Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 4
4- ÞRIÐJUDAGUR 14.QKTÓBER 1997
ro^ir
FRÉTTIR
L. A
Hitaveita Skagafjaröajr í buröarliðnum
Veitustjórn Sauðárkróks hefur samþykkt að óska eftir fundi með bæj-
arstjórn til þess að ræða samningsdrög að samningi um byggðasam-
lag um rekstur Hitaveitu Sauðárkróks og Hitaveitu Seyluhrepps.
Nafn byggðasamlagsins verður Hitaveita Skagafjarðar. Einnig voru
lögð fram drög að samkomulagi um samrekstur hitaveitnanna.
Veitunefnd hefur einnig fjallað um hitaveitu í Borgarsveit og Stað-
arhreppi og á fund nefndarinnar 25. september sl. mættu starfsmenn
Verkfræðistofunnar Stoðar til skrafs og ráðagerða um næstu skref í
undirbúningi málsins. Samþykkt var að næstu skref yrðu að ákveða
lagnarstæði og fá samþykki landeigenda fyrir þvf.
Tónlistarskólaniun færð húseign
Stjórn Tónlistarskóla Sauðárkróks fagnar hinni nöfðinglegu gjöf
hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur og Kristjáns Magnússonar, en þau
ánöfnuðu skólanum húseignina að Suðurgötu 10. Aður hafði skólan-
um verið fært að gjöf plötusafn og nótnabækur frá sömu gefendum.
Iilutur karla aiikiim í „mjúkum“
málum
I tillögu að jafnréttisáætlun Sauðárkrókskaupstaðar 1997-2000 segir
m.a. að markmiðið sé að stuðla að jafnri þátttöku kvenna og karla á
öllum sviðum samfélagsins. A tímabilinu verði gerð úttekt á launa-
kjörum karla og kvenna sem starfa hjá Sauðárkróksbæ og gerðar ráð-
stafanir, ef með þarf, til að jafna hlut karla og kvenna sem vinna sam-
bærileg störf. Karlar í föstu starfi hjá Sauðárkróksbæ eigi rétt á 2
vikna fæðingarorlofi. Markviss fræðsla verði fyrir stráka og stelpur í
efri bekkjum grunnskóla um kynlíf, barneignir og fjölskylduábyrgð.
Jafnréttisnefnd beinir því til stjórnmálaflokkanna að þeir hafi að leið-
arljósi að jafna hlutföll kynja í nefndum og ráðum á vegum bæjarins.
Sérstaklega skal auka hlut karla í nefndum sem fjalla um svokölluð
„mjúk“ mál, s.s. félagsmálaráð og Ieikskólanefnd og hlut kvenna í
hefðbundnum karlanefndum, s.s. hafnarnefnd.
Andmeimingarlega sinnað hæjarráð?
Bæjarráð Sauðárkróks sá sér ekki fært á fundi 25. september sl. að
verða við styrkbeiðni Jóns Hjaltasonar o.fl. vegna útgáfu ljóðabókar
með tækifærisvísum eftir skagfirska hagyrðinga. Ennfremur hafnaði
bæjarráð beiðni frá Styrktarfélagi vangefinna þar sem farið er fram á
styrk vegna útgáfu á hljómdiski. — GG
Stjórn listamannalauna
Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1998.
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa lista-
mönnum árið 1998, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991
með áorðnum breytingum.
Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda,
2. Launasjóði myndlistarmanna,
3. Tónskáldasjóði,
4. Listasjóði.
Umsóknir einstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamanna-
launa, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja-
vík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn
15. desember 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfs-
laun listamanna 1998“ og tilgreina þann sjóð sem sótt er um
laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneyt-
inu.
Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leikhópum enda
verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhús-
listamanna. Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn lista-
mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánu-
daginn 15. desember 1997. Umsóknir skulu auðkenndar
„Starfslaun listamanna 1998 - leikhópar". Umsóknareyðu-
blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu.
Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn
hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað
Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við
ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með
áorðnum breytingum.
Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknareyðublöð á
Internetinu á heimsíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er:
http//www.mmedia.is/listlaun.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánu-
daginn 15. desember nk.
Reykjavík, 10. október 1997.
Stjórn listamannalauna.
Sjómenn sem ekki eru afskráðir afskipum sínum fá sjómannaafslátt þótt þeir séu ekki á sjó. Við það tapar ríkið skattatekjum
og einnig tekjum vegna iögskráningargjaida.
Brot á lögskráningu
opinbertleyndarmál
Sjdmeim eru ekki
alltaf afskráðir þótt
þeir hætti á sjó því
það kostar peninga.
„Þetta er vitað og er opinbert
leyndarmál," segir Jónas Haralds-
son, lögfræðingur Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna,
um brot útgerða á lögskráningar-
Iögum.
