Dagur - 03.10.1997, Qupperneq 4
4- FÖSTUDAGUR 3.0KTÓBER 1997
FRÉTTIR
L.
Prentskil á Amtsbókasafni
Bæjarráð Akureyrar hefur mælt með því að vistunarstaður prent-
skilasafns verði áfram á Amtsbókasafninu. Hugmyndum um hús-
næðismál og aðra uppbyggingu safnsins vísar bæjarráð til gerðar fjár-
hagsáætlunar fyrir næsta ár og 3ja ára áætlunar um rekstur og fram-
kvæmdir bæjarsjóðs.
Stofnbúnaður fyrir Sigurhæðir
Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað tilfærslu á 500 þúsund króna
fjárveitingu til stofnkostnaðar Amtsbókasafns til kaupa á stofnbúnaði
fyrir Hús skáldsins á Sigurhæðum. Erlingur Sigurðarson forstöðu-
maður hefur gert grein fyrir áætluðum kostnaði við kaup á skrif-
stofubúnaði og öðrum stofnbúnaði fyrir leigjendur og gesti er heim-
sækja staðinn.
Mengandi kjötreyking
Oddur Haíldórsson bæjarráðsmaður (B) vakti nýlega athygli á meng-
un í Akureyrarbæ og hverra úrbóta sé að vænta. Sérstaklega var rætt
um lyktármengun frá Krossanesverksmiðjunni, kjötreykingu Kjarna-
fæðis við Fjölnisgötu og malbikunarstöð bæjarins. Vinna er hafin við
endurnýjun tækja í Krossanesi, heilbrigðisnefnd hefur veitt Kjarna-
fæði frest til úrbóta til 15. nóvember og samþykkt hefur verið að
koma upp rykhreinsibúnaði við malbikunarstöðina áður en starfsem-
in hefst vorið 1998.
Laug fyrir fatlaða að Kristnesi
Á fundi bæjarráðs Akureyrar
nýverið var lögð fram greinar-
gerð frá sviðsstjórum félags- og
heilsugæslusviðs og fræðslu-
og frístundasviðs um sundlaug-
armál fatlaðra. Niðurstaða
þeirra er að raunhæfast sé að
horfa til Iaugarinnar við Krist-
nesspítala sem framtíðarúrræð-
is fyrir þá sem mest eru fatlað-
ir. Þangað til hún kemst í notk-
un sé æskilegt að reynt sé að
sinna þörfum hópsins í sund-
laug Glerárskóla í sambúð við
þá starfsemi sem þar er fyrir.
Æskilegt er einnig að Akureyr-
arbær leiti leiða til að stuðla að
því að byggingu þjálfunarsund-
laugar við Kristnesspítala ljúki
sem fyrst. Bæjarráð bendir á að vegna breyttrar notkunar á húsnæði
Sólborgar (Háskólinn á Akureyri) hafi verið lögð niður þjálfunarlaug
fyrir fatlaða sem þar hafi verið komið upp fyrir söfnunarfé í bænum.
Jakobi Bjömssyni bæjarstjóra var falið að taka upp viðræður við rík-
isvaldið vegna málsins.
Ófaglærðir mála ketilhús
Meistararélag byggingarmanna á Norðurlandi og Félag byggingar-
manna í Eyjafirði telja að Akureyrarbær standi að lögbroti á iðnlög-
gjöfinni þar sem ófaglærðir menn á vegum Gilfélagsins stundi máln-
ingarvinnu í „ketilhúsinu" sem er í eigu bæjarins. Bæjarráð Akureyr-
ar beinir þeim tilmælum til Gilfélagins að þannig verði staðið að
framkvæmdum við hús bæjarins að iðnlöggjöfin verði virt.
Engir vöruflutningar
um Kaupvangsstræti
Bæjarráðsmaður Siigurður J. Sigurðsson (D) lagði fram eftirfarandi
tillögu til bæjarstjórnar á bæjarráðsfundi: „Bæjarstjórn samþykkir að
takmarka akstur stórra bifreiða um Kaupvangsstræti annarra en
strætisvagna og bifreiða til vörulosunar í götunni, þegar gatan verður
opnuð fyrir umferð á ný. Skipulagsnefnd verði falin nánari útfærsla
málsins." Næsti fundur bæjarstiórnar er þriðjudaginn 7. október nk.
klukkan 16.00. Rétt er að geta þess að fundir bæjarstjórnar eru öll-
um opnir til áheyrnar.
Stefnumarkandi byggðamál
Stjórn Eyþings, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýsl-
um, hefur óskað eftir því \áð sveitarstjórnir á Norðurlandi að þær
taki til umfjöllunar ákveðnar spurningar um byggðamál og skili af-
stöðu sinni til þeirra til skrifstofu Eyþings fyrir 8. desember nk. Til-
gangurinn er að fá fram viðhorf sveitarstjórna til nokkurra meginat-
riða er varða byggðamál til þess að nota sem innlegg í stefnumótandi
byggðaáætlun, sem lögð verður fyrir Alþingi næsta vor.
Framtlð unglingavúmu
Félagsmálastjóri Akureyrarbæja^valgerður Magnúsdóttir, hefur lagt
til við bæjarráð Akureyrar að skipaður verði starfshópur sem móti til-
lögur um framtíðarskipan unglingavinnu á Akureyri og leggi þær fyr-
ir hæjarráð. Bæjarráð hefur samþykkt skipan starfshópsins, en auk
bæjarráðs munu skólanefnd, íþrótta- og tómstundaráð óg umhverfis-
nefnd tilnefna fulltrúa í hópinn. GG
íslendingar vilja ekkiað forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu bitni á reykingamönnum eða offeitu fólki.
