Alþýðublaðið - 18.01.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 18.01.1967, Side 16
 Flóð og landhelgi Enginn veit hvaS átt hefur fyrr en misst hefur. Lengi og vel er bú ið að bölva vegunum á íslandi og ‘kannski ekki að ástæðulausu. En cinhvern veginn hafa þeir þjónað sínum tilgangi til þessa en tals verður hluti þeirra bókstaflega hvarf undir vatnsflaumi. Er nú unnið baki brotnu að því að koma þeim í samt lag aftur, eða gera þá ökufæra fyrir tíu hjóla trukka og jarðýtur. Að sjálfsögðu Forfaðir minn Loks cftir milljónir ára er ái minn fundinn, sem alveg í gleymsku var fallinn. Langt er nú orðið siðan síðasta blundinn hann sofnaði, blessaður kallinn. Gaman hefði að vísu verið að sjá hann, er var hann og hét og tórði, sækja höfðingjann heim og kveða á hann í hellinum þar sem hann slórði. ( Og þó að sé tekið að förlast frændrækni minni, ég finn mér hann vandabundinn, og blóðið rennur til skyidunnar ennþá inni innst, þegar hann er nú fundinn. í arf hafa flestir eitthvað þénanlegt hiotið frá ættstofni fornum og giidum, og mér er þá lieldur illa í ættina skotið, ef ekkert er líkt með skyldum. verða þeir ekki færir venjulegum bílum fremur en áður. í flóðunum sem urðu um síðustu helgi fóru stór landssvæði undir vatn og er nú búskapur margra góð bænda í Flóanum líkari eyjabú- skap en kúabúum. Hvernig væri nú að láta kylfu ráða kasti og hleypa vatninu ekki af flóanum og öðrum landssvæð um sem eru undir vatni. Ef marka má ummæli bænda og ýmissa þeirra sem einkum bera hag þeirr ar stéttar fyrir brjósti borgar sig engan veginn að stunda búskap bor ið saman við aðrar atvinnugrein ar, svo lítið gerir til þótt atvinnu vegurinn dragist eitthvað saman. Að hinu leytinu borgar sig ekki heldur að stunda útgerð ef marka má ummæli útgerðarmanna og ann arra sem bera hag sjávarútvegsins fyrir brjósti. Svona er nú komið fyrir höfuðatvinnuvegunum. Eink um virðist að útfærsla landhelg innar standi sjávarútvegi fyrir þrif um en landhelgin var einkum færð út útgerðinni til hagsbóta, eða svo var sagt á sínum tíma. Nú vilja skipstjórar ólmir komast aftur inn í landhelgina og er úr vöndu að ráða því að það er bannað. Þetta virðist fiskurinn vita því að hann heldur sig einkum innan landhelgi að sögn skipstjóra og útgerðar manna sem eru að fara á hausinn Nú er svo að landhelgislínan miðast við ákveðna fjarlægð frá ströndinni en verði ströndin færð innar í landið hlýtur landhelgis línan einnig að færast innar og með því að færa Suðurlandsundir lendið í kaf verður hægt að trolla allt uppundir það svæði sem ströndin er nú og þá ætti hagur aðalatvinnuvegsins og gjaldeyris- uppgripa að fara að vænkast. Auð vitað mundu togarakarlar sætta sig við þetta til lengdar því fiskurinn sæi áreiðanlega við þessu þegar hann færi að átta sig og færa sig nær nýju ströndinni, og þá yrðu trollarar að sigla allt upp und ir Fljótshlið til að fiska í land helgi. r 1 U °dUg J á Hún er leikin af Bríet Héðins dóttur, sem er íklædd sínum svarta búningi og öll óhrein upp fyrir höfuð, segir okkur, að SIG hlakki mjög mikið til að leika fyrir börnin, þvi aldrei hafi hún leikið í barna leikriti fyrr,,.. Moggi. p Ég hef ekkert á móti gagnrýni, en þegar kvikmyndagagnrýn- andi er farinn að gagnrýna þá sem gagnrýna gagnrýni hans, þá er málið orðið of flókið fyrir mig .... Litli bróðir móðgaði kallinn al veg ægilega nýlega og síðan hefur verið lokað fyrir Kefla víkurtívíið Ilann spurði hvort þessi Fjalla-Eyvindur væri ein liver cowboy.... Þessa leiðbeiningar um skatta framtöl, sem öll blöð eru að birta þessa dagana .. gat nú ekki skattstofan bara fiölritað þau og sent þau öllum lögfræð ingum bæjarins? jj

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.