Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 7
 ÞRIBJUDAGUR 14.QKTÓBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Svör við krossaprófi Formaöur bankaráðs Seðlabanka segir fjölmiðla ekki þekkja nógu vel til starfsemi bankans. Kæri Stefán Jón, ekki hélstu þó að ég myndi víkja mér undan því að svara þessu móralska krossa- prófi þínu, jafnvel þótt mér leið- ist svona próf, því skrif þín eru þess eðlis að þau þarf að rök- ræða. Þú manst frá skólaárum þínum að krossapróf byggðust alltaf til helmings á ágiskun, hinn hlutinn var yfirborðskunn- átta. Hvorugt leiðir okkur neitt nær meginmáli. Eg kýs því að svara krossaprófi þínu í einskon- ar sendibréfastíl. Það er frjáls- Iegt stílform og jafnframt ein- lægt. Þetta val helgast einnig af því að kjarninn í skrifi þínu fjall- ar um grafalvarleg mál. Umræð- ur um Seðlabanka Islands Qalla undantekningalítið um það sem ekki skiptir miklu máli, en er þó greinilega áhugavert fyrir hnýsna. Þekkmgarskortui Þú segir af aðdáunarverðri hreinskilni að aðeins örfáir Is- lendingar og engir á Ijölmiðlum eða meðal almennings hafi vit á hinni eiginlegu Seðlabankastarf- semi, þ.e. hagstjórn, stefnu í peningamálum eða alþjóðlegum fjármálum. Þótt það sitji síst á mér að andmæla þessu kysi ég að segja; með einni undantekningu. Morgunblaðið fjallar yfirleitt um þessi mál af þekkingu og fag- mennsku. Engu að síður hittir þú naglann á höfuðið, því þessi himinhrópandi þekkingarskortur Qölmiðla almennt á þeirri mikil- vægu starfsemi sem fram fer inn- an veggja Seðlabankans er hættuleg bankanum og skaðleg þjóðinni. Það leiðir óhjákvæmi- lega til þeirrar niðurstöðu sem þú réttilega bendir á, að „eina samband almennings við bank- ann (sé) í gegnum skoðun hans (væntanlega almennings) á risnu og hlunnindum." Innskot eru mín. Alþingi líka Hér ert þú kominn að kjarna málsins. Ég gæti þess vegna bætt um betur og bent á fyrirspurnir og umræður á Alþingi um mál- efni Seðlabankans og um hvað þær snúast. Þar á þó í hlut æðsta valdastofnun þjóðarinnar. Þetta þekkingarleysi veldur því að Seðlabankinn einangrast frá þjóðinni og verður auðgefið skot- mark fyrir þá sem vilja vekja á sér athygli á ódýran hátt. Hlutverk fjölmiðla Það er óumdeilanlegt hlutverk fjölmiðla, um það hefur þú sjálf- ur skrifað merka bók, að upp- lýsa, miðla þekkingu, vera tengiliður milli þeirra sem fram- kvæma, hugsa eða aðhafast op- inberlega eitthvað sem skiptir máli. Það verður að gera þá kröfu til alvöru (jölmiðla að þeir gangist við þessum skyldum sín- um, það getur það enginn annar. Stefna Seðlabankans í gjald- eyris- og peningamálum hefur fengið ágætiseinkunn hjá þeim erlendu aðilum sem fylgjast með stefnumótun hans og veita um hana umsögn með reglubundn- um hætti. Sá stöðugleiki sem hér ríkir í efnahagsmálum ásamt til- tölulega háu atvinnustigi er m.a. árangur af starfsemi og stefnu Seðlabankans. Þetta endurspegl- ast enn frekar í stöðugt batnandi lánskjörum þjóðarinnar útá við. Það getur skilað þjóðinni árlega hundruðum milljónum króna. Þetta er sá kjarni sem sem þú minntist á í upphafi krossa- spurninganna. Það skiptir miklu máli fyrir velferð þjóðarbúsins að stefna Seðlabankans f peninga- og gjaldeyrismálum standi vörð um jafnvægi og stöðugleika. Hismið Snúum okkur þá að hisminu. Þú manst það úr náttúrufræðinni að hismið er hjúpur