Alþýðublaðið - 18.01.1967, Side 14
Siguröur Fáfnisbani býr sig undir að henda grjóti í Ilögna, sakir morðtilraunar þess síðarnefnda.
Á la Hollywood
SIGURÐUR FAFNISBANI. .^öls-
luigasaga, fyrsti liluti. J)ie
Nibelungen. Þýzk frá 1966. Leik-
stjóri: dr. Ilarold Reinl. Fram-
kvæmdastjóri við töku hér á landi:
Gísli Alfreðsson. fslenzkur texti.
Blómaskeið þýzkra kvikmynda
var á tímum þöglu myndanna eða
nánar tilgreint frá byrjun þriðja
tu'gs aldarinnar og hélzt fram á
íhann miðjan. Sú stefna, sem þá
réð mestu í kvikmyndagerð Þjóð-
verja og raunar fleiri iistgreinum
var hinn svonefndi expression-
ismi. Einn þeirra framámanna í
þýzkri kvikmyndagerð var Fritz
Lang, en einmitt þá kvikmyndaði
hann Völsungasögu og tókst ágæta
\rel miðað við þeirra tíma tækni.
Hins vegar stenzt sú nútímaútgáfa
sem Þjóðverjar bafa gert á Völs-
ungasögu, þar sem þeir hafa beitt
þ’eirri tækni, sem þeir hafa yfir
að ráða til hins ítrasta, engan veg-
ifin samanburð við mynd Fritz
Land, og þarf raunar ekki saman-1
burðar við.
Ég verð að víðurkenna fávizku !
lyína varðandi sannferðugt gildi á !
(kvikmyndun Völsungasögu, Skipt-
if raunar engu máli, því það er
1 vikmyndin, sem dæma skal, en
c kki hvernig tekizt hefur að miðla
{ imlum sögnum á þann hátt til
l mennings. Slíkt verður aldrei
<i egt á sómasamlegan hátt með að
s oð kvikmyndatækninnar — a.
i .k. þarf mikinn snilling til. Það
£ tti því að vera -heimskulegt af
( ckur að fara að einblína á forn-
1 'gurnar við upphaf gagnmerkrar
i nlendrar kvikmyndasköpunar og
færa þannig garnlan fróðleik fram
breiðtjöld kvikmyndasalanna.
Frásagnarsnilld þeirra tíma verð-
ur aðeins metin af bókum.
Svo vikið sé að sjálfri kvik-
myndinni, Sigurði Fáfnisbana,
verður ekki annað sagt, en að hún
minni óþægilega á risamyndir
Hollywood af verstu tegund í 70
mm breiðtjaldsformi með 4—6
rása stereofóniskum hljómi, um-
vafinn ógnar miklu skrauti, ásamt
meðfylgjandi hávaða, múgæsing-
um, bardaga og hetjudýrkun. -
íburðurinn er það mikill, að inni-
haldið vill oftast gleymast. Gerð
þessarar kvikmyndar hefur mis-
tekizt mjög, nálgast hörmung, og
liún er bæði léleg og leiðinleg.
Varla er hægt að benda á það at-
riði, sem vel er unnið; -sumir kafl-
arnir eru raunar syfjulegir, en
það bjargar þó nokkuð — og bjar'g
ar þó ekki — að myndin verður
vart sökuð um mikla langdrægni.
Að líkindum er einvígi Gunnars
konungs og Brynhildar íslands-
drottningar bezt gerða atriði
myndarinnar, en er þó hvergi
nærri fullnægjandi. Hópatriðin
eru um of keimlík mörgum Holly-
woodiskum skrautmyndum; allt að
því eftiröpun. Þannig mætti halda
áfram að telja upp galla myndar-
innar; hún er mjög flatneskjuleg
áð gerð, yfirborðskennd, lágkúru-
leg — í einu orði sagt: leiðinleg,
Þeim nálega hundrað milljónum
króna, -er myndin kostaði, hefur
verið sóað til einskis.