Afstaða ræðst hvorki
af aldri eða stoðu
Afstaða til forgangs-
röðimar ræðst lítið af
kyni, aldri, tekjum
eða stöðu. Fimmtuug-
ur kvenua frestað
læknisheimsókn
vegna fátæktar.
Eru íslendingar hlynntir eða
andvígir; einkasjúkrahúsum,
kransæðaaðgerðum á gamal-
mennum, að offeitt og reykinga-
fólk sé sett aftar á biðlista og
reglum um læknisaðgerðir á
ólæknandi fólki? Skoðanakönn-
un um viðhorf fólks til slíkrar
forgangsröðunar í heilbrigðis-
kerfinu virðist leiða í ljós að það
er eitthvað annað en kyn, aldur,
menntun, hjúskaparstaða eða
barnafjöldi sem ræður mismun-
andi skoðunum rnanna í þessum
efnum. Kannski helst að mis-
munandi stjórnmálaskoðanir
skiptu máli.
Spurningu hvort þeir hafi
þurft að fresta eða hætta við
læknisheimsókn á undanförnum
12 mánuðum svaraði nær 5.
hver kona og yngri en þrítugir
játandi, en helmingi færri karlar.
Munur eftir tekjum var samt
minni en ætla mætti; 21% þeirra
launalægstu og 13% hinna
hæstlaunuðu. Möguleika til að
nota sér heilbrigðisþjónustuna,
með tilliti til kostnaðar, telur
samt meirihlutinn hafa versnað
síðustu 4-5 árin. Aðeins 5% sáu
breytingar til hins betra.
Einkasjukrahús óháð tekjiun
Rúmur helmingur svarenda er
hlynntur og tæp 40% andvíg
rekstri einkasjúkrahúsa sem val-
kosti lyrir fólk sem vill borga
sjálft.
Fylgi við einkaspítala var tölu-
vert meira í yngsta hópnum og
minna í þeim elsta, en athygli
vekur að mismunandi tekjur,
prófgráður og barnaljöldi skiptu
t.d. litlu máli.
Aldur réði engu um það að
2/3 þjóðarinnar vill að háaldrað-
ir fái kransæðaaðgerðir ekki síð-
ur en aðrir. Aðeins sjötti hver er
þessu andvígur. LítiII sem eng-
inn munur kom fram eftir tekj-
um, menntun, starfi eða öðru.
Og enn fleiri í öllum hópum
voru andvígir því að reykingafólk
og offituþjáðir verði settir aftar á
biðlista eftir hjartaaðgerðum en
aðrir.
Skiptir í tvö hom
Alíka margir (40%) voru hlynntir
því og andvígir að reglur verði
settar um læknisaðgerðir sem
lengi líf sjúklings sem ekki hefur
von um bata. Tæpur fimmtung-
ur var hlutlaus. Þessi hlutföll
breyttust ekki einu sinni eftir
stjórnmálaskoðunum svarenda.
Könnunin var unnin af Fél-
agsvísindastofnun fyrir Samtök
heilbrigðisstétta sem kynntu
niðurstöður hennar á málþingi.
- HEI
Davíð talar um góðæri
Forsætisráðherra boð-
aði fátt nýtt í stefnu-
ræðu siuui í gær-
kvöld, eu lagði
áherslu á að bjart
væri framuudau í ísl-
ensku efnahagslífi.
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, boðaði Iitlar breytingar í
stefnuræðu sinni á Alþingi í
gærkvöld. Hann ræddi um góð-
an árangur í efnahagsmálum,
hallalausan ríkisbúskap, stöðug-
leika, skattalækkanir og aukinn
kaupmátt fólks, en sagði jafn-
framt að þótt margt hefði áunn-
ist væri dagsverkinu hvergi lok-
ið. Lítið mætti útaf bera til þess
að verðbólga færi á kreik.
Davíð ræddi nokkuð um
skólamál, en minntist þó ekkert
á yfirvofandi kennaraverkfall,
nema ef vera skyldi að kennur-
um hafí verið ætluð sneiðin „til-
raunir einstakra hópa nú í Iok
kjarasamningsferils til að knýja
fram miklu meira í sinn hlut en
aðrir samningsaðilar hafa fengið
er mikið áhyggjuefni,“ eins og
hann orðaði það.
Vaxandi misskipting
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, dró ekki upp
jafn bjarta mynd. Hann sagði
bilið milli ríkra og fátækra hér á
landi fara vaxandi og fátæku
fólki fjölgaði í góðærinu. Allt
væri í uppnámi í heilbrigðismál-
um, stjórnarflokkarnir hyggðust
færa peningavíxlurum ráðstöf-
unarrétt yfir lífeyrissparnaði
landsmanna, verið væri að festa
í sessi séreign fárra á auðlindum
hafsins og til stæði að fela örfá-
um stjórnsýsluna á hálendinu.
Helmingaskiptastjórn Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisllokks
fórnaði almannahag ævinlega
fyrir sérhagsmuni fárra.
Sighvatur sagði að aðeins
sameinaðir jafnaðarmenn gætu
snúið þessari þróun við.
I sama streng tók Margrét Frí-
mannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins. Það hefði sjaldan
verið jafn brýnt og nú að allt fé-
lagshyggjufólk stæði saman gegn
stefnu stjórnarflokkanna. Ríkis-
stjórnin hefði svikið loforð um
að láglaunafólk fengi að njóta
þess þegar betur áraði, en arður-
inn af góðærinu hefði safnast á
fárra manna hendur.