Dagur - 03.10.1997, Page 6
6 - FÖSTVDAGUR 3.0KTÓBER 19 97
ro^fu
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUEMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖRU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNIH
150 KR. OG 200 KR. HELGARBL/Ð
800 7080
460 6161
460 6171
Við bjóðiun
góðan Dag!
ífyrstalagi
Framtíð þriðja aflsins á íslenska blaðamarkaðnum heitir Dagur og
felst í sókn sem nú heldur áfram af auknum krafti. Dagur-Tíminn
þakkar fyrir sig og gengur í endurnyjun lífdaga með sameinaða
krafta og tiltrú lesenda, eigenda og starfsmanna.
Ahersla okkar og sjónarhorn er á fólkið og hagsmuni þess. Al-
mannaheill. Aðferð okkar er lifandi frásögn: ábyrg, upplýsandi og
skemmtileg. Við viljum að hver dagur sé nýr dagur - og betri dagur.
í öðru lagi
Eitt þeirra mála sem nú varðar almannaheill er þetta ríki í ríkinu -
nei, KEISARADÆMI í ríkinu sem nefnist Seðlabanki. Þar hegða
menn sér eins og nautnaseggir frá tímum Nerós: minnsti siðvæðing-
arvottur sem kemst inn fyrir dyr er fótum troðinn í taumlausri
græðgi. Makadagpeningar bankastjóra eru ekki mannréttindi. Þetta
sukk var afnumið, en endurreist stjórunum til dýrðar útaf smá-
mannlegu sífri um að aðrir stjórar í öðrum bönkum fengju. Og nú
tekið aftur þegar upp kemst. Skilja æðstu menn ekki að öllum al-
menningi býður við þessum vellystingaverkjum þeirra?
íþriðjalagi
Úr því að nú er verið að velta Steingrími Hermannssyni upp úr því
að hann og Þröstur Olafsson bankaráðsformaður tali ekki sama
tungumál er hér viðbótartillaga: upp á yfirborðið með allt heila
draslið! Makadagpeningar (hverjir, hve mikið?), listaverkakaup
(hverjir, hve mikið, hvers vegna?) menningarsjóður Seðlabankans
(hver ræður, hvers vegna, hvenær auglýst, hver fær?), gufuböðin,
koníaksstofan, æfingasalurinn, yfirmannamessinn (Kjarvalar á
veggjum, leður, silfur), sumarhús í einkadal fyrir austan, bækur,
styrkir, gjafir. Ætli komi ekki í ljós að Seðlabankinn hafi mörg járn í
sínum eldi og ekki öll skílgreind í lögum?
Þröstur, þú sagðir A, nú segir þú B, og tekur til!
STEFÁN JÓN HAFSTEIN.
Ekki folk í Iðnd!
Þórhildur Þorleifsdóttir lætur
eklú deigan síga í andstöð-
unni við sína gömlu flokks-
systur, Ingibjörgu Sólrúnu
borgarstjóra. Ingibjörg hefur
sem kunnugt er lagt til að
veitingahúsið við Tjörnina fái
inni í Iðnó ásamt Leikfélagi
Islands og í sameiningu á
þetta að tryggja lifandi starf
og menningarlegt í húsinu. I
spurningu dagsins í Degi-
Tímanum í gær Iýsir Þórhild-
ur botnlausu
frati á þessa til-
Iögu borgarstjór-
ans. „Ég skil
ekki hugmynd-
ina,“ segir Þór-
hildur. „Allir
sem hafa unnið
í þessu húsi vita
að þar er ekki
hægt að fást við
menningarstarf
á meðan verið
er að matbúa og
annað sem því
fylgir," segir hún
ennfremur.
Matargerð og
menningarstarf
fer því ekki sam-
an að dómi Þór-
hildar, og allra síst í Iðnó.
Fleira fólk - minni
menning
Þetta er auðvitað rétt hjá leik-
hússtjóranum. Matsölustað
fylgir mikil traffík, fólk er að
koma í húsið og skoða sig um
og jafnvel fá sér mat. Nær-
vera alls þessa fólks truílar
bara Ieikhússtarfið og það
verður erfitt fyrir Ieikara að
einbeita sér og muna línurnar
sínar. Með öðrum orðum þá
virkar fólk truflandi á menn-
ingarstarfsemina. Skilaboðin
V
eru þvf skýr: Því færra fólk
þvf meiri menning.
Borgarleikhús
menningarlegf
Þetta skilur borgarstjórinn
auðvitað ekki (og raunar ekki
heldur hinir þrír menningar-
v'itarnir sem spurðir voru í
spurningu Dags-Tímans í
gær). Þórhildur hefur nú
staðið í því að stýra Borgar-
Ieikhúsinu um skeið og þar
hefur menning-
in fengið að
vera í fyrirrúmi.
Þórhildur hefur
getað haldið þar
uppi menning-
arlegu leikhúsi
vegna þess að
þar fá menn frið
til að vinna, þar
er ekki eitthvað
ókunnugt fólk
að þvælast fyrir.
Og ef menning-
arstigið stendur
í réttu hlutfalli
við aðsóknina í
húsið þá er
Borgarleikhúsið
afar menningar-
legt.
Borgaryfirvöld með borgar-
stjórann í broddi fylkingar
hafa raunar ekki fyllilega skil-
ið þetta samhengi hlutanna.
Það er einfaldlega ekki hægt
að hafa bæði fullt af fólki í
leikhúsi og menningu - það er
bara hægt að hafa annað
hvort. Þess vegna hefur Ingi-
björgu Sólrúnu gengið svo illa
sem raun ber vitni að skilja
kröfur Borgarleikhússins um
meira fé - það kostar að halda
uppi menningu. GARRI.
