Dagur - 03.10.1997, Page 3

Dagur - 03.10.1997, Page 3
FÖSTUDAGUR 3.OKTÓBER 1997 - 3 FRÉTTIR í. Spillt og rotið kerfi fyrir atviimulausa Þórður Ólafsson st/órnarformaður, Atvinnuleysistryggingasjóds: Það þarfað endurbyggja allt kerf- ið frá grunni. Mikiö iLiii misnotkim á sjóðnum. Hags- munagæsla í stað úr- bóta. Viunumiðlun borgarinnar alverst. „Það er mikið meira um það að atvinnuleysistryggingasjóður sé misnotaður en fólk gerir sér grein fyrir. Það er mín reynsla í stjórn sjóðsins," segir Þórður Olafsson, stjórnarformaður sjóðsins og formaður Verkalýðs- félagsins Boðans í Hveragerði. Sem dæmi um misnotkunina nefnir hann dæmi frá ónefndu sveitarfélagi. Þar hefði hann tek- ið félagsmálastjóra fyrir vegna þess að hann lét skrá mann at- vinnulausan sem var ekki á vinnumarkaði á þeim tíma. Þess í stað var viðkomandi í áfengis- meðferð á Staðarfelli. Þórður segir þetta ekki vera neitt eins- dæmi. Þar fyrir utan séu sveitar- félög einatt að varpa hinum fjár- hagslega bolta vegna atvinnu- lausra yfir á at\’in n u Ieys i st rygg- ingasjóðinn í stað þess að taka sjálf á vandamálinu. Engin félagsmálastofnun Hann segir að atvinnuleysis- tryggingasjóðurinn sé fyrir þá at- vinnulausu en ekki einhver fé- lagsmálastofnun. Hann telur brýnt að stokka upp spilin í þess- um efnum til að hægt verði að efla aðstoð við þá sem eru án vinnu. I því sambandi er atvinnu- leysistryggingasjóðurinn ekki undanskilinn. Ef eitthvað er þá þyrfti að endurbyggja allt kerfið frá grunni, ráða til starfa ungt fólk sem vinnur af faglegum metnaði og er ekki gegnsýrt af hagsmunagæslu sveitarfélaga og verkalýðsfélaga. Hann gagnrýnir vinnumiðlanir sveitarfélaga fyrir að gera lítið sem ekkert til að hjálpa atvinnu- Iausum í þeirra baráttu. Af ein- stökum vinnumiðlunum telur hann að vinnumiðlun borgarinn- ar sé alverst. Þar sé einungis ver- ið að skrá þá sem eru án atvinnu og nánast ekkert annað. Þess í stað ættu stéttarfélög á höfuð- borgarsvæðinu og borgin að vinna að því að hjálpa atvinnu- lausum út úr ógöngum sfnum því það sé nóg af vinnu að hafa. Þórður segist hafa þykkan skráp og láta sér það sem vind um eyru þjóta þótt pólitískir and- stæðingar hans innan verkalýðs- hreyfingar telji hann vera fremur framsóknarmann en verkalýðs- sinna vegna fækkunar úthlutun- arnefnda atvinnuleysisbóta úr 34 í 8. I því sambandi minnir hann á að í stjórnartíð Péturs Sigurðs- sonar, formanns Alþýðusam- bands Vestijarða, hafi nefndun- um verið fækkað úr 140 í 34. Þá hefði náðst að lækka kostnað vegna úthlutnarnefnda úr 110 milljónum króna í 55 milljónir króna. -GRH Aljingi maekKi vita Samgönguráðherra er óheimilt að gefa Alþingi upplýsingar um launakjör eða aðrar greiðslur til einstakra starfsmanna Pósts og síma h/f, samkvæmt lögfræðiá- liti, sem lagt var fram á þingi í gær. A síðasta þingi var rætt ut- andagskrár um rétt alþingis- manna til aðgangs að upplýsing- um um stofnanir og hlutafélög í eigu rfkisins og í framhaldi af því var Stefáni M. Stefánssyni lögfræðingi falið að gera úttekt á málinu. Hann telur að ráðherra, eða öðrum þeim sem fer með eignarhlut ríkisins í hlutafélagi, sé ekki skylt að gefa þinginu aðr- ar upplýsingar en þær sem telj- ast opinberar og t.d. koma fram í ársreikningum og sé beinlínis óheimilt að gefa upplýsingar um launkjör einstakra starfsmanna. Steingrimur Hermannsson, Seðlabankastjóri er stjórnarmaður í Millenium Institute, en samkvæmt bankalögum er slíkt adeins heimilt ef um tóm- stundagaman er að ræða. Ferðakostnaður stenst ekM lög Lög iiin Seðlabanka íslands banna banka- stjdnun setu í sjóm stofnana