Þjóðverjarnir virðast hafa hrif-
izt mjög af hérlendu landslagi, er
þeir komu hingað í sumar, enda
hafa þeir kvikmyndað náttúrufeg-
urðina óspart, jafnvel um of. Að
vísu kcmur þessi íslandsþáttur
okkur íslendingum ankannalega
fyrir sjónir, þar sem skipt er milli
Surtseyjar, Dyrhólaeyjar, Þing-
valla, Gullfoss og Geysis svo til
allt í sömu andrá, þannig að at-
burðir verða óstaðbundnir í okk-
ar augum og í fullu ósamræmi
við umhverfislýsingar. Þannig
verður sá kafli hálfgerð landkynn-
ingarmynd.
Með aðalhlutverkið, hlutverk
Sigurðar Fáfnisbana, fer Uwe Ba-
yer. Hann er sagður vaskur íþrótta
maður og hlýtur að vera ákaflega
iv#nsæll í sínu heimlaljmdi, því
hann var valinn í þetta hlutverk
samkvæmt skoðanakönnun. Það er
greinilegt, að hann hefur enga
leikhæfileika, énda mun hann sjálf
ur hafa sagt, að það væri sinn höf-
uðverkur. Þótt margt misjafnt
gangi á fyrir Sigurði er samt eins
og sami svipurinn birtist manni
aftur og aftur. Rolf Henniger fer
með hlutverk Gunnars Gjúkason-
ar, vanþakklátt hlutverk, sem Hen
niger gerir eiginlega engin skil.
Leikur hans er svipdaufur og ó-
persónulegui'. Lítið bragð er einn-
ig að leik Mariu Marlow, -sem fer
með hlutverk Grímhildar, eigin-
konu Sigurðar. Fegurð hennar,
sem er mikið rætt um, er ekki
ýkja mikilfengleg og skóp hún ei
þá persónu, sem skyldi. Sama má
einnig segja um þá Bayer og Hen-
niger. Eftirtektarverðast er leikur
Karin Dors, sem lék Brynhildi
Buðladóttur, drottningu yfir ís-
landi, Var það eina hlutverkið,
sem eitthvað kvað að og lýsti hún
kvenskörungi þessum á röggsam-
an liátt. Þokkalegur leikur, en
vart nógu sannfærandi. Útlit Br.vn
hildar hefur aftur á móti allt mjög
Framhald á 15. síðu.
14 18. janúar 1967 - ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ
rr
Róm 16. 1. (NTB-Reuter).
ítalskir ráðherrar tjáðu í dag
Harold Wilson forsætisráðherra,
sem er í heimsókn í Róm að þeir
mundu veita brezku stjórninni all
an husanlegan stuðning í tilraunum
hennar til að tryggja Bretlandi inn
göngu í Efnahagsbandalagið.
ítalski forsætisráðherrann, Aldo
Moro, og Harold Wilson voru á
einu máli um það á fundi í dag
að brezk aðild mundi efla Efna
hagsbandalagið.
Wilson gerði grein fyrir viðræð
um þeim, sem hann mun eiga við
leiðtoga allra Efnahagsbandalags-
landanna á næstu sex vikum. í því
skyni að kanna mögleikana á
brezkri aðild. Góðar heimildir
herma, að Wilson muni halda því
fram, að ef Bretar sæki um aðild
geri þeir það úr sterkri aðstöðu.
Bretar muni reisa við efnahag sinn
hvort sem þeir gangi í EBE eða
ekki.
Wilson gerði einnig grein fyrir
mestu vandkvæðunum, sem eru á
brezkri aðild: Stefnu Efnahags-
bandalagsins í 1 andbúnaðarmá 1 um,.
viðskiptum Breta við samveldis-
löndin, flutningi fjármagns og
þeirri stefnu brezku stjórnarinnar
að byggja upp ákveðin svæði.
★ í Bonn sagði Kurt Georg
Kiesingcr kanzlari, en hann er ný
kominn frá viðræðum sínum við
de Gaulle forseta í París, að risið
gæti alvarlegur ágreiningur innan.