til að vernda kjarnann, Ijöregg plöntulífsins. Islensk hugsun virðist vilja hafa þetta á þann veg að kjarninn sé Ijölþættur og flókinn og of harð- ur undir tönn. Við skulum því gæða okkur á hisminu. En áður en krossaprófið hefst verð ég að fá að koma að smá athugasemd. Rekstur Seðlabankans er sennilega hvorki verri né betri en rekstur annarra fjármálastofn- ana. Þar hafa verið gerðar skyss- ur eins og gengur og gerist. Enn er þar fjöldamargt sem bæta þarf. Ég get fullvissað þig um að unnið er að umbótum í rekstri bankans. En snúum okkur þá að prófinu. Veisluþjónusta Þú spyrð hvort bankastjórar geti „pantað veisluþjónustu(?) bank- ans eftir eigin hentugleikum." Já, þeir geta það. Bankaráð sam- þykkir árlega rekstraráætlun fyr- ir komandi ár. Þar er gert ráð fyr- ir ákveðinni fjárhæð til gesta- móttöku eða risnu ef þú vilt frek- ar nota það orð. Meðan ekki er farið fram úr þeirri upphæð hef- ur bankaráð ekki afskipti af ráð- stöfun Ijárins enda ekki í þess verkaþring. Hér eins og svo víða á öðrum sviðum verður að treysta dómgreind bankastjór- anna. Sami háttur er hafður á í öðrum bönkum og fyrirtækjum. Það er einnig vert að geta þess að Seðlabankinn er eini bank- inn, sem mér er kunnugt um sem birtir sundurliðaðan rekstr- arkostnað sinn í ársreikningi, þ.m.t. risnu. Er það tilviljun að hinir sem ekkert láta uppi um þessa kostn- aðarliði eru látnir í friði? Eftir næstu áramót verður meira að segja ekki Iengur hægt að knjja viðskiptaráðherra um svör þar um. Listaverkakaup Næsta spurning: Það er þetta með listaverkin. Bankinn hefur engan Iistasjóð. Hann ver þetta milli 1,0 - 2,0 m. kr. árlega til listaverkakaupa, einkum eru keypt verk af yngri listamönnum. Mér er til efs um að þessi kaup séu meiri en gengur og gerist hjá viðlíka stofnunum( þú þekkir lögin um opinberar stofnanir og listaverkakaup) og hér er ekki starfandi nein listaakademía. Það er auðvelt að reka seðla- banka án þess að kaupa lista- verk. Við lítum hins vegar á þessi kaup sem uppörfun til ungra listamanna og stuðning við þá og listsköpun í landinu. Kostnaður við rekstur myntsafnsins og bókasafnsins var um 10,4 m. kr. á síðasta ári. Hvort tveggja er opið og aðgengi- iegt almenningi. Stofninn að myntsafninu er kominn frá gamla Landsbankanum. Mynt- safn er menningarlega og efna- hagssögulega mikilvæg og fróð- leg heimild og fullkomlega eðli- legt að Seðlabankinn eigi slíkt safn. Myntsafnið er rekið í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið. Bókasafnið Bókasafnið er einnig að stofni til komið frá gamla Landsbankan- um. Að meginhluta byggist safn- ið á ritum sem varða efnahags-, peninga- og atvinnumál og þjóð- mál í víðara samhengi. Þessi sér- hæfni er mikilvæg og var lengi vel einstæð hérlendis. Vissulega er umfang slíks safns umdeilan- legt. Mörkin milli sérhæfðs bókasafns um efnahagsmál og almenns safns eru ekki alltaf ljós. Safnið er öllum sem það vilja nota aðgengilegt, því það er að fullu skráð í Gegni, bóka- safnskerfi Landsbókasafns. Starfsmaimaþ j ónusta Þá komum við að starfsmanna- þjónustunni. Hvað skyldi það nú vera Stefán? Þar kennir ýmissa grasa s.s. styrkir til starfsmanna- félags, rekstur og kaup (séu þau til staðar)sumarbústaða, hlut- deild í kostnaði við mötuneyti og Iæknisþjónustu og heilsurækt, kostnaður við samninganefnd bankanna