Dagur - 07.10.1997, Síða 1

Dagur - 07.10.1997, Síða 1
< • t . ♦ Sunneva ætlar sér stóra hluti, en ekki mikla yfirbyggingu. Hugmyndavinnan er þad verömætasta i ferlinu. myndir: hari Mokktnn „Mokkaskinnflíkur fengu óorð á sig,“ segir hún, „þær voru þungar og urðu einhverjar risaeðlur í hugum fólks." Nú er vinnslan allt önnur og útlitið komið á heims- mælikvarða. „Við eigum lang besta skinnið í þessa vinnslu," segir Sunneva, en svíður að nærri öll skinnin eru flutt út - þangað sem aðrir gera sér raun- verlegan mat úr þeim. „Við eig- um ekki nógu margar kindur fyr- ir þau skinn sem heimurinn vill kaupa,“ segir hún, til marks um gæðin; „það er skömm að því að við skulum ekki vinna þetta“. En mokkamarkaðurinn hrundi því vöruþróun og hönnun var engin. Islendingar hafa ekki tekið við sér enn. „Italir nota þessar flíkur mjög mikið, fjölskyldan á öll- mokkaflíkur sem hún notar óspart,“ segir Sunneva, sjálf nokkuð vel í ítölskum siðum og fræðum eins og marka má af fjör- legum slettum þegar hún kveður hina og þessa sem þakka fyrir sýninguna. Fiskroð Glöggir gestir sjá að mörg flíkin er skreytt roði laxa og hlýra, aðr- ir verða að fá þær upplýsingar í kynningu. Sunneva trúir á roðið: „Það er svo fallegt, og svo sterkt! Og nóg er af því!“ Hana langar að vinna fiskroð í húsgögn, áklæði og föt, „jafnvel áklæði í bíla!“ Handverkin við að sauma það eru hins vegar mörg og yrði víst að semja um handavinnuna í öðrum löndum þar sem vinnu- aflið er ódýrara. Það er ekki fjarri stefnu Sunnevu design: „Við eigum að markaðssetja okk- ur sem færari, betri, og dýrari en aðrir," segir hönnuðurinn. Hug- myndavinnan er það verð- mætasta í vinnsluferlinu. Fmmstætt Island er frumstætt í þessum efnum ef marka má Sunnevu. Vinna af þessu tagi er ekki metin mikils, enn, af nógu mörgum. „Isendingar kaupa mikið af föt- um, en hugsa ekki nægilega mik- ið um gæðin. Samt erum við á heimsmælikvarða. Best!“ Tak- markið hjá þeim hjá Sunnevu design er að treysta grunn fyrir- tækisins, fá fé inn, skipuleggja það sem verðmætt smáfyrirtæki með góð tengsl innan lands og utan, og selja vandaða vöru, sér- staka fyrir stíl og útlit, fyrir það verð sem þarf. Og hver er þá staðan hjá þessari konu sem kom að norðan suður um helgina til að sýna? Lifir hún af þessu? „Varla“. En það er ekki að sjá að það trufli hana. -SJH. Fiskroð, ull og leður, selur, hreindýrog Björk, Thor; sviðsljós- in lýstu upp nýju lín- um frá Sunnevu íRáð- húsinu að viðstöddu jjölmenni að norðan og sunnan. Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir, hönnuður frá Akureyri, trúir á að blanda saman því þjóðlega og al- þjóðlega í flíkur sem vísa til for- tíðar og framtíðar í senn. Hún er með klassískar (en framsæknar) mokkaflíkur, að auki nýja línu sem kallast „wild“, til að höfða til veiðimanna og útivistarfólks, þriðja röðin er svo Isa-safnið. Til að undirstrika að hér var ekki nein venjuleg sýning, heldur föt fyrir fólk með kraft, var valið fólk með úgeislun og persónuleika til að sýna afurðirnar. Thor fór með Ijóð og sveif um lengi á mokka- jakka; Halldóra Bjarna, sem bet- ur er þekkt úr krabbameins- og tóbaksbaráttunni spígsporaði með sínu vel þekkta fasi - nú út- færðu til að hæfa myndavélum, Ijósum og óvenju mikill at- hygli; Páll Stefánsson ljósmyndari se hvert grjót og net“. Hún ætlar að hanna og fá hugmyndirnar, saumaskapinn vill hún kaupa, selja í samstarfi við aðra, vinna skinn og roð með enn öðr- um. Markmiðið er ekki stór yfirbygging. Til að mynda nýtir hún þekkingu sem enn er til staðar hjá konum á Akureyri við skinna- saumaskap og fleira, frá velmektardögum stóru verksmiðjanna. Sunneva segir mikil- vægt að missa ekki þessa þekkingu, þrátt fyrir hremmingar skinnaiðnaðar og Ieðuriðju áður fyrr. ar- kom á bláum mokkajakka með hárið eins og maður þekkir það af Kaffibarnum og sporléttur eins og í Veiðivötnum. Fleiri góðar týpur tóku salinn. ísland númer eitt Sunneva (á gulu vesti og svörtu pilsi) segir að hún stefni á útflutning til Bretlands, London sé drottning tískunnar um þessar mundir, og fyrstu kynningar hafi fengið góð viðbrögð. En íslenski markaðurinn verði í fyrsta sæti áfram. Sunneva design er lítið fyrirtæki sem vill mynda með öðrum eins konar „smáfyrirtækja-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.