Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 14-OKTÓRER 1997 X^MT ÍÞRÓTTIR L Erfið fæðing Liechtensteinar stóðu í íslenska landsliðinu í 56 mínútur. Þá opn- aðist vængjahurðin og gestgjafamir gátn gengið út og inn að vild. En viljann vant- aði í marga af okkar mönnum. Því urðn mörkin aðeins fjögur. „Eg átti von á erfiðleikum í byrjun því það var vitað mál að þeir myndu spila mjög aft- arlega á vellin- um. Þeir eru með líkamlega mjög sterka Guðjón Þórðarson. menn og Ieik- urinn varð eftir því. Hins vegar hefði ég viljað sjá eitt til tvö mörk detta inn í fyrri hálfleik til að ná tappanum úr en það tókst ekki fyrr en í seinni hálfleik," sagði Guðjón Þórðar- son Iandsliðsþjálfari eftir leik- inn. Fyrri hálfleikur var með dauf- ari leikköflum sem íslenskt landslið hefur leikið í langan tíma. Flestir leikmanna virtust vera komnir á völlinn til að taka út restina af sumarfríinu sínu og höfðu lítinn áhuga á að leika knattspyrnu við gestina. Það voru aðeins bræðurnir Þórður og Bjarni ásamt Brynjari, sem nenntu að kljást eitthvað við Liechtensteinmenn og gerðu það oft vel, sérstaklega eftir góð- ar sendingar frá Rúnari Kristins- syni. Það voru einmitt baneitr- aðar sendingar Rúnars sem splundruðu vörn gestanna og gáfu þrjú fyrstu mörkin. Menn þurfa ekki alltaf að hreyfa sig mjög mikið til að eiga góðan leik. Skynsemi og nákvæmni í send- ingum kemur oft að góðu gagni. Sæmilegur seinni háifleikux Seinni hálfleikur var öllu betri en þó ekki eins góður og maður vildi sjá. Island fékk dauðafæri strax í upphafi sem rann út í sandinn. Það var ekki fyrr en á 1 I. mínútu hálfleiksins sem langþráð mark leit dagsins ljós. Rúnar átti þá snilldar sendingu á Bjarna og hann náði góðu skoti en boltinn í stöng. Þórður fylgdi vel á eftir og sendi boltann rétta Ieið og ísinn var brotinn. Islend- ingarnir bættu þrem mörkum við næstu átján mínúturnar. Tryggvi skoraði gott mark úr erf- iðri stöðu eftir glæsisendingu Rúnars. Arnór skoraði sömuleið- is frábært mark eftir að Rúnar hafði tvístrað vörninni og síðasta naglann í kistulok gestanna rak Bjarni Guðjónsson með gullfal- legu skallamarki eftir frábæra sendingu frá bróður sínum. Eft- ir þennan átján mínútna kafla drógu strákarnir sig í hlé. Hvers vegna veit maður ekki en víst er að þeir hefðu getað bætt öðrum fjórum mörkum við en viljann vantaði. Bestu menn Islendinga að þessu sinni voru Þórður Guð- jónsson og Rúnar Kristinsson. Utsjónarsemi Rúnars er oft mjög góð og þó hann hverfi stundum langtímum saman í leiknum koma sendingar hans oftast eins og guðsgjöf til framherjanna. Þórður vann vel allan leikinn og það gerði yngri bróðir hans, Bjarni, einnig. Brynjar Björn er mikill jaxl en berst stundum meira af kappi en forsjá. Hann er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu. Mörk íslands: I - 0 Þórður G. 56. mín. 2- 0 Tryggvi G. 60. mín 3- 0 Arnór G. 68. mín. 4- 0 Bjarni G. 74. mín. - GÞÖ Giumar fékk tvo stingi í magann Gunnar Már Másson lék sinn fyrsta Iandsleik gegn Liechten- stein. Hann kom inn á tíu mín- útum fyrir leikslok, skipti við höfðingjann, Arnór Guðjohnsen. „Það hlýtur náttúrulega alltaf að vera frábært að koma inná í sínum fyrsta landsleik. Arnór hefur alltaf verið mitt átrúnaðar- goð í gegnum tíðina þannig að ég fékk tvo stingi í magann í dag. Annan þegar mér var sagt að fara inn á og hinn þegar það var Arnór sem ég skipti við. Þetta var yndisleg og ólýsanleg tilfinn- ing.