Dagur - 07.10.1997, Síða 4

Dagur - 07.10.1997, Síða 4
S'O 20-ÞR1DJUDAGU R 7. OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU „Póstmódernisti!" hvæsti út- varpsþulurinn snjalli Sigvaldi Júlíusson á mig rétt í þann mund þegar ég var að setjast við að útvarpa þættinum Andrarím- ur. (Merkileg hending: í þættin- um kynnti ég tónverk Messiaen, „kvartett fyrir endalok tímans", og daginn eftir kom bara Dagur út) - og fleiri vitnisburði fékk ég um að almennir lesendur að- hylltust fremur sjónarmið heim- spekingsins sem skorið hefur upp herör gegn öllu þvf tak- markalausa blaðri sem óskýr hugsun margra háskólamanna hefur á síðustu áratugum leitt yfir þjóðirnar og botnuðu lítt í frumhlaupi mínu síðasta þriðju- dag. Kristján Kristjánsson brást hins vegar vel og drengilega við og á heimtingu á nokkrum játn- ingum: ég skal strax játa að ég er ekkert síður en Kristján skelfdur yfir því þegar merkingarleg og þar með siðferðileg niðurrifs- og afstæðishyggja afbyggingarinnar gengur í samband við hjálpræð- ishyggju á borð við femínisma - slík blanda er skelfileg og Ieiðir til alræðishyggju eins og dæmin sanna. En að kenna Derrida um ruglið í amerískum háskólum er eins og að kenna Nietzsche um nasismann. Og hvernig svo sem okkur líkar heimurinn og hug- myndaflaumurinn hans þá get- um við ekki látið sem svo að heimsófriðurinn mikli frá 1914- 18 hafi aldrei orðið, þar sem Evrópubúar grófu sér eigin gröf í skotgröfunum, menningarlega, siðferðislega, merkingarlega. Og ný öld gekk í garð. Rasismi Ég skal líka játa að grein mfn bar vott um löst sem ég er hald- inn: árans óþolið sem ósjaldan hleypur með mig í gönur. Það var ókurteisi hjá mér að leyfa Kristjáni ekki að Ijúka máli sínu áður en ég rauk upp - og ég skal meira að segja játa að ég var í grein minni svolítið eins og last- arinn sem líkar ei neitt í vísu Steingríms: Finni hann laufblað fölnað eitt/ þá fordæmir hann skóginn. Því ég fann nefnilega fölnað laufblað. Og skógurinn gjörvalll- ur fölnaði. Ég fór að lesa allt í ljósi þessarar einu setningar sem mér þótti ótæk, siðferðilega, menningarlega, merkingarlega. Svona var setningin sem mér misbauð svo herfilega - þarna er Kristján að tala um þær ógöngur sem hann telur að afstæðis- hyggja pm-ista Ieiði til: „Heimssýn nútíma raunvís- inda er þannig ekkert trúverð- ugri en heimsmynd blámanna eða indíána". Hvað er ótækt við þessa setn- ingu? Umfram allt er það ras- isminn sem í henni felst og virð- ist almennt hafa farið framhjá fólki. Kannski þarf að útskýra svona nokkuð fyrir Islendingum. Orð eins og blámaður er van- virðandi við fólk með dökkan hörundslit vegna þess að þar með er það allt sett undir einn hatt. Og þar með er það smækk- að óendanlega mikið - milljarðar af fólki er smækkað niður í nokkra almenna eiginleika sem við gefum því og jafnvel þótt maður segi: ég hitti einu sinni negra og hann var mjög kurteis, þá ber slík setning vott um ras- isma. Kynþáttahyggja er það sem sagt kallað þegar alhæft er um fólk með tiltekin útlitsein- kenni á borð við dökkan hör- undslit eða breitt nef. Svo ein- falt er það. Að baki setningu Kristjáns Kristjánssonar lúrir sú staðhæfing að öllum blámönn- um og indíánum skjátlist um heiminn - að varlega áætlað 2 