EBE, ef Frakk-ar legðist gegn.
beiðni Breta um aðild. Hann sagði
að de Gaulle hreyfði enn sterk
um mótbárum gegn aðild Breta.
Kiesinger sagði, að forsetinn ef
aðist um einlægni brezku stjórnar
innar vegna stefnu hennar í heild
og samskipta Breta við samveldis
löndin. Aðspurður hvort Frakkar
væru vinsamlegri aðild Breta en
1963, þegar þeir beittu neitunar
valdi sínu, kvaðst Kiesinger ekki
hafa rætt ítarlega við forsetann
um aðild Breta ,því að hann vildi.
ekki spilla væntanlegum viðræð
um.
Við verðum að bíða og sjá hvað
Bretar segja, sagði Kiesinger.
Þetta er mál, sem ,,sexveldin“
verða að ræða og ákveða, sagði
hann. Kiesinger bætti því við að
hann hefði gert de Gaulle ljóst
að stefna vestur-þýzku stjórnarinn
ar væri að halda dyrunum opnum
fyrir brezkri aðild.
FAO veitir rann-
sóknarstyrki
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir
árlega nokkra rannsóknarstyrki,
sem kenndir eru við André Hayer
Hefur nú verið auglýst eftir um
sóknum um styrki þá, sem til út-
lilutunar koma á árinu 1967. Styrk
irnir eru bundnir við það svið, sem
starfsemi stofnunarinnar tekur til,
þ.e. ýmsar greinar landbúnaðar,
skógrækt, fiskveiðar og matvæla
fræði, svo og hagfræðilegar rann
sóknir á þeim vettvangi.
Styrkirnir eru veittir til allt að
tveggja ára, og til greina kemur
að framlengja það tímabil um 6
mánuði hið lengsta. Fjárhæð styrkj
anna er breytileg eftir framfærslu
kostnaði í hverju dvalarlandi, eða
frá 150 — 360 dollarar á mánuði, og
er þá við það miðað, að styrkur
inn nægi fyrir fæði, húsnæði og
öðrum nauðsynlegum útgjöldum.
Ferðakostnað fær styrkþegi og
greiddan. Taki hann með sér fjöl
skyldu sína, verður hann hins
vegar að standa straum af öllum
kostnaði hennar vegna, bæði ferða
og dvalarkostnaði.
Umsóknum um styrki þessa skal
komið til menntamálaráðuneytis
ins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar
torg, fyrir 15. febrúar næstkom
andi. Sérstök umsóknareyðublöð
fást í menntamálaráðuneytinu. Þar
fást einnig nánari upplýsingar um
styrkina ásamt skrá um rannsókn
arverkefni. sem FAO hefur lýst
sérstökum áhuga á í sambandi við
styrkveitingar að þessu sinni. Um
sókn skulu fylgja staðfest afrit af
prófskírteinum, svo og þrenn með
mæli.
Það skal að lokum tekið fram
að ekki er vitað fyrirfram, hvort
nokkur framangreindra styrkja
kemur í hlut íslands að þessu
sinni. Endanleg ákvörðun um val
styrkþega verður tekin í aðalstöðv
um FAO og tilkynnt í vor.
Menntamálaráðuneytið,
13. janúar 1967.
Ættir Austfirðinga
8. bindi komið út
Út eru komnar Ættir Austfirð
inga 8. bindi eftir Einar Jónsson
prófast á Hofi í Vopnafiröi. Einar
Bjarnason og Benedikt Gíslason
frá Hofteigi hafa séð um útgáfuna.
Aðalútgefandi er Austfirðingafélag
ið I Reykjavík.
Með þessu bindi er hcr með lok
ið útgáfu á hinu mikla ættfræði
safnriti Einars prófasts Jónssonar
en hún hefur staðið síðan litlu eft
ir 1950 að undirbúningur hófst
en fyrsta bindið kom út árið 1953 á
aldarafmæli höfundarins. Alls hafa
þessi bindi tekið yfir 1514 bls.
að viðbættum leiðréttingum í síð
asta bindi.
Bindi þetta er aðeins til sölu í
Bókaverzlun ísafoldar.