o.s.frv. Já, Stefán þetta er þjónusta sem okkur ým- ist ber að veita eða þykir eðlilegt í nútíma velferðarsamfélagi. í þeim fræðum þarft þú ekki á kennslustund að halda. Skógræktin Sumarbústaðirnir eru í eigu starfsmannafélagsins. Þeir eru reknir fyrir starfsmenn bankans, Þjóðhagsstofnunar og Iðnþróun- arsjóðs auk þess sem eftirlauna- þegar hafa aðgang að þeim. Fyr- ir afnot er greitt hóflegt gjald. Hér gildir hið fornkveðna: Með- alhófið er vandratað. Ég held ég geti fullyrt að það sé búið vel að starfsfólki Seðlabankans. Á stað þar sem tveir bústað- anna standa á bankinn nokkurt Iand þar sem starfsmenn bank- ans hafa farið á hverju ári und- anfarin 20 ár og plantað trjám. Þetta er þáttur í starfsmanna- stefnu bankans og um leið nokk- urt framlag til þess að klæða landið. Á sínum tíma var það Iít- ið dýrara að kaupa þetta skóg- lausa sumarbústaðaland langt austur í Holtsdal en sumarbú- staðalönd í Grímsnesi. Bankinn hefur aldrei notað að- keypt vinnuafl vegna skógræktar. Kostnaður vegna hennar er því í algeru lágmarkj. Ég get tekið undir þau sjónarmið að það sé ekki í verkahring seðlabanka að stunda skógrækt, enda teljum við ekki að Seðlabankinn starfi í þeirri atvinnugrein. Menningarsjóður Svo er það þetta með Menning- arsjóð Seðlabankans. Hann er ekki til. Hins vegar hefur um áratugaskeið verið til staðar ákveðin Qárupphæð sem banka- ráð og bankastjórn hafa ráðstaf- að í styrki sem sótt hefur verið um. Stofnun eins og Seðlabankinn á mjög erfitt með að neita öllum beiðnum um styrki sem berast til hans, frekar en aðrar fjármála- stofnanir. Stundum eru þessar beiðnir í beinum eða óbeinum tengslum við starfssvið Seðla- bankans, oftast þó ekki. Styrkur til Stofnunar Árna Magnússonar til viðgerðar á Skarðsbók er tví- mælalaust utan verksviðs Seðla- bankans. Sama gildir um styrki til meiriháttar listviðburða, sem ekki yrðu að veruleika nema með styrkjum frá velunnurum. Það hefur verið rætt um að afnema þetta með öllu. En af því þetta hefur sannanlega oft skipt sköp- um við að auðga eilítið menning- arflóruna eða lappa uppá þjóðar- arfinn hefur þetta viðgengist til þessa. Of greiöur aðgangur að upp- lýsingum? Krossapróf þitt, Stefán, var ekki lengra. Ég man ekki eftir nein- um frekari afhjúpunum úr þeim hluta starfsemi Seðlabankans sem mér er kunnur. Ég held að engin stofnun á landinu veiti viðlíka upplýsingar um rekstur sinn sem Seðlabankinn. Það er kannski athugunarvert fyrir okk- ur. Enginn Qölmiðill veitir neinar upplýsingar um sundurliðaðan rekstrarkostnað sinn t.d. risnu eða ferðakostnað. Síðbúnar árs- skýrslur Ríkisútvarpsins þegja þar um þunnu hljóði. Eitt er það þó sem ég vil minn- ast á að lokum, það er þessi skip- an að hafa þrjá bankastjóra. Við eigum að stefna að því að henni ljúki og að nýir bankastjórar verði ekki ráðnir í stað tveggja næstu þegar þeir hætta. Fáfræði blaðamanna Um leið og ég kveð þig og þakka fyrir tilskrifið vil ég aðeins segja þetta: Vandi Seðlabankans er hvorki leynd, hroki eða spilling heldur fagleg fáfræði ykkar, sem skrifa um störf hans og stefnu- mótun. Þar kann bankinn sjáifur að eiga einhverja sök Ég myndi styðja umsókn frá Blaðamanna- félaginu til Seðlabankans að styrkja fræðslu hjá fjölmiðlafólki um þann hluta af starfi Seðla- bankans sem skiptir máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.