og fyrir- tækja. Seta Stein- gríms í stjóm Milleiii iiin Institute frí- stundagaman að mati bankaráðsins. Lög um Seðlabanka Islands kveða á um að bankastjórar megi ekld sitja í stjórn stofnana og at- vinnufyrirtækja utan bankans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofn- un eða atvinnufyrirtæki sem bankinn á aðild að. Þetta atriði er fortakslaust að mati lögfræðinga sem blaðið tal- aði við. Menn telja þó ekki að þetta hindri bankastjórana í að sitja í stjórnum vegna áhugamála sinna, eins og í stjórn tónlistarfé- lags eða annars sem ekki snertir hagsmuni bankans á nokkurn hátt. Samkvæmt þessu er útilokað að formaður bankaráðs Seðla- bankans hafi heimild til að leyfa Steingrími Hermannssyni setu í stjórn Millenium Institute, nema hann hafi talið að um áhugamál Steingríms sé að ræða sem bank- anum komi ekki við. Olafur B. Thors, varaformaður hankaráðs Seðlabanka Islands, staðfesti þessa túlkun og sagði það skilning bankaráðsins að reglurnar ættu ekki við um sak- laust tómstundagaman banka- stjóranna. Olafur segir að eftir því hvernig málið var Iagt fram í bankaráði, þá hafi skilningur manna verið sá að verið væri að taka afstöðu til þess hvort seta Steingríms í stjórn Millenium Institute tefði hann frá störfum í bankanum. Þið gerið ráð fyrir því að bankastjórar ykkar þekki lögin um Seðlabanka Islands? „Ég ef- ast ekki um það.“ HH Ósaimar ásakanir, segir Landsbergis „Þessar ásakanir eru með öllu ósannar. Þetta er ógeðfelld aðferð, ætluð til að koma höggi á mig í væntanlegri kosningabaráttu vegna forsetakosn- inga í Litháen. Svipaðar ásakanir komu frá and- stæðingum mínum í þingkosningunum árið 1992. Það er ekki sannleikskorn í þessum ásökunum og engin gögn hafa verið lögð fram sem styðja þær. Þetta er bragð sem ætlað er svipta mig trausti með- al almennings. Eg hef starfað af heilindum fyrir þjóð mína og menn geta dæmt um það af verkum mínum, hverjum er betur treystandi, Landsbergis eða KGB,“ sagði Landsbergis, núverandi forseti litháíska þingsins, í samtali við Dag. Landsbergis hefur verið ásakaður um tengsl við KGB. Skýrsla uiii samstarf „Við verðum með flokksstjórnarfund í dag klukkan 17.00 þar sem ég mun gefa skýrslu um stöðuna í viðræðum vinstri flokkanna um sam- starf í komandi sveitastjórnarkosningum. Einnig munum við ræða um útgáfu flokksfréttablaðs,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, í gær. Hann sagði að skýrsla sín um viðræður vinstri flokkanna væri góð því eins og allir gætu séð væri mikið líf í þeim við- ræðum útum allt land. Sumstaðar væru þær meira segja komnar á lokastig. -S.dór Slegist iim Akureyringa Mikil samkeppni er um ferðalanga frá Akureyri í beint flug til Evrópu næsta sumar. Þannig hafa þrjú fiugfélög lýst áhuga á að bjóða upp á beint leiguflug til borga í Evrópu og er ástæðan öðrum fremur Lands- mót hestamanna sem fer fram á Melgerðismelum næsta sumar. Bú- ist er við mörgum þúsundum erlendra gesta á mótið og verður ekki bara hart barist um flugfarþegana, heldur einnig gistirýmið. Búast má við að hluti Akureyringa leigi út íbúðir sínar fyrir erlendu gestina. BÞ Allt vitlaust hjá Reiknistofmm Tölvukerfi reiknistofu bankanna hrundi í gær með þeim afleiðingum að um 5 milljarða vantaði til Visa Island eftir gærdaginn. Athygli vek- ur að um hver mánaðamót hefur kerfið bilað til Iengri eða skemmri tíma upp á síðkastið og veldur það viðskiptalífinu margvíslegum erf- iðleikum. Formaður Kaupmannasamtakanna sagði í fréttatíma hjá Stöð 2 í gærkvöld að ástandið væri algjörlega óviðunandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.