Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 11
Ifc^ur PRIÐJUDAG UR 14.QKTÓBER 1 997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Myntbandalagið komið aftur á flug GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR Samruuaferlið í Evr- ópu virðist háð ákveðuu lögmáli: Það verður að halda áfram eða lognast út af ella. Fyrir fjórum mánuðum var ekki að sjá annað en að framtíð evr- ópska myntbandalagsins væri afar ótrygg. Ný ríkisstjórn sósí- alista í Frakklandi hótaði því að vera ekki með nema að uppfyllt- um sérstökum skilyrðum, og svo virtist sem áhugi Ffelmuts Kohls Þýskalandskanslara á þvf að keyra málið áfram væri heldur að dvína. Nú er hins vegar svo komið, þegar aðeins átta mánuðir eru þangað til taka þarf ákvörðun um hvaða ríki verði með í mynt- bandalaginu strax í byrjun, að líkurnar hafa aldrei verið meiri á því að þann 1. janúar 1999 muni „evróið“ taka við af þýska rnark- inu, franska frankanum og allt að níu öðrum gjaldmiðlum í Evr- ópu. „Ég segi líkurnar vera 100 prós- ent,“ sagði Caroline Newhouse- Cohen, yfirmaður efnahagsrann- sókna við franska ljárfestingafyr- irtækið Louis Dreyfus International. „Vilji stjórnmála- manna hefur aldrei veriö jafn sterkur." „Velkoiuin til Evrólands“ Út um alla Evrópu eru bankar nú að búa sig undir að senda við- skiptavinum sínum reikningsyfir- litin í tveimur gjaldmiðlum, iðn- fyrirtæki eru að húa sig undir að gera ársuppgjör sín í evróurn, fjárinálafyrirtæki eru að endur- skipuleggja tölvurnar sínar þann- ig að þær geti unnið með verð- bréfatölur í evróum, verslanir eru að búa sig undir öflugri sam- keppni milli ríkja eftir að auð- veldara verður að bera sarnan verðlag, og ríkisstjórnir eru að búa sig undir að uppfræða al- menning um nýja gjaldmiðilinn og hvaða breytingar hann hefur í för með sér. Eða eins og einn franskur bankamaður orðar það: „Velkom- in til Evrólands.“ Forsvarsmenn fyrirtækja og fjármálastofnana segja þetta verkefni vera það langstærsta sem fyrir Iiggur og glíman við „aldamótavandann" í tölvukerf- unum verði smávægilegur í sam- anburðinum. Umskiptin urðu að hluta til vegna þess að pólitísk málamiðl- un náðist f Frakklandi auk þess sem ráðamenn í Þýskalandi hafa endurheimt sjálfstraustið - og svo hefur efnahagsbati í Evrópu orðið meiri en menn áttu von á. En það sem ekki síst ræður úr- slitum er að samrunaferlið í Evr- ópu virðist háð ákveðnu lögmáli: Það verður að halda áfram eða lognast út af ella. Og þess vegna heldur það áfram. „Ef snurða hleypur á þráðinn f evrópska myntbandalaginu, þá byrjar samrunaferlið í Evrópu að liðast í sundur,“ segir Ulrich Car- tellieri, sem á sæti í eftirlitsstjórn Deutsche Bank í þýskalandi. En hann er samt bjartsýnn á fram- haldið. Meiri sveigjanleiki Spurningin er ekki lengur hvort nægilega mörgurn Evrópu- löndum tekst að koma fjárlaga- hallanum hjá sér niður fyrir þrjú prósent af þjóðarframieiðslunni. Þótt það sé skráð skýrum stöfum í Maastricht sátlmálanum að þetta sé frumskilyrði fyrir þátt- töku í myntbandalaginu þá hefur myndast þögult samkomulag meðal leiðtoga Evrópuríkja að of- urlítil frávik frá þvf verði ekki lit- in alvarlegum augum. Þegar leiðtogar ríkjanna 15 sem eru í ESB hittast í apríl eða inaí á næsta ári til að ákveða hverjir verða með í evró-klúbbn- um, þá má reikna með því að fjögur til fimm ríki hafi uppfyllt skilyrði sambandsins um fjár- lagahalla, þjóðarskuldir, verð- bólgu og vaxtastig. En flest hinna ríkjanna - að undanskildu Grikk- landi - verði ekki langt undan. Yfirleitt er talið að Þýskaland, Frakkland, I lolland, Belgía, Lúx- emborg, írland og Finnland gætu orðið með frá byrjun. Síðan er reiknað með þvf að Spánn, Portúgal og kannski Italía bætist fljótlega í hópinn, en Bretland, Danmörk og Svíþjóð kjósi heldur að standa utan við jafnvel þótt þau uppfylli skilyrðin. Þegar orðið að raunveru- leiJka? í síðasta ntánuði gerðu fjár- málaráðherrar ESB-ríkjanna smá breytingu á áætluninni með því að ákveða að innbyrðis afstaða gjaldmiðla myntbandalagsríkj- anna í gengisskráningu þann 1. janúar 1999 verði ákveðin um Ieið og ljóst verður hvaða ríki verða með frá upphafi. Arangurinn af þessari ákvörð- un kom í ljós strax á fimmtudag í síðustu viku þegar þýski Sam- bandsbankinn hækkaði vexti í fyrsta sinn í fimm ár. Vaxtahækk- un þýðir venjulega gengishækk- un. Og seðlabankarnir í Austur- ríki, Belgfu, Danmörku, Frakk- landi og Hollandi