Dagur - 08.10.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997 - 23
FÍNA OG FRÆGA
Væntanleg-
urþjóð-
höfoingi
I þessum mánuði eru fimmtán
ár Iiðin frá því Grace Kelly Iést í
bílslysi í Mónakó. Eiginmaður
hennar Rainer fursti hefur ríkt
sem þjóðhöfðingi í landi sínu í
48 ár og búist er við að hann
muni senn draga sig í hlé frá op-
inberum störfum og fela syni
sínum Albert stjórn ríkisins.
Albert er 39 ára gamall og
einn eftirsóttasti piparsveinn
heims. Vinsælasta spurning sem
blaðamenn beina til hans er sú
hvort hann sé á biðilsbuxunum.
Hann sagði á dögunum að hann
vildi ekki svara þessari spurn-
ingu, það kæmi í Ijós í fyllingu
tímans.
Prinsinn þykir glaðlyndur
maður, gefinn fyrir lystisemdir
lífsins án þess að vera ábyrgðar-
laus. „Mér finnst gaman að
skemmta mér. Þótt ég sinni
skyldum mínum af ábyrgð og
festu þá tek ég sjálfan mig ekki
hátíðlega. Mér finnst fólk sem
tekur sig of hátíðlega vera þreyt-
andi, leiðinlegt og óáhugavert.
Það sem er verst af öllu er að
Albert príns mun senn taka viö embætti föður síns sem fursti i Mónakó.
það getur einnig verið hégóm-
legt og snobbað.“
Albert segist fagna umræðum
um nýjar og breyttar áherslur í
mótun konungsdæma. „Kon-
ungsveldið í hvaða landi sem er
verður að þróast í takt við tím-
ann,“ segir hann. „Það er ekki
mögulegt að gegna æðsta emb-
ætti lands síns og sinna því á
sama hátt og gert var fyrir hálfri
öld.“
Fyrirsæta fiiinur
hainmgjmia
Hinn rómantíski andi miðalda sveifyfir vötnum
þegar Kirsty Hume giftist syni Donovans.
Hin 21 árs fyrirsæta Kirsty
Hume, ein skærasta stjarna
Chanel fyrirtækisins, giftist á
dögunum hinum 28 ára gamla
Donovan Leitch, sem hefur
einnig atvinnu af sýningarstörf-
um. Brúðguminn er sonur
hippasöngvarans og lagasmiðs-
ins Donovans. Skötuhjúin voru
gefin saman í sveitakirkju í
Skotlandi. Brúðurin klæddist
kjól sem hannaðar var í mið-
aldastil, og var með fléttað hár
líkt og saklaus miðaldamær.
Brúðguminn klæddist skotapilsi.
Meðal gesta voru fyrirsæturnar
frægu Helena Christensen og
Amber Valetta og hönnuðurinn
Stella McCartney, dóttir Pauls
bítils.
Vinkona piinsessunnar
Marion er ellefu ára skólastúlka
í Belgíu. Á seinasta degi ágúst-
mánaðar missti hún kæra vin-
konu sína, Díönu prinsessu.
„Hún sagði mér að ég væri eng-
ill, að hún liti á mig sem dóttur
sína og að hún vildi alltaf hafa
mig nálægt sér,“ segir Maríon.
Marion kynntist Díönu á eyju í
Karabíska hafinu þar sem
prinsessan dvaldi í páskaleyfi
ásamt sonum sínum. Faðir
Marion hafði umsjón með golf-
vellinum á hóteli prinsessunnar.
Þær kynntust þegar Marion tók
upp tennisbolta sem prinsessan
hafði misst. Þær tóku tal saman.
„Komdu sæl Díana prinsessa,"
sagði Maríon og prinsessan svar-
aði: ,/E, nei, ég vil ekki að þú
kallir mig prinsessu, kallaðu mig
bara Díönu.“ Díana bauð Marí-
on í hádegismat og eftir það
urðu þær óaðskiljanlegar.
„Hún var svo eðlileg," segir
Maríon um vinkonu sína. „Hún
sagði mcr að hún vildi njóta
frelsis. Hún var mjög afslöppuð
og kát. Hún var frábær. Eg hélt
að hún myndi vera eins og allar
prinsessur, of alvörugefin fyrir
Iitla stúlku eins og mig.“
Díana gaf Maríon heimilisfang
sitt og leynisímanúmer. Hún
vildi einnig gefa Maríon háls-
men sem hún átti en Maríon
sagði að hún vildi miklu fremur
að prinsessan ætti það. Þegar
Díana yfirgaf eyjuna eftir tveggja
vikna frí spurði hún Maríon
hvort hún vildi koma með sér, en
Maríon sagðist ekki geta það.
„Ég reyni að ímynda mér að
Díana sé ekki dáin, að hún sé lif-
andi og muni koma aftur,“ segir
Maríon. „Díana verður alltaf
mjög góð vinkona mín.“
KIPULAG RÍKISINS
Svæðisskipulag miðhálendisins
Framkvæmdanefnd samvinnunefndar
um svæðisskipulag miðhálendisins hefur
ákveðið að framlengja frest til að skila
athugasemdum við svæðisskipulagstillöguna
til 10. desember 1997.
Skipulagsstjóri rfldsins.
Sýslumaðurinn á Húsavík
Útgarði 1, 641 Húsavík, sími 464 1300.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina
á Þórshöfn, föstudaginn 17. október kl. 16.00:
KR-084, MU-272, PM-796, R-10471, R-3520, Þ-2207.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Húsavík, 7. október, 1997.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr.
Sýslumaðurinn á Húsavík
Útgarði 1,641 Húsavík, sími 464 1300.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina
á Raufarhöfn, föstudaginn 17. október 1997 kl. 14.00:
A-6347, R-73849.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Húsavík, 7. október, 1997.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr.
Sýslumaðurinn á Húsavík
Útgarði 1, 641 Húsavík, sími 464 1300.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við iögreglustöðina
á Húsavík, fimmtudaginn 16. október 1997 kr. 14.00:
BZ-898, 1-431, JÖ-397, LE-665, LG-382, LK-842, ON-913,
R-38498, Y-122, Þ-1485.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýsiumaðurinn á Húsavík, 7. október, 1997.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr.
Sýslumaöurinn á Húsavík
Útgarði 1,641 Húsavík, sími 464 1300.
Uppboð
Eftirtaldir munir verða boðnir upp við lögreglustöðina á
Húsavík, fimmtudaginn 16. október 1997 kl. 14.00:
Haglabyssa Baikal Y09035 einhleypa, haglabyssa CBC Rem-
ington nr. 1160403 einhleypa, haglabyssa CBC Remington nr.
1160436 einhleypa, haglabyssa Fabarm nr. 235263 pumpa,
haglabyssa Fabarm nr. 489606 hálfsjálfvirk, haglabyssa
Fabarm nr. 649818 pumpa, haglabyssa Glenfield nr.
19806175 einhleypa, haglabyssa Lamber 323109 hálfsjálfvirk,
haglabyssa Nikko J25712 hálfsjáflvirk, haglabyssa R.F. Belgia
nr. 8074 einhleypa, haglabyssa Rausti Stefano A11684 tví-
hleypa, haglabyssa Remington nr. M34917 hálfsjálfvirk, hagla-
byssa Remington P210517 hálfsjálfvirk, haglabyssa Suhl Bu-
hag, Simson nr.860027 tvíhleypa, haglabyssa Winchester
L559607 pumpa, og steypusög SMG 75.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með sam-
þykki uppboðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Húsavík, 7. október, 1997.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, ftr.
t