. Ég ætlaði ekki .... — Hvað eigið þér við? spurði Gílly. Hún var róleg og kulda- leg og starði saklausum augun- um á hann. Það gerði útslaglð. — Russell datt það í hug, sagði hann og stóð upp, — en snerti ekki kaffið. — Hann vildi þetta endilega, en þér hljótið að hafa vitað að það var ekki lög- legt, — ekki svona heimskupör. Það var bara sniðugt og Russell gerði það til að róa yður, en ég .... — Við hvað eigið þér? Segið það strax! Nú var hún svo ógn- vekjandi á svipinn að Rentford þráði ekkert heitara en losna. En hræðslan gerði hann grimman og liann hallaði sér fram yfir borðið og sagði hrein- skilnislega: — Það var ekkert hjónaband, sagði hann. — Þér eruð ekki fremur gift Russell Hurst en en ég! Ég er ekki prestur; ég .... Hann þagnaði. Ég hef víst hrætt yður. Það líð- ur vonandi ekki yfir yður? Hann gekk til hennar, en Gil- ly ýtti honum frá sér. Um leið kom maður gangandi fram hjá glugganum, sem hún sat við og gekk beint inn í veitingahúsið. — Gilly, sagði Duncan Hurst hvasst. — Er eitthvað að? Gilly leit upp og beint í augu hans. — Gilly! sagði Duncan Hurst aftur, en feitlagni maðurinn við hlið þeirra trítlaði um vand- ræðalegur á svipinn og reyndi að skipta um umræðuefni. — Það er liitinn hr. Hurst, sagði hann. — Henni leið hálf illa áðan, en hún nær sér eftir augnablik. A1 Rentford vissi nefnilega að möguleikarnir fyrir að hann fengi aftur sitt fyrra starf sem umboðsmaður hljómsveitarinnar voru engir ef sagan um lijóna- vígsluna í Skotlandi yrði upp- vís. Nú leit Duncan óþolinmóður á hann. — Hvað eruð þér að gera hér, Rentford? — Ég ætlaði að tala við yður, herra minn, sagði maðurinn vælulega. — Ég var að velta því fyrir mér, hvort ég gæti fengið vinnu hjá yður aftur. — Þér skuluð tala við mig á skrifstofutíma, Rentford. Ég hef ekki tíma til þess að tala við yður hér, sagði Duncan og var óvenjulega stuttur í spuna. Ég biði yður um að hafa mig afsak- aðan; ég þarf að tala við ung- frú Anscombe. En Gilly hafði fengið tima til að jafna sig meðan þeir ræddu saman. — Mér líður ágætlega, sagði hún, en forðaðist að líta á Dun- can. — Ég vil helzt fá að vera ein. Það var bara — ógleðin var alveg að yfirbuga hana — hit- inn! Hún gekk út og Duncan Hurst gerði sig líklegan til að elta hana en hún bandaði frá sér með hendinni og sú hreyfing sýndi honum betur en nokkur orð, að hún vildi ekki tala við hann og því stóð Duncan eftir — sár og reiður — ekki við hana heldur sjálfan sig. Svo snéri hann við og fór. Hann tók ekki eftir því að A1 Rentford elti Gilly, enda gætti A1 þess vandlega að Duncan sæi hann ekki. Rentford var órólegur. Ekki vegna þess fyrirlitlega verks, sem hann hafði framið, heldur vegna þess, að hann óttaðist að stúlkan segði Duncan Hurst frá því, sem þeir Russell höfðu gert henni. Því elti hann Gilly, sem gekk áfram niðursokkinn i vonleysis- legar hugsanir sínar. — Þurfið þér að flýta yður svona mikið? spurði hann og þerraði svitann af enninu, þeg- ar hann hafði náð henni. Gilly leit á hann. — Ég vissi ekki að þér vær- uð þarna, sagði hún vélrænt. — Hvað viljiö þér?. — Tala fáein orð við yður, sagði hann ög brosti. — Mig langar til að gera yður greiða. — Gera mér greiða? Við hvað eigið þér? Hann leit gætilega á hana. Aðeins þetta, ef ég væri í yðar sporum — léti ég það vera að tala um — það, sem þér vitið. Duncan Hurst er ekki eins og allir aðrir og komist hann að þessu með yður og Russ .. Gilly starði á hann. Átti hún að segja Duncan eitthvað? Eða nokkrum öðrum — um þá skömm og blygðun, sem fyllti hug hennar? Það var óhugsandi! — Ég segi honum það ekki! sagði hún hvasst og snéri sér við. — Farið þér! — Sjálfsagt, sagði hann móðg- aður. Hann var samt næstum viss um að hún myndi ekki segja neitt, þegar hann sá hana ganga á brott. Hún var ekki ein af þeim, sem eru með læti, hún var hlédræg. En samt varð að reikna með henni, hugsaði A1 Rentford. — Það voru allar myndirnar af henni fyrir framan veitingahús- ið og auk þess hafði henni geng- ið afar vel. Sennilega yrði hún fræg. A1 Rentford velti því fyrir sér, hvernig hann gæti fengið sinn hlut af frægðinni og hvern- ig væri bezt að halda á spilun- um. Fyrst og fremst