voru ekki lengi að feta í fótspor Þjóðverjanna og hækkuðu vextina hjá sér til þess að halda gengi sínu á sama róli og markið. Fjármálasérfræðingar sögðu þetta dærni þess að gengis- samruninn væri f raun orðinn að veruleika nú þegar. Samvinna af þessu tagi virtist útilokuð fyrir örfáum mánuðum, eftir að Lionel Jospin var óvænt orðinn forsætisráðherra í Frakk- landi. Hann sagðisl reyndar aldrei vera á móti myntbandalag- inu, en sagðist þó vera andvígur þeim aðhaldsaðgerðum sem nauðsynlegar væru til að uppfylla skilyrðin fy'rir þátttöku. Þrátt fyrir það skrifaði hann undir sáttmálann í Amsterdam í sumar, og lagði síðan til vaxta- hækkun og nokkrar sparnaðarað- gerðir sem nægja til þess að koma Frakklandi nær 3 prósenta markinu. -The Washington Post Allt iiman fjöl- skyldunnar Fídel Castro vill að bróðir sinn, Raul, taki við sem leiðtogi Kúbu að sér látnum. Þetta sagði hann í ræðu á fimmta flokksþingi Kommúnistaflokks- ins á föstudaginn var, en ræð- unni var sjónvarpað í Kúbu á sunnudag. Hann hvatti flokks- menn ennfremur til þess að halda ótrauðir uppi merki kommúnismans. Castró er orð- inn 71 árs, en hann sagði að bróðir sinn, sem er 66 ára, væri „yngri og kraftmeiri" og hefði því enn tímann fyrir sér. Segir nauðsynlegt að „taka áhættu66 Tony Blair kom til Belfast á Norður-lrlandi í gær þar sem hann hitti m.a. GerryAdams leiðtoga Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, að máli. Þetta var í fyrsta sinn í meira en sjötíu ár sem breskur forsætisráð- herra hefur hitt Ieiðtoga írskra Iýðveldissinna að máli, en fulltrúar mótmælenda hafa tekið mjög illa í ákvörðun Blairs um að eiga fund með Adams. Blair sagði í gær fyrir fundinn að nauðsynlegt væri að taka áhættu ef komast ætti út úr því gamla fari ofbeldis og tortryggni sem ríkt hefur á Norður-írlandi. Réttarhöldin tóm blekking Sam Bith, fvrrverandi yfirmaður í Rauðu kmerunum í Kambódíu, sagði í gær að réttarhöldin yfir Pol Pot í júlí síðastliðnum hafi verið sýndarmennskan ein og að Pol Pot stjórni Rauðu kmerunum í raun enn á bak við tjöldin. Sam Bith hélt þessu fram á fréttamannafundi sem upplýsingaráðuneyti Kambódíu stóð fyrir. Pol Pot var dæmdur í ævilangt stofufangelsi í réttarhöldunum, og hvort sem þau voru svið- sett eða ekki þá er hans aldrei getið í áróðursútvarpi Rauðu kmer- anna og flest bendir til þess að hann hafi orðið undir í valdabaráttu innan samtakanna. Tjetjenar vilja fullt sjálfstæði Rússneska Interfax fréttastofan skýrði frá því á sunnudaginn að ráða- inenn í Tjetjeníu sætti sig ekki við neitt minna en að landið öðlist fullt sjálfstæði og að í samningaviðræðum við Rússa muni þeir koma fram við Rússa sem erlent ríki en ljá máls á því að taka upp vinsam- legt diplómatískt samband milli ríkjanna. Interfax hefur þetta eftir Kazbek Kadzhiyev, sem er talsmaður Aslan Maskhadovs forseta Tjetj- eníu. Rússar ogTjetjenar sömdu um það í ágúst 1996 að fresta end- anlegri ákvörðun um framtíðarstöðu Tjetjeníu til ársins 2001. ítalia: Lausn í sjónmáli Bráðabirgðaríkisstjórn Italíu lýsti í fyrrinótt yfir von um að innan skamms muni takast að mynda nýja stjórn með tryggum þingmeiri- hluta og með Romano Prodi sem forsætisráðherra. Ríkisstjórn Prod- is sagði af sér á fimmtudag í síðustu viku eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings kommúnista við aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Nú bendir margt til þess að kommúnistar muni sætta sig við mála- miðlunartillögu og veita stjórninni stuðning sinn að nýju. Átta þúsund minkax sluppu Á sunnudagskvöld sluppu átta þúsund minkar frá tveimur minkabú- um í Svenljunga í Svíþjóð. Aðeins eru um tveir kílómetrar á ntilli bú- anna, en enginn hafði í gær enn viðurkennt að hafa sleppt dýrunum út. Eigendur minkabúanna bjuggust reyndar við að ná þeim flestum inn aftur, þeir læru flestir ekki mjög langt. Þessi dýr hefðu aldrei út í náttúruna komið og væru því lítt fær urn að bjarga sér sjálf. Norska ríkisstjórnin fer frá Thorbjörn Jagland gekk á fund Olafs Noregskonungs í gær og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína, sem náði ekki því kjörfylgi í kosningun- um í september sem Jagland taldi nauðsynlegt til að hún yrði áfram við völd. Síðar um daginn fól Olafur þingflokksformanni Kristilega þjóðarflokksins, séra Kjell Magne Bondevik, að mynda nýja ríkis- stjórn. Fídel Castro

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.