Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 10
10- ÞBIÐJUDAGUR 14.OKTÓBER 1997 mi i kynsÉ o Ráðstefna fjármálaráðherra haldin á Hótel Loftleiðum, mlðvikudaginn 15. október 1397 Rððstefnustjörl: Júnas H. Haralz 8.00 9.00 9.20 9.50 mm Mm 10.20 10.40 11.00 12.00 Skráning og morgunverður Framtíðarsýn og sátt milli kynslóða Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Niðurstöður kynslóðareikninga fyrir (sland Tryggvi Herbertsson forstöðumaður Hagfrœðistofnunar Háskóla (slands Benedikt Jóhannesson ingur og Páll Gíslason formaður Félags aldraðra Hlé Velferöarþjóðfélög Evrópu og sátt milll kynslóða Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður Aging, Saving and Social Cohesion: The Next 25 Years. Dr. Barrie Stevens, Ráðgjafanefnd framkvœmdastjóra OECD Umsagnir: Ásdís Halla Bragadóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lrfeyrissjóðs verslunarmanna Ráðstefnuslit og lokaorð Jónas H. Haralz Þátttaka tilkynnist í síma 560 9200. Þátttökugjald án morgunverðar 2.400. FRÉTTIR rD^tr Pétur og Vilhjálmur skammaóir Landssamband versl- imarmanna sendir þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins tón- inn og varar stjóm- völd við breytingum á lífeyrissjóðalöggj öf. Á þingi Landssamband íslenskra verslunarmanna (LIV), sem haldið var um helgina, var sam- þykkt ályktun þar sem segir að frumvarp sjálfstæðisþingmann- anna Péturs H. Blöndal og Vil- hjálms Egilssonar um §kattlagn- ingu á eignum lífeyrissjóða feli í sér tilræði við lífsafkomu og ör- yggi þúsunda manna um ókomna framtíð. LIV telur afstöðu Péturs og Vilhjálms byggja á blindri auð- hyggju, sem fá fordæmi séu fyrir og treystir því að svona karldrifj- uðum árásum á samtrygginga- kerfi fólksins verði hrundið. Þá er sýnilegt að verslunar- menn hafa áhyggjur af niður- stöðum nefndar fjármálaráð- herra um nýja lífeyrislöggjöf. LIV hafnar samráðslausum breyting- um og segir í ályktun um málið: „... leggur þing LIV áherslu á að aðilar vinnumarkaðarins standi þétt og ákveðið saman gegn öll- um hugmyndum er skerða frjáls- an samningsrétt í lífeyrismálum. Lífeyristryggingar eru stór þáttur Pétur Blöndal. í kjaramálum almennings þannig að lagasetning af hálfu Alþingis sem fæli í sér veigamiklar breyt- ingar á skipan samningsbund- Vilhjálmur Eigilsson. inna lífeyrisréttinda þýðir að gripið er inn í lögverndaðan samningsrétt með freklegum hætti." - FÞG Feðgamir sem létust Feðgarnir, sem létust í um- ferðarslysinu hörmulega á Vesturlandsvegi í síðustu viku, hétu Björn Valberg Jónsson, fæddur 22. ágúst 1959 og Mar- ínó Kristinn V. Björnsson, fæddur 24. febrúar 1995. Eiginkona Björns og móðir Marínós liggur með fjöláverka á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en er ekki í lífshættu. - FÞG Eitt eða tvo nef gætu hafa skekkst Úr dagbók lögreglimn- ar á Akureyri vikuiia 6. til 12. okt. 1997. Liðin vika var venju fremur róleg og engin stórtíðindi urðu á sviði Iögreglumála sem betur fer enda er það oftast svo að þegar mikið er að gera hjá lögreglunni þá eru jafnan einhveijir miður skemmti- legir atburðir að gerast hjá ein- hveijum öðrum og því best að lögreglan hafi sem minnst að gera. Þó var ekki svo að einhveijum yrði ekki á í messunni og af 280 skráðum verkefnum lögreglunn- ar í vikunni voru 11 kærðir fyrir of hraðan akstur, 3 fyrir að nota ekki bílbelti, 3 íyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og nokkrir voru svo kærðir fyrir ýmis önnur um- ferðarlagabrot. 13 umferðar- óhöpp eru skráð en flest minni- háttar og slysalaus en f einu til- viki var aðili fluttur á slysadeild til skoðunar. Má því segja að um- ferðin hafi almennt gengið vel fyrir sig og er vonandi að svo verði áfram. Yfir 30 niuner klippt Það var helst að bifreiðaeig- endur svæfu á verðinum varð- andi skoðun bifreiða sinna og greiðslu lögboðinna gjalda af þeim. Þannig voru skráningar- númer tekin af 31 bifreið vegna vanrækslu á þessum skyldum og er vonandi að þeir sem syndgað hafa upp á náðina hingað til panti nú strax tíma í skoðun og greiði gjöldin af bifreiðunum því engir yrðu fegnari en lögreglan ef hún gæti hætt að taka númerin af bifreiðunum. Aðstoð Lögreglan veitti margvíslega aðstoð í vikunni sem endranær og þannig voru 24 ökumenn, sem höfðu verið svo óheppnir að læsa kveikjuláslyklana inni í þeim, aðstoðaðir við að komast inn í bifreiðar sínar. í dagbókina eru skráð ýmis að- stoðarverkefni eins og flutningur á fólki, aðstoð við að komast inn í læstar íbúðir, aðstoð við fatlaða o.s.frv. Oll þessi verkefni hafa sitt heiti og númer og þannig heitir eitt verkefnið „Aðstoð, ólæti- slagsmál" og er eitt slíkt skráð í vikunni. Til að forðast all- an misskilning þá er ekki hægt að fá Iögregluna til að aðstoðar við ólæti og slagsmál heldur er hér átt við aðstoð lögreglunnar við að kveða niður þegar hafin ólæti eða slagsmál og á bókunin við það. Órói og líkamsárásir Nokkur órói var í samkomu- gestum öldurhúsa bæjarins og nokkrar líkamsárásir komu til kasta Iögreglunnar. Þær voru þó flestar minniháttar en eitt eða tvö nef gætu þó hafa skekkst og er ekki Ijóst á þessu stigi hversu margar hafa eftirmála. Varðandi þessar minniháttar líkamsárásir og slagsmál um helgar, sem virð- ast fylgja of mikilli neyslu áfeng- is og ekki hljótast alvarleg meiðsl af, gildir oft máltækið að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Það hefur því oft lítinn tilgang að kæra slík mál þar sem gjarnan kemur í ljós að báðir aðilar eiga nokkra sök á og mega því sleikja sár sín bótalaust. Oðru máli gegnir ef veruleg meiðsl hljótast af en þá er sjálf- sagt að leggja fram kæru í mál- inu. Sé um meiriháttar Iíkams- meiðingu að ræða heldur lög- reglan sjálf málinu áfram fái hún vitneskju um það.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.