“ - Hvernig var svo baráttan á vellinum? „Ég átti nokkf^ ágæta skalla- bolta og hefði getað skorað hefði ég verið betur staðsettur. Ég Gunnar Már enda væri hald- Másson. ið vel utan um hann. Það er allt skipulagt frá A-O og tíminn mjög ánægjuleg- ur sem ég hef átt með landslið- inu síðustu daga,“ sagði Leift- ursmaðurinn geðþekki, sem stefnir á atvinnumennskuna eins og vel flestir knattspyrnu- menn landsins um þessar mund- ir. - GÞÖ Skemmti- legurtíiiii Arnór Guðjóhnsen lék sinn síðasta op- inbera Iandsleik fyr- ir Island á laugar- daginn. I sínum síð- asta leik bar hann fyrirliðabandið, átti góða spretti og skor- aði gott mark. Hann var síðan hylltur í leikslok og honum þakkað framlag sitt til íslenskrar knatt- spyrnu, sem ekki er lítið. En hvernig var þessum mikla knattspyrnumanni innanbrjósts eftir að hafa gengið af leik- velli í sínum síðasta landsleik? „Ég er nú búinn að vera að búa mig undir þetta og mér lfður vel núna. Ætli ég fái ekki sjokkið seinna. Þetta er bú- inn að vera skemmtilegur dagur og maður nýtur hans. En það á ör- ugglega eftir að vera skrítin tilfinning að vera ekki kallaður heim í Iandsleiki þegar fram í Iíður. Eins og ég sagði er þetta búinn að vera gífurlega skemmti- legur tími og ég sé ekki eftir mínútu sem í þetta hefur farið,“ sagði Arnór eftir leikinn við Liechtenstein á laugardag. Arnór er kominn á efri ár í fót- boltanum þó enn sé hann einn besti knattspyrnumaður sem leikur á Norðurlöndum. Er hann farinn að hugsa um að koma heim? „Já, það er mjög jákvætt að enda ferilinn hér heima. Ég ætla alla vega að spila eitt ár hér áður en ég hætti endanlega. Ég er samt ekkert farinn að hugsa hvert ég fer eða hvort ég verð úti eitt ár enn. En það skýrist vænt- anlega fljótlega, jafnvel í þessum mánuði." - Þér hefur greinilega liðið vel í Svíþjóð? „Já, mjög. Ég er mjög sáttur við að búa þarna. Ég er í góðu liði og íjölskyldunni líður vel. Það er mjög gott að ala upp börn þarna. Það spilar náttúrulega sína rullu. En konan mín, sem er sjúkraþjálfari, hefur ekki haft mikið að gera og hún vill komast sem fyrst heim til Islands og maður verður náttúrulega að taka tillit til þess. Það er pottþétt að við verðum komin hér heim innan árs.“ Um Ieið og Dagur þakkar Arn- óri fyrir framlag sitt til íslenskfar knattspyrnu síðustu tvo áratug- ina og skemmtunina sem hann hefur veitt þeim sem lagt hafa leið sína á völlinn, er ekki úr vegi að fá hann til að segja frá því hvernig honum finnist fótbolt- inn hafa breyst hér á landi síðan hann hóf feril sinn. „Það er meira spil í þessu í dag, meiri fótbolti. Það sem hef- ur þó verið alltaf verið til staðar og var einkennandi fyrir okkur áður fyrr er að við höfum verið með stóra og sterka varnarjaxla, sem hvergi gáfu eftir, en voru kannski ekki eins góðir knatt- spyrnulega. En ég held að þetta sé nú svona að þróast hjá okkur og mjakast í rétta átt.“ — GÞÖ Frábært að skora „Ég var undir þó nokkurri pressu. Þó enginn hafi sagt neitt við mig þá les ég blöðin og heyri orðróminn að utan og það sem kallað er úr stúkunni. Þetta er ekki skemmtilegt en þetta byrj- aði svona líka hjá IA svo ég er orðinn vanur þessu. Þetta er samt alltaf jafn leiðinlegt,“ sagði Bjarni Guðjónsson, en heyra mátti gagnrýnisraddir fyrir leik- inn um val Bjarna. - En hvaða áhrif hefur það á þá bræður að vera synir lands- liðsþjálfarans? „Hann krefst náttúrulega jafn mikils af okkur og öðrum Ieik- mönnum liðsins og kannski svo- lítið meira. Ef við bræðurnir stöndum okkur ekki í leiknum verður pressan meiri á honum. Við verðum að sýna honum það traust að við vinnum til þess að vera valdir í liðið. Við reynum náttúrulega alltaf að gera okkar besta og það tókst svona sæmilega í dag. Það var alveg frábært að skora fysta landsliðsmarkið og bara að fá tækifærið til þess að spila.“ - Það var nú ekki sama hver átti sendinguna í dag? „Það er rétt hjá þér. Það var al- veg frábært að fá sendinguna frá Þórði. Ég bjóst nú ekki við bolt- anum en hann kom ineð hann og ég náði að skalla hann inn. Það er það sem skiptir mestu máli.“ - Áttirðu von á að leikurinn þróaðist með þeim hætti sem hann gerði? „Reyndar ekki. Ég átti von á að við yrðum miklu sterkari í fyrri hálfleik. Það var einhvert ein- beitingarleysi hjá okkur í fyrri hálfleik. Þetta kom svo í seinni hálfleik. Við spiluðum leikað- ferðina 3-4-3 allan leikinn og ætluðum okkur að skora mikið af mörkum." — GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.