Dagur - 03.10.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 3.0KTÓBER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
I svælu
ogreyk
Baksvið
DAGIJR
ÞORLEIFSSON
SKRIFAR
Eitraður reykjarmökkur, sem
hylur Suðaustur-Asíu að tals-
verðu leyti, svo að víða sér ekki
til himins eða jafnvel ekki til sól-
ar, hefur orðið til þess að tug-
milljónir manna óttast um heils-
una ogjafnvel lífið.
Þegar þessi herfilega svæla
bætist ofan á óstöðugleika þar í
fjármálum, sem a.m.k. í Taílandi
er orðinn að alvarlegri kreppu,
leiðir það til þess að menn fara
að líta með vaxandi gagnrýni á
efnahagsundur sín.
Mökkuriim mikli
Mengunarmökkurinn mikli, sem
liggur yfir Indónesíu, Malasíu,
Singapúr og Brunei og nær til
Taílands, Filippseyja o.fl. landa,
hefur vakið athygli á að margra
mati gegndarlausri rányrkju á
náttúruauðlindum, sem efna-
hagsvöxtur a.m.k. sumra landa
Austurlanda Ijær byggist sum-
part á.
Mökkurinn stafar af gríðar-
miklum eldum í frumskógunum
á Súmötru, indónesísku Borneó
og vesturhluta Nýju Gíneu, sem
heyrir undir Indónesíu og er þar-
lendis kölluð Irian Jaya. Víðátta
frumskóga í Indónesíu er meiri
en í nokkru öðru ríki heims, að
Brasilíu frátalinni. Fyrir nokkru
lét indónesískur embættismaður
hafa eftir sér að um 300.000
hektarar skóglendis hefðu þegar
orðið umræddum eldum að
bráð, aðrir töldu að um 800.000
hektarar væru þá þegar eyddir af
völdum þeirra og fullvíst má telja
að síðan hafi stór svæði skógar
eldi eyðst.
Frá fornu fari hafa menn víða í
núverandi Indónesíu stundað
akuryrkju með því að brenna
rjóður í skóginn og nota öskuna
sem áburð. Vegna gífurlegs þétt-
býlis á Jövu, þar sem búa um
70% íbúa Indónesíu, sem eru
um 200 milljónir, hefur stjórnin
undanfarin ár látið yfir sex millj-
ónir Jövumanna setjast að á
Súmötru og Borneó (sem
Indónesar kalla Kalimantan) og
fyrirhugað er að flytja margar
milljónir manna frá Jövu til ann-
arra eyja í viðbót. Innflytjend-
urnir brenna einnig skóginn með
akuryrkju fyrir augum, en af
minni kunnáttu en innfæddir.
Stórfyrirtæki skæöust
Innfæddir sviðyrkjubændur og
enn frekar nýbúar frá Jövu munu
vera valdir að núverandi eldum
þarna að einhverju leyti, en
miklu meiri bál munu þó hafa
kviknað af völdum stórfyrir-
tækja, sem ryðja skóginn eldi til
þess að fá land undir plantrekrur
og iðjuver. Sum fyrirtækja þess-
ara hrenna lágskóg og runna til
þess að komast að verðmætum
trjátegundum, en í iðnaði sem
byggist á því hráefni er
Indónesía framarlega.
Fnimskógar
Indónesíu standa í
ljósum logum og Suð-
austur-Asía er mikið
til hulin reykjar-
mekki.
„Ósköpin sem yfir ganga í ár
eru endurtekning á því, sem ger-
ist árlega, í margfalt stærri stíl,“
segir talsmaður umhverfisvernd-
arfélags í Sarawak, malasískum
landshluta á Norður-Borneó. I
þýska fréttatímaritinu Der Spi-
egel stendur að árlega skreppi
skógar Indónesíu saman um
900.000 hektara, aðallega af
völduin elda sem kveiktir hafi
verið beinlínis til þess að eyða
skóg. Aðalástæðan til þess að
þesskonar eldar urðu óvenju
skæðir í ár er að venju fremur
lengi hefur dregist að monsún-
regnið byrjaði. Um það er kennt
dularfullri hitun, sem nefnd er
E1 Nino, í miklum hluta Kyrra-
hafs. Þetta hófst fyrr í ár en
venjulega og sjávarhitinn hækk-
aði óvenju mikið. Olli þetta því
að vindar breyttu um átt og regn-
ið, sem vaninn er að monsún-
vindurinn beri með sér yfir Suð-
ur-Asíu, féll í staðinn úti á
Kyrrahafi. Skógar Indónesíu eru
því þurrir og eldfimir.
Sviði í augum og lungiun
Margir sérfræðingar um þetta
telja gróðurhússáhrifin valda því
að E1 Nino er svo svæsinn að
þessu sinni, en að vísu er vitað
að monsúnregnið hefur átt það
til að bregðast í Suður-Asíu frá
fornu fari.
Gífurleg loftmengun í stór-
borgum Suðaustur-Asíu af völd-
um iðnaðar og umferðar er fyrir
löngu orðin alvarlegt vandamál
þar, og nú heldur reykjarlagið frá
skógareldunum mengaða loftinu
kyrru í borgunum og hlandast
því. Reykurinn frá skógareldun-
um er mengaður efnum eins og
benzoli og benzpýreni, sem eru
krabbameinsvaldandi og marg-
falt hættulegri sem slík en sfgar-
ettur. Fjöldi fólks á erfitt með
andardrátt í svælunni, sérstak-
lega þeir sem áttu við astma og
aðra sjúkdóma í öndunarfærum
að stríða fyrir, fólk svíður í augu
og Iungu og það er kvíðafullt. I
Kuching, borg vestan til í
Sarawak, hefur loftmengun
mælst rúmlega áttfalt meiri en
óhætt þykir til þess að heilsu
fólks sé elcki hætta búin.Víða eru
yfirvöld grunuð um að segja
mengunina minni en hún sé, af
ótta við að annars brjótist út al-
menn ofsahræðsla.