var það Russ- ell Hurst og hann hlaut að vera fús til að borga eitthvað. Hann átti nýja konu og bróður sem hét Duncan Hurst og varla lang- aði hann til að sagan um litlu stúlkuna úr klaustrinu bærist út. Það 'var auðvelt fyrir feit- lagna manninn að senda Russell Hurst orðsendingu um leið og hann kom til landsins. „Hittu mig á barnum í Ber- voick klukkan sjö í kvöld. Þaö er áríðandi og ég ræð þér til að koma. — Al.” Hann vissi að það myndi fara um Russell Hurst þegar hann læsi þetta og hann hefði glaðzt hefði hann séð reiðisvipinn, sem kom á Russell Hurst meðan hann bögglaði miðann saman þar sem - hann og konan við hlið hans biðu eftir leigubíl. Eve Hurst, grönn og vel klædd en föl og með dökka bauga und ir augunum leit spyrjandi á eig inmann sinn. — Er eitthvað að elskan? Þú ert svo reiðilegur? — Að? Endurtók hann. — Nei það er ekkert hjartað mitt. . . ég þarf að hitta mann. Það er slæmt að ég skuli neyðast til að setja þig af við hótelið og fara strax aftur. Eve Hurst svaraði engu en hún virti Russell Hurst gaum gæfilega fyrir sér. Hún giftist honum af því að hún tilbað hann og á brúðkaups ferðinni hafði hann leikið hlut verk sitt sem elskhugi og eigin maður með miklum ágætum. Hún hafði næstum gleymt því, livernig hann hafði tekið hana með stormi og efanum, sem hún bar til hans þrátt fyrir allt. Hún hafði næst um gleymt þeim leiðindum sem gerzt höfðu rétt fyrir brúðkaup ið . Nú kom allt aftur. Hún var rík — já, en rík af peningum og ekki öðru. Peningarnir gátu ekki gefið henni tryggð og ást. Held ur ekki það, sem hún óskaði sér framar öllu öðru — barn. Meðan hún sat og hugsaði um manninn sinn úti í flugstöðinni hugsaði hún um hve allt myndi breytast ef hún aðeins gæti sdgt honum að hún ætti von á barni hans. En það gæti hún aldrei sagt honum . — Vertu ekki lengi. Ég ætla snemma að hátta, ég er svo þreytt sagði hún. — Gerðu það, sagði Russéll með uppgerðarumhyggju. — Ég verð fljótur. Hann ók henni til hótelsins og svo beint á barinn í Berwick . A1 Rentford sat þar við barborð ið og drakk. — Daginn Russ, sagði feitlagni maðurinn. — Hefurðu haft það gott? Hvað viltu drekka? — Ég veit það ekki, sagði Russ ell Hurst. — Whisky. Hvað vild urðu mér annars, A1 Út með það — ég hef mikið að gera. — Ég skil það vel, sagði hinn maðurinn og drap tittlinga. — Konan bíður — rík falleg kona. Þú hefur svei mér dottið í lukku pottinn Russ. En mig vantar vinnu og........ — Þú sagðir sjálfur upp hjá Duncan, sagði Russell reiðilega en A1 greip frammi í fyrir hon um. — Ég gæti kannski fengið vinn una þar aftur með góðri aðstoð, sagði hann sykursætt. — Með smá aðstoð og heppni — annað þarf maður ekki í þessu lífi. — Ja, ég veit ekki, sagði Russ ell og fékk sér sopa úr glasinu. — Mér þætti gott ef þú kæmir þér að efninu. — Ég skal gera það, sagði hann jafn sykursætt og fyrr. — Manstu eftir skozku stúlkunni, er þú fékkst áhuga á? Gilly. Hann hafði hugsað um hana af og til alla þessa daga. Hann vissi að hann varð að leita hana uppi. . . nú átti hann ríka konu og væri ekki háður bróður sínum og þá gat hann kannski gert eithvað fyrir Gilly. Hún var nú svo sæt. . . . A1 Rentford virti hann fyrir sér — Hún fór til London til að leita að þér lluss, sagði liann. — Fór til Duncans og nú syngur hún með hljómsveitinni — hvað finnst þér um það. Hún er bæði sæt og. . . — Haltu kjafti, hvæsti Russell Ifurst. Hann var náfölur og A1 Rentford varð svo hrifinn yfir að sjá það að hann benti barþjón inum að hella aftur í glasið. Fyrsta hugsun Russells var feg inleiki yfir að hann var ekki leng ur háður bróður sínum sem liefði án efa rekið hann hefði hann heyrt söguna, en svo kom óró- leikinn aftur því að liann hugsaði um Eve sem hann var rétt búinn að yfirgefa. Hún var ekki saklaust barn eins og Gilly og þó hún segði fátt var ekki margt sem fór fram hjá henni. Auk þess vissi hann að honum hafði ekki tekizt að gera hana fullkomléga hamingjasama þótt hann hefði gert heiðarlega til raun til þess að endurgjalda henni gjafmildi hennar. Hún leit á hann með sínum 18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI0 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.