milljarðar manna hafi tiltekna „heimsmynd" og hún sé röng. Þeir gangi í myrkrinu. Þetta er hugsunarháttur þeirra hvítu evr- ópsku og kristnu karlmanna sem réðu löndum fyrir heimsófriðinn mikla - en í stað þess að hjálp- ræði kristindómsins sé stillt upp andspænis bábiljum þessa blá- svarta fólks er nú komin „heims- sýn nútíma raunvísinda“. En setjum nú svo að til sé eitt- hvað sem kalla megi „heims- mynd blámanna og indíána'1. Hvað er það? Ætli Kristján eigi ekki við anímisma svonefndan, trú á stokka og steina, trú á Kristján Kristjánsson dósent við Háskóiann á Akureyri. andatilveru allt í kring um okk- ur. Hvers vegna einskorðar Kristján slíka trú við tiltekinn hörundslit? Og hvers vegna dæmir hann fólk svo hart fyrir slíka sýn á heiminn? Býr maður- inn ekki fyrir norðan þar sem skrýmsli ganga á Iand og draug- ar ríða húsum? Heldur hann virkilega að hin þrönga og hleypidómafulla og siðferðilega stikkfrí „heimssýn nútíma raun- vísinda" hafi fært okkur skrefinu nær leyndardómunum í tilveru okkar? En aðalatriðið er þó þetta: þegar Kristján Kristjánsson talar svo vanvirðandi um heilu millj- arðana af fólki sem byggja lönd- in þarna lengst í burtu þá er hann að tala vanvirðandi um mannkynið. GIJDMUNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Umbúðalaust Fölnaða lauíblaðið Mennmgarvaktm aBERGÞ^RS- DOTTIR SKRIFAR Þegarpólitíkusar og bissnessmenn leggja saman hljóta gæði að víkjafyrir græðgi. Ég veit að ég er ekki ein um það að eiga erfitt með skilja rökin fyrir því að Alþýðublaðið var slegið af fyrir nckkrum mánuð- um, á sama tíma og það var besta dagblað Iandsins. En þeg- ar pólitíkusar og bissnessmenn leggja saman hljóta gæði að víkja fyrir græðgi. Nú hefur hið óvænta gerst, Al- þýðublaðið er upprisið. Ungt, framsýnt og hugmyndaríkt fólk við nám í Háskóla íslands tekur upp merki Alþýðublaðsins í Stúdentablaðinu, en fyrsta tölu- blað þess, undir nýrri ritstjórn, kom út á dögunum. Þar ríkir ólmur, glettilegur og ögrandi andi, enda er skrifað í sama stíl og gert var á Alþýðublaðinu. Meðal efnis er ástarjátning frá ungum bókmenntafræðingi, Þórunni Hrefnu Sigurjónsdótt- ur, til Þórbergs Þórðarsonar, sem léttir er að lesa, því eins og við flest vitum þá eru bók- menntafræðingar venjulega hrifnari af bókmenntakenning- um en skáldum. Þarna eru við- töl við unga rithöfunda sem eru að stíga sín fyrstu spor á skálda- brautinni og eru svo fullir af eld- móði að maður sér stjörnur, og óskar þess að þær verði enn þar þegar komið er að einkunnagjöf í Dagsljósi. Og svo er fyrrum rit- stjóri minn, Hrafn Jökulsson, með grein sem fjallar Htaskuld um siðleysi dómskerfisins, en hún er ekki það eina sem tengist Hrafni í þessu blaði. Hann er ekki ritstjóri Stúdentablaðsins, en áhrif hans eru greinileg, og því minnir blaðið helst á Alþýðu- blaðið þegar það var hvað best undir hans stjórn. Hinn nýi ritstjóri, Björgvin G. Sigurðsson, hefur kallað til sín hæfileikafólk og teldð mið af blaði sem hafði ekki mikla út- breiðslu en þvf meiri áhrif. Andi Alþýðublaðsins lifir í Stúdenta- blaðinu og haldi áfram sem sýn- ist þá mun það verða besta blað- ið á markaðnum. Og um leið blað sem maður vildi gjarnan leggja lið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.