Indónesíustjórn hefur bannað
að skógar séu ruddir með eldi,
en lítt hefur verið að þ\’í farið,
einkum að sögn vegna þess að
herforingjar, embættismenn,
Suharto forseti sjálfur og fjöl-
skylda hans eiga mikilla hags-
muna að gæta í stórfyrirtækjum
þeim er mestan skóg brenna.
Af þessu gæti hlotist enn verri
martröð ef eldurinn kæmist fyrir
alvöru niður í lög af mó, sem
víða eru skammt undir yfirborð-
inu í frumskógum Indónesíu.
Ekki er einu sinni víst að
steypiregn slökkti í slfkum
eldsvítum neðanjarðar. Enn
logar raunar í mó á Austur-
Kalimantan, sem kviknaði í
1982, en þá voru einnig þurrkar
þar.
Jeltsin afskrifar ekki þriðja
kjörtímabilið
Boris Jeltsfn, forseti Rússlands, sagði f gær að of snemmt væri enn
fyrir hann að ákveða hvort hann ætli að gefa kost á sér sem forseti
þriðja kjörtímabil sitt, sem myndi hefjast árið 2000 og standa í fjög-
ur ár. Jeltsín var kosinn forseti árið 1991 og náði aftur kjöri 1996. I
september síðastliðnum aftók hann það með öllu að hann myndi fara
í framboð f þriðja sinn, því samkvæmt stjórnarskrá landsins geti for-
seti ekki setið lengur en tvö fjögurra ára kjörtímabil. Stjórnarskráin
tók hins vegar ekki gildi fyrr en árið 1993, tveimur árum eftir að hann
var kosinn í fyrra sinnið.
Prodi reynir að bjarga stjóminni
Romano Prodi, forsætisráðherra Italíu, hóf í gær eina tilraunina enn
til þess að bjarga ríkisstjórn sinni, og reyndi að sannfæra einn af
stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar, Endurreisnarflokkinn, sem er
arftaki fyrrverandi kommúnistaflokksins, um að hætta við að fella
stjórnina vegna óánægju flokksins með fjárlagafrumvarpið fyrir 1998.
Meginmarkmið Ijárlagafrumvarpsins er að tryggja að Italía uppfylli
skil)TÖi Evrópusambandsins fyrir þátttöku í myntbandalaginu strax í
byrjun árið 1999. Því fylgir mikill niðurskurður sem kommúnistar
geta ekki sætt sig við og hafa því hótað að fella ríkisstjórnina með því
að greiða frumvarpinu ekki atkvæði sín.
Ekkert vafasamt
græmneti, takk
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna,
sagðist í gær ætla að gera ráðstafanir til
þess að ávextir og grænmeti frá löndum
sem uppfylla ekki bandarískar gæða-
kröfur komi ekki inn fyrir landamæri
Bandaríkjanna. Á næsta ári hyggst hann
leita til þingsins um meira fjármagn
handa Matvæla- og lyfjaeftirliti Banda-
ríkjanna sem nota á til þess að ráða til
starfa stóran hóp eftirlitsmanna sem
stárfa eiga erlendis við að fylgjast þar með matvælaframleiðslu.
Rúta tarapar af brú
A.m.k. tólf manns létu lífið í Frakklandi í gær þegar rúta hrapaði nið-
ur af brú á vegamótum norðan við Marseille. Bifreiðin féll tæpa
sautján metra og var mjög illa farin. Marga klukkutíma tók að bjarga
farþegum úr flakinu, en flestir þeirra voru frá Marokkó.
Fitnm hljóta „hin Nóbelsverð-
launin66
Fimm manns deila með sér Right Livelyhood verðlaununum þetta
árið, en oft er talað um þessi verðlaun sem mótvægi við Nóbelsverð-
launin. Þeir sem hljóta verðlaunin eru tveir kjarnorkuandstæðingar,
Myclo Schneider frá Frakklandi og Jinzaburo Takagi frá Japan, sagn-
fræðingurinn Joseph Ki-Zerbo frá Burkina Faso, umhverfisverndar-
sinninn Michael Succow frá Þýskalandi og bandarísk kona, Cindy
Duehring, sem er sérfróð um áhrif eiturefna.
Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 8. desember næstkom-
andi.
26 norsk skip kyrrsett?
Norska sjóferðaeftirlitið telur að öll norsk farþegaskip sem byggð voru
fyrir 1994 uppfylli ekki nýjar kröfur um brunavarnir um borð í skip-
unum. Hugsanlegt er að stjórnvöld kyrrsetji skipin, sem eru 26 tals-
ins, vegna þessa.
Utgerðarfyrirtækin eru æf vegna málsins, en fengu stuttan frest til
þess að koma með áætlanir um hvernig þau hyggist fullnægja kröfun-
um.
Sex mánaða stiílka fær nýtt
hjarta
Sex mánaða stúlka í Svíþjóð, sem fæddist mánuði fyrir tímann, gekkst
nýlega undir aðgerð þar sem skipt var um hjarta í henni. Hún er
yngsti hjartaþeginn á Norðurlöndum til þessa, en aðgerðin var talin
óhjákvæmileg ef bjarga ætti lífi hennar.
Ellefu dagar eru frá því aðgerðin var gerð við Östra sjúkrahúsið í
Gautaborg, og horfur á því að barnið lifi af eru taldar mjög góðar.