ODDUR
ÓLAFSSON
Ekkert má maður nú. Seðla-
bankinn er orðinn svo tíkarlegur
við stjórnendur sína að þeir fá
ekki einu sinni að stjórna al-
þjóðlegum samtökum, sem fjalla
um miklu göfugri málefni en
peningamál, á kostnað bankans.
Að bankaráðið skuli vera að
fetta fingur út í að Steingrímur
skreppi annað slagið út fyrir
Iandsteinana til að vinna gegn
alheimsmenguninni, er náttúr-
lega hneisa. Mengunarvarnir
eru ekkert ómerkilegri en að
passa upp á að þjóðin fari sér
ekki að voða í Ijármálaumsvifum
sínum og ætti Seðlabankanum
að vera kærkomið að fá að leggja
slíku málefni lið. Enda telur
bankastjórinn að ekkert sé eðli-
Iegra, en að umhverfismál séu
sjálfsagður þáttur í starfsemi
Seðlabanka.
Fjölþætt hlutverk
Vel væri nú við hæfi að setja á
Ferðahvetj andi
tnnhverlismál
stofn umhverfisdeild við Seðla-
banka Islands. Það er greinilega
vilji innan bankastjórnarinnar að
stofnunin láti slík málefni til sín
taka og því eðlilegt að það sé
gert með formlegum hætti. Eng-
inn velkjst í vafa um hver verður
hæfastur sem umhverfisbanka-
stjóri. Þá væri ekki úr vegi að
stofnuð verði ferðadeild Seðla-
banka Islands. Hún verður
ábyrg fyrir öllum ferðakostnaði
og mun svara aðdróttunum um
ferðalög og dagpeninga starfs-
fólksins. Þá þurfa blöð og
bankaráð ekki að ómaka hátt-
setta starfsmenn með leiðinleg-
um athugasemdum um í hvað
aurum Seðlabankans er spand-
erað.
Þörf óráðsía
Þegar Seðlabankinn spratt eins
og vel limað rótarskot út úr
skrifborði í Landsbankanum var
reist utan um hann musteri,
Timabært að stofna nýja deild vð Seðiabank-
ann.
sem grafið er djúpt í jörðu og
nær hátt til hæða. Undruðust
margir hvaðan allur sá auður
kom, sem þurfti til slíkra fram-
kvæmda. Bankastjórinn þáver-
andi átti auðvelt með svör: Pen-
ingarnir urðu til í bankanum.
Þetta skildu allir, nema það
eitt með hvaða hætti auður
skapast í seðlabanka. En engum
datt í hug að bera brigður á svo
augljóst svar. Þá hefur verið
spurt hvernig vönduð og dýrmæt
söfn bankans voru fjármögnuð.
Svörin voru svipuð; alltaf nóg af
peningum í Seðlabanka til þarf-
Iegra hluta.
En svo þegar bankinn fer að
sinna brýnum umhverfismálum
á alþjóðavettvangi telur banka-
ráðið það óráðsíu hina mestu og
segist aldrei hafa heyrt neitt um
bankamengun og önnur óþrif
koma Seðlabankanum eliki við.
Maður segir bara, ef engin um-
hverfisdeild er til við Seðlabanka
Islands er tímabært að stofna
hana til að ekki hljótist frekari
vandræði af. Til jafnvægis gæti
umhverfisráðuneytið tekið að
sér eftirlit með einhverjum þeim
sjóðum sem óþekkilegan fnyk
leggur af.
Á Steingrímur Her-
mannsson að endur-
greiðaferðir, sem hann
hefurfarið á hostnað
Seðlábanhans á fundi
og ráðstefnurum um-
hverfismál?
ísólfur Gylfi Pálmason,
þingmadurFramsóknarflokks og í um-
hverfisn. Alþittgis.
„Það er eng-
in ástæða til
þess. Stein-
grími hafa
verið falin
stjórnarstörf
hjá Mil-
Iennium
Institute
vegna víðtækrar reynslu og
þekkingar. Hinsvegar þurfa að
vera skýrar reglur um kostnaðar-
hlutdeild fyrirtækja og stofnana
hvað ferðakostnaðar- og dagpen-
ingagreiðslur varðar, þannig að
ekki komi upp misskilningur."
Friðbert Traustason,
formaður Samb. ísl. bankatnanna.
„Ef Stein-
grímur hef-
ur haft leyfi
frá banka-
ráði Seðla-
bankans til
að sinna
umhverfis-
málum í
vinnutíma þá finnst mér hann
ekki þurfa að endurgreiða það
sem bankinn hefur lagt fram.
En ég er sammála því að um-
hverfis- og efnahagsmál eru óað-
skiljanleg þegar talað er um um
hagsæld þjóða.“
Jón Magnússon,
lögmaður.
„Eiga þeir
sem verða
uppvísir að
skattsvikum
að endur-
greiða það
sem þeir
hafa skotið
undan? Er
ekki hluturinn jafn alvarlegur
hvort heldur hann felst í að
greiða ekki lögboðin gjöld eða
taka peninga skattborgara til
hluta sem eru þeim óviðkom-
andi. Eg átta mig þó ekki á
hvort Steingrímur er brotlegri
en margir aðrir sem gegna opin-
berum trúnaðarstörfum."
Pétur Sigurðsson,
fonnaður Verkalýðsfélagsins Baldtirs á
ísafirði.
„Ekki ef
seðlabanka-
stjórnin hef-
ur leyft hon-
um að taka
þátt í þess-
um alþjóða-
störfum. Þá
er eðlilegt
að hann hafi tekið þetta svo að
bankinn ætlaði að greiða kostn-
aðinn. Það er óvenjulegt að ein-
hver taki svona störf að sér og
ætli að greiða kostnað úr eigin
vasa.