I síðasta tölublaði Utvegs,
fréttablaði LIU, kemur m.a. fram
að sumar útgerðir skirrast við að
afskrá sjómenn, vegna þess að
þær telja kostnaðinn við það vera
of mikinn. Þeir sjómenn sem í
hlut eiga fá því sjómannaafslátt
sem þeir eiga ekki rétt á vegna
þess að þeir eru ekki á sjó. Ríkið
verður því bæði af skattatekjum
sjómanna og af tekjum vegna lög-
skráningar.
Dýr þjónusta
Kostnaður útgerða fyrir hverja
skráningu skipverja úr og í skips-
pláss er um 500 krónur. Þetta
finnst útgerðum vera alltof mikil
gjaldtaka. Þeir segja að kostnaður
lögskráningarembætta vegna
þessarar þjónustu sé aðeins 50
krónur, en afgangurinn uppá 450
krónur sé „hreinn tekjuöflunar-
skattur fyrir ríkissjóð.“ Sem dæmi
benda þeir á að sex vikna kostn-
aður vegna Iögskráningar eins
sjómanns getur numið allt að 24
þúsund krónum. í því dæmi var
mikið um frí af ýmsum ástæðum
og þurfti að ráða afleysingarmann
í staðinn.
Lögfræðingur LÍÚ segir að
samtökin hafi í gegnum tíðina
kvartað við samgönguráðuneytið
vegna þessa kostnaðar við lög-
skráningu en án árangurs. Hins-
vegar hefur þessi gjörningur út-
gerða að afskrá ekki skipverja
engin áhrif á tryggingar sjómanna
nema síður sé. Það er aðeins í
þeim tilvikum þegar menn trassa
að lögskrá menn þegar lagt er úr
höfn og eitthvað kemur uppá hjá
viðkomandi sjómanni um borð í
skipi sínu. Lögskráningin er öðr-
um þræði sönnun þess að sjó-
maðurinn hafi verið á sjó. - GRH
Sild yrði kær
komin búbót
Hugað er að síldar-
viiiuslu á Vestfjörð-
um, eftir að fréttist af
veiðanlegri síld í ná-
greiminu.
Svo kann að fara að síld
verði bæði fryst og söltuð
á sunnanverðum Vest-
fjörðum á næstunni. I
það minnsta hafa menn
verið að huga að frysti-
tækjum og jafnvel að-
stöðu til söltunar á Pat-
reksfirði eftir að fréttist
af veiðanlegum síldar-
torfum allt frá Eldey
suðri og vestur um til
Látrabjargs.
„Það hefur ekki verið
síld fyrir vestan mjög
lengi, eða síðan fyrir
1960 að ég held. Hér á árum
áður voru stundaðar síldveiðar í
ísafjarðardjúpi í eitt og eitt ár og
aflinn frystur í beitu,“ segir Sig-
urður Viggósson, framkvæmda-
stjóri Odda á Patreksfirði.
Hann segir að ef eitthvað verð-
ur að hafa af síld á miðum
heimamanna, þá muni þeir nýta
sér það eftir föngum. I það
minnsta veitir ekki af sérhverri
búbót í vestfirskum sjávarútvegi
sem hefur farið illa út úr kvóta-
kerfinu á umliönum
árum. Síldarvinnsla á
Vestljörðum er þó háð
því að einhver síldarskip
komi þangað vestur því
slík skip eru ekki til í eigu
Vestfirðinga.
Ef síldin gefur sig þar
vestra hafa heimamenn á
Patreksfirði tæki til að
frysta síldína til beitu og
eflaust einnig til útflutn-
ings. Þá geta þeir einnig
saltað hana uppá gamla
móðinn. Hinsvegar hafa
þeir ekki tæki til síldar-
flökunar, enda hafa engin tilefni
verið til fjárfestinga í tækjum og
tólum til síldarvinnslu þar vestra
í gegnum tíðina. — GRH
Vímu
efna-
vandiim
krufiim
Viðamikil alþjóðleg ráðstefna
um áfengis- og vímuefnavand-
ann hefst fimmtudaginn 18.
október að Hótel Loftleiðum.
Ráðstefnan stendur til og með
28. október og er haldin í tilefni
af 20 ára afmæli SÁÁ.
A ráðstefnunni munu margir
af fremstu sérfræðingum heims
á sviði áfengis- og vímuefna-
meðferðar halda fyrirlestra og
verður íjallað um viðfangsefnið
frá sjónarhóli læknisfræði, fé-
lagsfræði, hjúkrunarfræði og
stjórnmála. Einnig verður rætt
um einstakar aðstæður sem eru
hér á landi til meðferðar og
rannsókna á því sviði.
Sérstök málstofa verður um
vímuefnamisnotkun unglinga og
forvarnir, önnur um áhrif vímu-
efnafíknar á samfélagið og loks
verður sérstakur dagskrárliður
um framtíð forvarna- og með-
ferðarstarfs með þátttöku
stjórnmálamanna. — FÞG
Sigurður Viggós-
son segir Vestfirð-
inga myndu nýta
sér það efsíld
kæmi á miðin.